loading/hle�
(94) Blaðsíða 88 (94) Blaðsíða 88
Smjörið var hins vegar dýrara en ostur og "matur" og jafnþyngd þess kom þess vegna ekki í stað ostsins, að líkindum (sjá bls. 125). Þeir bændur sem skyldu greiða osttollinn á fyrri hluta 13. aldar hafa vafalítið verið fleiri en 268 því að máldaginn frá [1270] segir að allir bændur skuli greiða og eins mun valdsvæði Oddaverja hafa náð lengra austur en að Jökulsá (samanber síðar). Bændumir hafa því vart verið færri en 300 í tíð þeirra feðga Jóns og Sæmundar. Lögbýli voru um 260 í Rangárvallasýslu í lok 17. aldar en árið 1744 ritar sýslumaður að búandi menn séu nálægt 500 og telur þá með hjáleigubændur, húsmenn og tómthúsmenn.1 Rétt mun að telja Vestmannaeyjar með á áhrifasvæði Oddaverja. Talan 300 fyrir alla bændur í Rangárþingi og Vestmannaeyjum um 1200 er því vart ofætluð. Osttollurinn einn gat því farið yfir 1,3 tonn á ári þegar innheimta var sem mest. Áður kom fram að frá Skarði eystra átti að koma sérstakur osthleifur, væntanlega ótengdur allsherjartollinum. Slíkt sérstakt ostgjald skyldi koma frá fleiri bæjum og er hér ýmist getið um fjórðung eða osthleif í þessu sambandi. Sé allt gert að fjórðungum, voru þetta alls 175 kg. Þessi sérstöku ostgjöld eru væntanlega eldri en allsherjartollurinn en annars er ekkert vitað um það hvenær hann komst á. Ekki eru líkur til að menn hafi almennt lagt eignir til staða eftir að Þorlákur helgi lagði fram staðakröfur og þar til staðamálin voru leyst, eða á bilinu 1180 til 1300.2 Á hinn bóginn kann að virðast ósennilegt að Oddaverjar hafi komið allsherjartollinum á áður en þeir komust á hátind valda sem hér er einkum miðað við að hafi orðið þegar þeir náðu undir sig Keldum og Gunnarsholti, vart síðar en um 1190. Þetta þarf þó ekki að vera, hafi tollinum verið komið á í nafni staðarins í Odda, eins og komið skal að síðar. Itreka ber að þeir útreikningar sem hér eru gerðir eru þeim annmarka háðir að ekki er víst að osthleifar hafi alltaf verið fjórðungar að þyngd um 1200 þótt svo væri á 14. öld. En þyngd þeirra hlýtur að hafa farið mjög nálægt fjórðungi þótt hún væri ekki alveg stöðluð. Má því telja líklegt að um 1200 hafi getað borist til Odda um 1 1/2 tonn af osti á ári þegar innheimta gekk vel, jafnvirði 12-13 kúgilda. Osttollar til kirkna voru allalgengir en oftast er óljóst um tilefni þeirra. Bændur sem gáfu ost til Viðeyjarklausturs skyldu njóta fyrirbæna reglubræðra. En hvað fengu þeir í staðinn sem guldu osttoll til staðar í Odda? Nærtækt virðist að taka til samanburðar allmörg dæmi um tolla sem bændur og útróðramenn tóku á sig vegna aukinnar starfsemi og þjónustu kirkna og er líklegt að eitthvað slfkt hafi einnig gilt um kirkjuna eða staðinn í Odda. Bændur í Hvammssókn í Dölum lögðu á sig osttoll eða eyrisgjald sem rann til Hvammskirkju frá 1308 og virðist það hafa tengst endurvígslu kirkjunnar þetta ár og auknu starfi, samanber að biskup setti fjóra nýja bæi undir kirkjuna og enn fremur segir um Jón bónda í Hvammi: "Játti Jón herra biskupi tveggja kennimanna skyld eftir því sem verið hafði fyrr í Hvammi, prests og djákns."3 Og auðsætt er að 1. Sýslulýsingar 1744-1749 (1957), bls. 59. 2. Sbr. Helgi Þorláksson, tilv. rit , bls 86-8. 3. Dl III, bls. 8-9, sbr. IV, bls. 160. 88
(1) Band
(2) Band
(3) Saurblað
