loading/hleð
(26) Blaðsíða 20 (26) Blaðsíða 20
hafl verið með einhverri vandaðri eða fágætri smíð eða gerð og því einnig taldir tii verömæta. Er enda frá síðari tímum vitaö dæmi þess aö upphengingarhringar séu tilgreindir í úttekt: á Hólum í Hjaltadal voru 1746 skráðir altarisvængir af silkisprangi með 'Tin-hrijngum." Enn fremur koma upp í hugann rekkjutjaldshringar úr liðum úr hámerarhrygg sem dæmi eru um frá fyrri tíö, en slíkir hringar voru aö sögn "metnir silfurvægi.'"” Sé gert ráö fyrir aö oröið hringarefill eigi við refil með hringamunstri, Iiggur nærri að hugsa sér hann áþekkan tjaldi því sem fyrr er um getið, kirkju- eöa hústjaldi1* sem fannst 1802 á kirkjuloftinu í Hvammi í Dölum, en kynni aö vera frá annexíunni að Sælingsdalstungu. Er þaö eina íslenska varðveitta tjaldið sem talið veröur til miðaldarefla. Aldur þess er þó nokkuð óviss svo sem áður segir, en höfundur telur talsveröar líkur á að það sé frá seinni hluta 16. aldar.1* Refillinn frá Hvammi, það sem eftir er af honum, er í fimm hlutum, þar af tveimur saumuðum saman. Er samanlögö lengd bútanna um 371 cm.200 Grunnurinn er sortulitaður togtvistur oj> saumaö í hann með refilsaumi með ljósmórauðu ullarbandi, líklega hvítu upprunalega. Utsaumsmunstrið er að meginhluta til ýmis kynjadýr í hringlaga römmum tengdum saman með litlum hringum. Af tjaldinu sjálfu og heimild um það frá öndverðri 19. öld101 veröur ráðið að á því hafa verið ellefu eöa jafnvel tólf myndreitir eöa hlutar þeirra er þaö kom í leitirnar.202 Hvammsrefillinn er einstakur í sinni röð meðal varöveittra langtjalda á Norðurlöndum hvað hringamunstrið varðar, en á veggmyndum frá 14. öld í tveimur miðaldakirkjum í Noregi, Ál- og Nes-kirkjum,203, má sjá sams konar munsturgerð, og einkum í Nes-kirkju er greiniiega verið aö líkja eftir tjöldum. Ef til vill eru þarna dæmi um norræna skrúörefla líkum þeim sem voru að Hofi í Vesturdal 1318. Að öllum líkindum hafa sögumyndir á reflum verið unnar með áþekku móti og myndir þær úr Maríu sögu og sögu heilags Marteins sem varöveist hafa á íslenskum refilsaumuðum altarisklæöum frá Reykjahlíð og Grenjaðarstað, nú í Þjóðminjasafni Dana í Kaupmannahöfn og Cluny-safni í París.201 Hins vegar verður ekki vitað hvort myndunum á reflunum var komið fyrir í afmörkuðum reitum, til dæmis hringlaga umgeröum eins og þar eða á reflinum frá Hvammi í Dölum, eða í áframhaldandi myndröð líkt og á Bayeux-reflinum og á norsku útsaumuðu kirkjutjöldunum frá 13. öld, frá Hpylandet og Rön. Kemur hvort tveggja til greina, en áberandi er að munstur með hringlaga reitum hafa notið mikilla vinsælda í útsaumi hér á landi, ekki aöeins á miðöldum heldur einnig á síöari tímum. Sést þaö einna best af glitsaumuðum rúmtjöldum, rekkjureflum, sem varöveist hafa frá 17. og 18. öld.M Má í þessu sambandi sérstaklega nefna eitt þeirra, frá 18. öld, meö níu hringreitum þar sem meðal annars sést mynd af stríðsmanni á hestbaki og undir honum áletrunin Tirpinn biskup, en hann var einn af köppum Karlamagnúsar. í tveimur reitum öörum á tjaldinu eru myndir af krýndum mönnum, og kynni þar að vera sýndur sjálfur Karl mikli. Klæðnaður manna á nokkrum myndanna á rekkjurefli þessum sýnir tísku 16. aldar, og er enda allt eins líklegt aö myndefnið eigi upphaf að rekja til eins eöa fleiri miöaldarefla.200 í sambandi viö refla með myndum úr sögum má geta þess að í Feröabók sinni, útgefinni 1772, minnist Eggert Ólafsson á skipamyndir á gömlum tjöldum í dómkirkjunni á Hólum er þar hafi þá verið til skamms tíma.201 Leiöir frásögn þessi óneitanlega hugann aö refli þeim sem á var Nikulás saga og séra Steinmóöur Þorsteinsson ánafnaöi kirkjunni, þar eð heilagur Nikulás var meðal annars verndari sjómanna og farmanna og oft myndaður á eöa ásamt skipi.200 20
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða [1]
(4) Blaðsíða [2]
(5) Blaðsíða [3]
(6) Blaðsíða [4]
(7) Blaðsíða 1
(8) Blaðsíða 2
(9) Blaðsíða 3
(10) Blaðsíða 4
(11) Blaðsíða 5
(12) Blaðsíða 6
(13) Blaðsíða 7
(14) Blaðsíða 8
(15) Blaðsíða 9
(16) Blaðsíða 10
(17) Blaðsíða 11
(18) Blaðsíða 12
(19) Blaðsíða 13
(20) Blaðsíða 14
(21) Blaðsíða 15
(22) Blaðsíða 16
(23) Blaðsíða 17
(24) Blaðsíða 18
(25) Blaðsíða 19
(26) Blaðsíða 20
(27) Blaðsíða 21
(28) Blaðsíða 22
(29) Blaðsíða 23
(30) Blaðsíða 24
(31) Blaðsíða 25
(32) Blaðsíða 26
(33) Blaðsíða 27
(34) Blaðsíða 28
(35) Blaðsíða 29
(36) Blaðsíða 30
(37) Blaðsíða 31
(38) Blaðsíða 32
(39) Blaðsíða 33
(40) Blaðsíða 34
(41) Blaðsíða 35
(42) Blaðsíða 36
(43) Blaðsíða 37
(44) Blaðsíða 38
(45) Blaðsíða 39
(46) Blaðsíða 40
(47) Blaðsíða 41
(48) Blaðsíða 42
(49) Blaðsíða 43
(50) Blaðsíða 44
(51) Blaðsíða 45
(52) Blaðsíða 46
(53) Blaðsíða 47
(54) Blaðsíða 48
(55) Blaðsíða 49
(56) Blaðsíða 50
(57) Blaðsíða 51
(58) Blaðsíða 52
(59) Blaðsíða 53
(60) Blaðsíða 54
(61) Blaðsíða 55
(62) Blaðsíða 56
(63) Blaðsíða 57
(64) Blaðsíða 58
(65) Blaðsíða 59
(66) Blaðsíða 60
(67) Blaðsíða 61
(68) Blaðsíða 62
(69) Blaðsíða 63
(70) Blaðsíða 64
(71) Kápa
(72) Kápa
(73) Kvarði
(74) Litaspjald


Reflar í íslenskum miðaldaheimildum fram til 1569

Ár
1991
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
72


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Reflar í íslenskum miðaldaheimildum fram til 1569
https://baekur.is/bok/f645427a-0071-4283-a791-99e78942448c

Tengja á þessa síðu: (26) Blaðsíða 20
https://baekur.is/bok/f645427a-0071-4283-a791-99e78942448c/0/26

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.