loading/hle�
(15) Blaðsíða 5 (15) Blaðsíða 5
ÞDRGEIR IBSEN : skólastjóri, StykTdshólmi: Það má með réttu segja, að það, sem öðru fremur einkennir íslenzka æsku nú til dags, sé áhugi á íþróttum. Þetta er mjög svo eðlileg af- leiðing þreyttra lifnaðarhátta og betri lífsaf- komu en áður þekktist. Stærsta og merkasta áfanganum í íþrótta- sögu þjóðarinnar var náð, er íþróttalögin 1940 gengu í gildi, en þá var leikfimi og sund gert að skyldunámi í skólum landsins. — Þessi iþróttalöggjöf er fræg orðin og kunn meðal frændþjóða okkar og jafnvel víðar um heim. — Hinn dæmalausi áhugi æskunnar og alls þorra almennings á íþróttum þessi síðari ár er ekki hvað sízt íþróttalöggjöfinni að þakka. Islendingar eru með allra fyrstu þjóðum, er gerðu hina nytsömu og göfugu íþrótt, sundið, að skyldunámsgrein í skólum. Mér er ekki kunnugt, að aðrir hafi orðið á undan Islend- ingum í þeim efnum en Ástralíumenn, sem talið er að fyrstir hafi komið á hjá sér sundskyldu. Iþróttalögin 1940 bera íslenzkum löggjöfum fagran vitnisburð um ríkan skilning á gildi og kostum líkamsræktar fyrir æskulýð landsins. — Það leikur ekki á tveim tungum, að fim- leika- og sundskyldan í skólunum hefur nú þeg- ar haft mikil og góð áhrif á líkamsþroska og uppeldi æskunnar, og svo mun enn verða, ef vel er á þessum málum haldið. Lengi vel voru ungmenna- og íþróttafélögin ein um það að starfa að iþróttamálum og vekja áhuga almennings á góðum og gagnlegum íþrótt- um. Fimleika- og sundskyldan í skólunum hef- ur gefið þessum samtökum nýjan þrótt og byr undir báða vængi. Frá skólunum hafa ung- mennin komið hæfari en nokkru sinni áður og betur undirbúin til að stunda íþróttir á vegum íþróttafélaganna. Og nú ekki síður en áður hvíl- ir þungamiðja hins frjálsa íþróttalífs á herðum þessara félaga. Frá upphafi hefur það verið lán og gifta íþrótta- og ungmennafélaganna að eiga hylli almennings að fagna, enda hefur meðlimatala þeirra verið meiri en annarra félaga í landinu, ef frá eru skilin slysavarnafélögin, sem á seinni árum munu fjölmennari í flestum byggðum landsins. — Eins og gefur að skilja hafa íþrótta- félögin aðallega unnið að íþróttamálum, en þau hafa jafnframt látið margs konar önnur menn- ingarmál til sín taka, eftir því sem cfni og að- stæður leyfðu. Og enn í dag má nokkuð víða sjá þess glögg merki, að einu félögin, er nokk- uð kveður að í félagslegu og menningarlegu tilliti, eru ungmenna- og íþróttafélög. Mörg íþróttafélög hafa átt merkisafmæli á þessu ári. Eitt þeirra er Knattspyrnufélag Akra- ness. Það hefur, ásamt Knattspyrnufélaginu Kára, starfað í aldarfjórðung að íþróttamálum á Akranesi. Saga beggja þessara félaga er lík og aldurinn næstum sá sami. Ekki verður svo annars þeirra minnzt, að hins sé að engu getið, því að saga þeirra, sem í raun og veru er ekk- ert annað en íþróttasaga Akraness s.l. aldar- fjórðung, er að mestu leyti ein og hin sama og af sömu rótum runnin. K.A. og Kári hafa marga hildi háð á íþrótta- leikvangi, hvort gegn öðru og sameinuð á móti ýmsum íþróttaflokkum annarra bæja og byggð- arlaga. Heilbrigð keppni æskumanna á íþrótta- velli er ávallt til gleði og ánægju þeim, sem eru svo hamingjusamir að vera þátttakendur, og þá veitist hinum ekki síður ánægja, er fá að njóta keppninnar sem áhorfendur. — Það er að vísu oft undir hælinn lagt, hvernig til tekst með íþróttakeppni, hvort hún verður leið og ljót eða fögur og göfgandi fyrir keppendur og áhorfendur. Hér ræður oftast mestu um and- legur og líkamlegur þroski leikmanna og hæfni þeirra og íþróttageta. — Ég tel þá íþróttamenn, er sýna jafnlyndi og háttprýði í keppni, mesta og bezta, hvort heldur þeir bíða ósigur eða fagna AFMÆLISBLAÐ K.A. 5
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða [1]
(4) Blaðsíða [2]
(5) Blaðsíða [3]
(6) Blaðsíða [4]
(7) Blaðsíða [5]
(8) Blaðsíða [6]
(9) Blaðsíða [7]
(10) Blaðsíða [8]
(11) Blaðsíða 1
(12) Blaðsíða 2
(13) Blaðsíða 3
(14) Blaðsíða 4
(15) Blaðsíða 5
(16) Blaðsíða 6
(17) Blaðsíða 7
(18) Blaðsíða 8
(19) Blaðsíða 9
(20) Blaðsíða 10
(21) Blaðsíða 11
(22) Blaðsíða 12
(23) Blaðsíða 13
(24) Blaðsíða 14
(25) Blaðsíða 15
(26) Blaðsíða 16
(27) Blaðsíða 17
(28) Blaðsíða 18
(29) Blaðsíða 19
(30) Blaðsíða 20
(31) Blaðsíða 21
(32) Blaðsíða 22
(33) Blaðsíða 23
(34) Blaðsíða 24
(35) Blaðsíða 25
(36) Blaðsíða 26
(37) Blaðsíða 27
(38) Blaðsíða 28
(39) Blaðsíða 29
(40) Blaðsíða 30
(41) Blaðsíða 31
(42) Blaðsíða 32
(43) Blaðsíða 33
(44) Blaðsíða 34
(45) Blaðsíða 35
(46) Blaðsíða 36
(47) Blaðsíða 37
(48) Blaðsíða 38
(49) Blaðsíða [1]
(50) Blaðsíða [2]
(51) Blaðsíða [3]
(52) Blaðsíða [4]
(53) Blaðsíða [5]
(54) Blaðsíða [6]
(55) Blaðsíða [7]
(56) Blaðsíða [8]
(57) Blaðsíða [9]
(58) Blaðsíða [10]
(59) Kápa
(60) Kápa
(61) Kvarði
(62) Litaspjald


Beinir tenglar

Afmælisblað Knattspyrnufélags Akraness

Höfundur
Ár
1949
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
60