loading/hleð
(20) Blaðsíða 10 (20) Blaðsíða 10
ANDRES NIELSSON : Viðtal I tilefni af 25 ára afmæli K.A. fór ég á fund hins aldna heiðursfélaga okkar, fyrrv. héraðs- læknis Ólafs Finsen, og fór þess á leit við hann, að hann segði mér eitthvað frá íþróttaiðkun- um í hans ungdæmi. Áður en við höldum lengra, verð ég að taka það fram, að mein- ingin var, að Finsen skrifaði fyrir okkur ítar- lega grein um þessi mál og ef til vill fleira. Úr því gat ekki orðið, vegna þess að gigt i hægri hendi hefur háð honum síðustu mánuði, svo að hann hefur átt bágt með skriftir. Vonandi fær hann sem fyrst fullan bata. Þegar ég gekk heim að ,,Læknishúsinu“, hugsaði ég með mér, að ég skyldi banka upp á gömlu læknisdyrnar og vita, hvort Finsen héldi ekki, að þetta væri einhver sjúklingur í heimsókn. Annars þurfti ég ekki að gera mér neinar vonir um, að ég kæmi Finsen úr neinni hugarró, heldur var ég að rifja upp hjá sjálf- um mér þá stund, er ég bankaði fyrst á þess- ar dyr og var að kaupa brjóstsaftsglas. Ég banka. Hvatlega er gengið til dyra og er það Finsen sjálfur. Ekki er að sökum að spyrja, mér er boðið til stofu með sama vinarþelinu og húsbóndahlýjunni, sem hver og einn verður ábyggilega var við, er hann sækir Finsen heim. Talið berst að íþróttunum í hans ungdæmi og þarf maður ekki að bíða lengi, til að verða þess áskynja, að hann hefur borið eldlegan áhuga fyrir þeim málum alla tíð. Ég finn það strax, að ég er ekki að tala við 82 ára gamlan heiðursmann, sem þjónað hefur umfangsmiklu læknishéraði um hálfrar aldar skeið, heldur er hér ungur áhugamaður á ferðinni, hinn ,,sí- ungi leikfimikennari“ í Böðvarspakkhúsi. Finsen hefur orðið: „Á skólaárum mínum 1882—88 stundaði ég leikfimi af kappi, auk glímu og boltaleikja, sem svolítið voru stundaðir á þeim árum. Einn- Ólafur Finsen fyrrum héraðslæknir. ig fengum við skólapiltar tilsögn í skilmingum og meðferð á byssum, og þótti hvort tveggja mjög mikið sport og var talsvert lagt upp úr, því að fyrir kom, að við héldum sýningar með tilheyrandi áhorfendum og kom fyrir, að kenn- arar og rektor prýddu þann hóp. Á háskóla- árum mínum kenndi ég svo leikfimi í tvö miss- eri við barnaskólann í Reykjavík. Að loknu læknisprófi flyt ég svo hingað til Akraness og fer ég þá að reyna að hafa áhrif á það í skóla- nefnd, að leikfimi verði stunduð í barnaskól- anum. Það gekk nú ekki sem skyldi að fá menn til að fallast á þann ,,óþarfa“, að stunda leikfimi. Ég naut nú samt aðstoðar góðra manna, svo sem Hallgríms í Guðrúnarkoti, síra Jóns A. Sveinssonar og Kristmanns Tómasson- ar. Við urðum að ganga með grasið í skónum til að fá þessu máli framgengt, og úrsiitabar- áttan hljóðaði upp á, að ég skyldi kenna end- urgjaldslaust. Skriður komst á málið og til af- nota fengum við pakkhús Böðvars Þorvalds- 10 AFMÆLISBLAÐ K. A.
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða [1]
(4) Blaðsíða [2]
(5) Blaðsíða [3]
(6) Blaðsíða [4]
(7) Blaðsíða [5]
(8) Blaðsíða [6]
(9) Blaðsíða [7]
(10) Blaðsíða [8]
(11) Blaðsíða 1
(12) Blaðsíða 2
(13) Blaðsíða 3
(14) Blaðsíða 4
(15) Blaðsíða 5
(16) Blaðsíða 6
(17) Blaðsíða 7
(18) Blaðsíða 8
(19) Blaðsíða 9
(20) Blaðsíða 10
(21) Blaðsíða 11
(22) Blaðsíða 12
(23) Blaðsíða 13
(24) Blaðsíða 14
(25) Blaðsíða 15
(26) Blaðsíða 16
(27) Blaðsíða 17
(28) Blaðsíða 18
(29) Blaðsíða 19
(30) Blaðsíða 20
(31) Blaðsíða 21
(32) Blaðsíða 22
(33) Blaðsíða 23
(34) Blaðsíða 24
(35) Blaðsíða 25
(36) Blaðsíða 26
(37) Blaðsíða 27
(38) Blaðsíða 28
(39) Blaðsíða 29
(40) Blaðsíða 30
(41) Blaðsíða 31
(42) Blaðsíða 32
(43) Blaðsíða 33
(44) Blaðsíða 34
(45) Blaðsíða 35
(46) Blaðsíða 36
(47) Blaðsíða 37
(48) Blaðsíða 38
(49) Blaðsíða [1]
(50) Blaðsíða [2]
(51) Blaðsíða [3]
(52) Blaðsíða [4]
(53) Blaðsíða [5]
(54) Blaðsíða [6]
(55) Blaðsíða [7]
(56) Blaðsíða [8]
(57) Blaðsíða [9]
(58) Blaðsíða [10]
(59) Kápa
(60) Kápa
(61) Kvarði
(62) Litaspjald


Afmælisblað Knattspyrnufélags Akraness

Höfundur
Ár
1949
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
60


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Afmælisblað Knattspyrnufélags Akraness
https://baekur.is/bok/4d9c5aaf-bc08-4aae-8017-1503fbc0a613

Tengja á þessa síðu: (20) Blaðsíða 10
https://baekur.is/bok/4d9c5aaf-bc08-4aae-8017-1503fbc0a613/0/20

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.