loading/hleð
(9) Blaðsíða 9 (9) Blaðsíða 9
PEYSUBRJÓST Efni: 30 cm hvítt þétt léreít, 90 cm á breidd. Um 22 cm af um 4—5 cm breiðu hvítu milliverki, hekluðu eða úr bómullarblúndu. Um 13—14 cm af 1—2 cm breiðri hvítri bómullarblúndu eða orkeringu. Sniðið (sjá sniðörk) lagt á tvöfalt léreftið þráðrétt, klippt með 0,5 cm saumfari. Merkt saumför, miðlína og hvar blúndan á að saumast á. Þá er brjðstið saumað saman, nema að neðan, klippt af hornunum og því snú- ið við, þrætt allt í kring og saumfarið brotið inn í að neðan og stungið tvöföldum bendli á milli, sem myndar hneslu. Síðan er brjóstið stungið, tæpt í brún, allt í kring. Faldið milliverkið ef þarf og saumið það við mitt brjóstið ofarlega þar sem merkt er fyrir á sniðinu. Faldið endana á blúndunni og saumið slétt við brjóstið í brún að ofan. Látlausa skyrtuhnappa má hafa við peysubrjóst. Svanhvít Friðriksdóttir. 9


Íslenskir þjóðbúningar.

Höfundur
Ár
1978
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
18


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Íslenskir þjóðbúningar.
https://baekur.is/bok/5d3b6499-1a83-40fa-9d05-ec5285ef4528

Tengja á þessa síðu: (9) Blaðsíða 9
https://baekur.is/bok/5d3b6499-1a83-40fa-9d05-ec5285ef4528/0/9

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.