loading/hleð
(5) Blaðsíða 5 (5) Blaðsíða 5
PEYSUFATASLIFSI Efni: Silki eða silkikennt efni um 1,5 m á lengd og um 18—20 cm á breidd. Slifsi við peysuföt eru höfð margs konar, rósótt, köfl- ótt eða einlit og þá aðallega hvít eða svört. Stundum haf’a verið málaðar eða saumaðar rósir á endana. Lengd á slifsinu fer nokkuð eftir því hvort á að hnýta einfalda eða tvöfalda slaut'u. Falda skal hliðar slifsis- ins með örmjóum faldi, sem er stunginn í vél eða saumaður í höndum. Endana má hafa með ýmsu móti, t.d. setja á þá kögur eða rekja úr efninu sjálfgert kögur 2—3 cm á breidd. Líka má sauma hornendana saman svo að myndist oddur á endann; er þá fallegt að saurna gatafald 2—3 cm frá oddinum. A myndun- um hér sést hvernig slif'si eru brotin og þrædd við peysuhálsmálið, hvítt slifsi fyrir einfalda slaufu og dökkt slifsi f'yrir tvöfalda slaufu. Látlaus slifsi fara best, vel hnýtt eða tekin saman með brjóstnælu. Sé slifsið hnýtt þarf að koma brjóstnælu smekklega fvrir þegar búið er að hnýta það (á mynduniim hér). Svanhvít Friðriksdóttir. 5


Íslenskir þjóðbúningar.

Höfundur
Ár
1978
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
18


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Íslenskir þjóðbúningar.
https://baekur.is/bok/5d3b6499-1a83-40fa-9d05-ec5285ef4528

Tengja á þessa síðu: (5) Blaðsíða 5
https://baekur.is/bok/5d3b6499-1a83-40fa-9d05-ec5285ef4528/0/5

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.