loading/hleð
(35) Blaðsíða 25 (35) Blaðsíða 25
SIGURVEGARAR I HANDKNATTLEIK 1934. 1 fyrsta sinn keppt um bikar. Aftari röö f.v.: Svava Árna- dóttir, Guörún Oddsdóttir, Svava Jónsdóttir, Emma Reyndal, Sigrún SigurÖar- dóttir, Ingibjörg Þóröardóttir. Fremri röö f. v.: Margrét Ní- elsdóttir, Sigríöur Jónsdóttir, Guörún Bjarnadóttir, Stein- unn ÞórÖardóttir, ÞorgerÖur Oddsdóttir. félagslíf nú allt í hvað mestum blóma. Áhugi félagsmanna er mikill, og er nú auk knattspyrn- unnar og handboltans æfðar ýmsar aðrar íþi ótt- ir. Þá er Iþróttaráð Akraness stofnað og út- nefnt af forseta I.S.f. með eftirtöldum mönn- um: Formaður Axel Andrésson og meðstjórn- endur Ólafur Fr. Sigurðsson, Óðinn Geirdal, Gústaf Ásbjörnsson og Jón Árnason. Fyrsta verk íþróttaráðsins var að efna til íþróttamóts, er haldið var þann 17. júní. Fóru þátttakendur í skrúðgöngu frá skólablettinum upp á íþróttavöll, en þar var mótið sett af séra Sigurjóni Guðjónssyni frá Saurbæ, er flutti við það tækifæri snjalla ræðu um þýðingu íþrótt- anna. Áður en skrúðgangan hófst, höfðu íþrótta- menn hlýtt á guðsþjónustu í kirkjunni. Séra Jón Guðjónsson prédikaði og beindi hann orð- um sínum til íþróttamanna. Á móti þessu var keppt í sundi, hjólreiðum, knattspyrnu um Akranesbikarinn og í 3. fl. um bikar, sem Iþróttaráðið hafði gefið, og hand- knattleik stúlkna um bikar, sem Axel Andrés- son gaf. Úrslit þessa móts urðu þau, að K.A. vann allt, sem um var keppt (að vísu lauk ekki keppni í öllum greinum mótsins þennan dag, handknattleikurinn fór fram síðar um sumarið og vann K.A. þá með 7:4). Verður ekki annað sagt en vel hafi verið haldið upp á 10 ára af- mælið. Þrátt fyrir þessa viðleitni íþróttafélaganna háði það mikið starfseminni, hvað völlurinn var vondur. Var því vallarmálið oft á dagskrá þessi árin. Þótti nú sýnt, að ekki mundi verða neitt úr frekari framkvæmdum um framtíðar- íþróttasvæði á þessum stað að ræða, enda hafði það þegar mætt allmikilli andstöðu vegna íbúð- arhúsa þeirra, sem fyrirhuguð voru þarna í nágrenninu. Skrifuðu því félögin hreppsnefnd- inni bréf, þar sem þau óska eindregið eftir því, að þeim yrði afhent nýtt íþróttasvæði inni á Jaðarsbökkum. Bréfið var skrifað 18. apríl, og samþykkti hreppsnefndin málaleitun þessa nokkrum dögum síðar. Tóku félögin nú til óspilltra málanna og hófu sjálfboðavinnu við nýja íþróttasvæðið þann 24. mai, þá um vorið. Var þarna fyrir hendi mikið og erfitt verk, þar sem landið var ekki lárétt og tæki þá ekki eins fullkomin og nú til að vinna með, enda tók það okkur langan tíma að gera völlinn nothæfan. Ég á vinnubók, sem geymir nöfn þeirra félagsmanna, sem fórnuðu frístundum sínum í að vinna að þessu þarfa áhugamáli og hjálpuðu á þann hátt að koma því í framkvæmd, sem annars hefði dregizt um ófyrirsjáanlegan tíma. Öll þessi ár frá því um haustið 1928 er sama stjórnin við völd í félaginu: Ólafur Fr. Sigurðs- son formaður, Jón Árnason ritari, og Júlíus AFMÆLISBLAÐ K.A. 25
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða [1]
(4) Blaðsíða [2]
(5) Blaðsíða [3]
(6) Blaðsíða [4]
(7) Blaðsíða [5]
(8) Blaðsíða [6]
(9) Blaðsíða [7]
(10) Blaðsíða [8]
(11) Blaðsíða 1
(12) Blaðsíða 2
(13) Blaðsíða 3
(14) Blaðsíða 4
(15) Blaðsíða 5
(16) Blaðsíða 6
(17) Blaðsíða 7
(18) Blaðsíða 8
(19) Blaðsíða 9
(20) Blaðsíða 10
(21) Blaðsíða 11
(22) Blaðsíða 12
(23) Blaðsíða 13
(24) Blaðsíða 14
(25) Blaðsíða 15
(26) Blaðsíða 16
(27) Blaðsíða 17
(28) Blaðsíða 18
(29) Blaðsíða 19
(30) Blaðsíða 20
(31) Blaðsíða 21
(32) Blaðsíða 22
(33) Blaðsíða 23
(34) Blaðsíða 24
(35) Blaðsíða 25
(36) Blaðsíða 26
(37) Blaðsíða 27
(38) Blaðsíða 28
(39) Blaðsíða 29
(40) Blaðsíða 30
(41) Blaðsíða 31
(42) Blaðsíða 32
(43) Blaðsíða 33
(44) Blaðsíða 34
(45) Blaðsíða 35
(46) Blaðsíða 36
(47) Blaðsíða 37
(48) Blaðsíða 38
(49) Blaðsíða [1]
(50) Blaðsíða [2]
(51) Blaðsíða [3]
(52) Blaðsíða [4]
(53) Blaðsíða [5]
(54) Blaðsíða [6]
(55) Blaðsíða [7]
(56) Blaðsíða [8]
(57) Blaðsíða [9]
(58) Blaðsíða [10]
(59) Kápa
(60) Kápa
(61) Kvarði
(62) Litaspjald


Afmælisblað Knattspyrnufélags Akraness

Höfundur
Ár
1949
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
60


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Afmælisblað Knattspyrnufélags Akraness
https://baekur.is/bok/4d9c5aaf-bc08-4aae-8017-1503fbc0a613

Tengja á þessa síðu: (35) Blaðsíða 25
https://baekur.is/bok/4d9c5aaf-bc08-4aae-8017-1503fbc0a613/0/35

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.