(4) Saurblað
(5) Kápa
(6) Kápa
(7) Blaðsíða 1
(8) Blaðsíða 2
(9) Blaðsíða 3
(10) Blaðsíða 4
(11) Blaðsíða 5
(12) Blaðsíða 6
(13) Blaðsíða 7
(14) Blaðsíða 8
(15) Blaðsíða 9
(16) Blaðsíða 10
(17) Blaðsíða 11
(18) Blaðsíða 12
(19) Blaðsíða 13
(20) Blaðsíða 14
(21) Blaðsíða 15
(22) Blaðsíða 16
(23) Blaðsíða 17
(24) Blaðsíða 18
(25) Blaðsíða 19
(26) Blaðsíða 20
(27) Blaðsíða 21
(28) Blaðsíða 22
(29) Blaðsíða 23
(30) Blaðsíða 24
(31) Blaðsíða 25
(32) Blaðsíða 26
(33) Blaðsíða 27
(34) Blaðsíða 28
(35) Blaðsíða 29
(36) Blaðsíða 30
(37) Blaðsíða 31
(38) Blaðsíða 32
(39) Blaðsíða 33
(40) Blaðsíða 34
(41) Blaðsíða 35
(42) Blaðsíða 36
(43) Blaðsíða 37
(44) Blaðsíða 38
(45) Blaðsíða 39
(46) Blaðsíða 40
(47) Blaðsíða 41
(48) Blaðsíða 42
(49) Blaðsíða 43
(50) Blaðsíða 44
(51) Blaðsíða 45
(52) Blaðsíða 46
(53) Blaðsíða 47
(54) Blaðsíða 48
(55) Blaðsíða 49
(56) Blaðsíða 50
(57) Blaðsíða 51
(58) Blaðsíða 52
(59) Blaðsíða 53
(60) Blaðsíða 54
(61) Blaðsíða 55
(62) Blaðsíða 56
(63) Blaðsíða 57
(64) Blaðsíða 58
(65) Blaðsíða 59
(66) Blaðsíða 60
(67) Blaðsíða 61
(68) Blaðsíða 62
(69) Blaðsíða 63
(70) Blaðsíða 64
(71) Blaðsíða 65
(72) Blaðsíða 66
(73) Blaðsíða 67
(74) Blaðsíða 68
(75) Blaðsíða 69
(76) Blaðsíða 70
(77) Blaðsíða 71
(78) Blaðsíða 72
(79) Blaðsíða 73
(80) Blaðsíða 74
(81) Blaðsíða 75
(82) Blaðsíða 76
(83) Blaðsíða 77
(84) Blaðsíða 78
(85) Blaðsíða 79
(86) Blaðsíða 80
(87) Blaðsíða 81
(88) Blaðsíða 82
(89) Blaðsíða 83
(90) Blaðsíða 84
(91) Blaðsíða 85
(92) Blaðsíða 86
(93) Blaðsíða 87
(94) Blaðsíða 88
(95) Blaðsíða 89
(96) Blaðsíða 90
(97) Blaðsíða 91
(98) Blaðsíða 92
(99) Blaðsíða 93
(100) Blaðsíða 94
(101) Blaðsíða 95
(102) Blaðsíða 96
(103) Blaðsíða 97
(104) Blaðsíða 98
(105) Blaðsíða 99
(106) Blaðsíða 100
(107) Blaðsíða 101
(108) Blaðsíða 102
(109) Blaðsíða 103
(110) Blaðsíða 104
(111) Blaðsíða 105
(112) Blaðsíða 106
(113) Blaðsíða 107
(114) Blaðsíða 108
(115) Blaðsíða 109
(116) Blaðsíða 110
(117) Blaðsíða 111
(118) Blaðsíða 112
(119) Blaðsíða 113
(120) Blaðsíða 114
(121) Blaðsíða 115
(122) Blaðsíða 116
(123) Blaðsíða 117
(124) Blaðsíða 118
(125) Blaðsíða 119
(126) Blaðsíða 120
(127) Blaðsíða 121
(128) Blaðsíða 122
(129) Blaðsíða 123
(130) Blaðsíða 124
(131) Blaðsíða 125
(132) Blaðsíða 126
(133) Blaðsíða 127
(134) Blaðsíða 128
(135) Blaðsíða 129
(136) Blaðsíða 130
(137) Blaðsíða 131
(138) Blaðsíða 132
(139) Blaðsíða 133
(140) Blaðsíða 134
(141) Blaðsíða 135
(142) Blaðsíða 136
(143) Blaðsíða 137
(144) Blaðsíða 138
(145) Blaðsíða 139
(146) Blaðsíða 140
(147) Blaðsíða 141
(148) Blaðsíða 142
(149) Blaðsíða 143
(150) Blaðsíða 144
(151) Blaðsíða 145
(152) Blaðsíða 146
(153) Blaðsíða 147
(154) Blaðsíða 148
(155) Blaðsíða 149
(156) Blaðsíða 150
(157) Blaðsíða 151
(158) Blaðsíða 152
(159) Blaðsíða 153
(160) Blaðsíða 154
(161) Blaðsíða 155
(162) Blaðsíða 156
(163) Blaðsíða 157
(164) Blaðsíða 158
(165) Blaðsíða 159
(166) Blaðsíða 160
(167) Blaðsíða 161
(168) Blaðsíða 162
(169) Blaðsíða 163
(170) Blaðsíða 164
(171) Blaðsíða 165
(172) Blaðsíða 166
(173) Blaðsíða [1]
(174) Blaðsíða [2]
(175) Kápa
(176) Kápa
(177) Saurblað
(178) Saurblað
(179) Band
(180) Band
(181) Kjölur
(182) Framsnið
(183) Kvarði
(184) Litaspjald


Gamlar götur og goðavald

Ár
1989
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
180