loading/hle�
(17) Blaðsíða 7 (17) Blaðsíða 7
Knattspyrnufélag Akraness er orðið 25 ára. Það má segja, að það sé ekki hár aldur, en gæt- um þess, að íþróttafélagsskapurinn er tiltölu- lega ungur hér á landi, miðað við önnur lönd. Knattspyrnufélag Akraness hefur við erfiðar aðstæður gegnt sínu hlutverki vel, það full- yrði ég. Ég hef átt samstarf með stjórn þess í síð- astliðin 15 ár, og minnist ég margra ánægju- legra stunda og funda á því tímabili. Systurfélag K.A. hér á Akranesi hefur verið og er Knattspyrnufélagið ,,Kári“, sem er tveim árum eldri, önnur íþróttafélög hafa ekki verið starfandi hér þennan aldarfjórðung, þar til Sundfélag Akraness var stofnað í fyrra. Eins og að líkum lætur hafa margir kapp- leikir farið fram milli K.A. og Kára, hafa þeir þá stundum orðið allharðir, en alltaf drengi- legir, og samstarfið og þá einkum hin síðari ár hefur verið mjög ánægjulegt. K.A. hefur á þessum tíma átt allmarga góða íþróttamenn í frjálsum íþróttum og þó öllu síðast en ekki sizt fyrir hina góðu persónulegu viðkynningu, sem samstarfsmenn, samherjar eða mótherjar. Óskum við K.A. alls góðs geng- is á komandi árum. Einnig vil ég persónulega þakka K.A. fyrir hin ágætu kynni, sem ég hef haft af félags- mönnum þess undanfarin ár, óska ég að það megi vinna markvíst og öruggt að framgangi íþróttamála á Akranesi hér eftir sem hingað til. Heiður ber þeim, sem hófu þetta starf. Heiður ber þeim, sem halda því áfram. Egill Sigurðsson. frekar í knattspyrnu, enda aðaláherzía iögð á þá íþróttagrein. Iþróttirnar eru, eins og öllum er Ijóst, snar þáttur í menningarlífi hvers byggðarlags, með- al til hollra uppeldisáhrifa og heilbrigði. íþróttafólk! Minnizt þess, að íþróttirnar eru almenningseign, og því eiga allir að iðka íþrótt- ir, hver við sitt hæfi. Kappleikir eru nauðsynlegir, og það er gam- an að vera sigurvegari. En gleymið samt aldrei þeim staðreyndum, að íþróttirnar eru ekki til vegna kappleikjanna, heldur kappleikirnir vegna íþróttanna. Það er hrapallegur misskilningur, eins og stundum hefur nokkuð borið á, að menn slá slöku við, eða jafnvel hætta að stunda íþrótt- ir, ef þeir búast við að ná ekki þeim árangri, að þeir verði liðgengir í kappleiki; og munið það, að ef það er keppnin, sem þið gangizt fyr- ir, þá er það auðvitað spor aftur á bak að slá slöku við æfingarnar. Athugið einnig hitt, að íþróttir eru alltaf til heilsubótar, séu þær réttilega stundaðar, hvað sem öllum kappleikjum líður. Ég skora því á allt æskufólk á Akranesi, að hópast í íþróttafélögin hér á staðnum og stunda einhverjar íþróttir, úr nógu er að velja, og all- ir geta fundið íþróttagrein við sitt hæfi. Að endingu vil ég þakka Knattspyrnufélagi Akraness fyrir vel unnið starf í þágu íþrótt- anna og góða samvinnu á undanförnum árum. Ég óska félaginu alls hins bezta, og vona að það beri gæfu til að vinna óteljandi áratugi enn að hugsjónum sínum og fyrir æskuna á Akranesi. K.A. lengi lifi! Óðinn S. Geirdal. AFMÆLISBLAÐ K. A. 7
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða [1]
(4) Blaðsíða [2]
(5) Blaðsíða [3]
(6) Blaðsíða [4]
(7) Blaðsíða [5]
(8) Blaðsíða [6]
(9) Blaðsíða [7]
(10) Blaðsíða [8]
(11) Blaðsíða 1
(12) Blaðsíða 2
(13) Blaðsíða 3
(14) Blaðsíða 4
(15) Blaðsíða 5
(16) Blaðsíða 6
(17) Blaðsíða 7
(18) Blaðsíða 8
(19) Blaðsíða 9
(20) Blaðsíða 10
(21) Blaðsíða 11
(22) Blaðsíða 12
(23) Blaðsíða 13
(24) Blaðsíða 14
(25) Blaðsíða 15
(26) Blaðsíða 16
(27) Blaðsíða 17
(28) Blaðsíða 18
(29) Blaðsíða 19
(30) Blaðsíða 20
(31) Blaðsíða 21
(32) Blaðsíða 22
(33) Blaðsíða 23
(34) Blaðsíða 24
(35) Blaðsíða 25
(36) Blaðsíða 26
(37) Blaðsíða 27
(38) Blaðsíða 28
(39) Blaðsíða 29
(40) Blaðsíða 30
(41) Blaðsíða 31
(42) Blaðsíða 32
(43) Blaðsíða 33
(44) Blaðsíða 34
(45) Blaðsíða 35
(46) Blaðsíða 36
(47) Blaðsíða 37
(48) Blaðsíða 38
(49) Blaðsíða [1]
(50) Blaðsíða [2]
(51) Blaðsíða [3]
(52) Blaðsíða [4]
(53) Blaðsíða [5]
(54) Blaðsíða [6]
(55) Blaðsíða [7]
(56) Blaðsíða [8]
(57) Blaðsíða [9]
(58) Blaðsíða [10]
(59) Kápa
(60) Kápa
(61) Kvarði
(62) Litaspjald


Beinir tenglar

Afmælisblað Knattspyrnufélags Akraness

Höfundur
Ár
1949
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
60