loading/hle�
(39) Blaðsíða 29 (39) Blaðsíða 29
ið úr áhuga og starfi, þá hygg ég að hér hafi keyrt fram úr. Er þar engum einum um að kenna, heldur almennu áhugaleysi. Ástundun sumra þeirra, er teflt var fram í knattspyrnu- liðum félagsins þessi ár, var svo aum, að kapp- leikirnir voru þeirra einu æfingar, svo að eðli- legt var, að annað færi þar eftir. Á árinu 1941 er lokið við að fullgera leik- fimishús barnaskólans. Við það breyttist við- horf og aðstaða félagsins til þess að geta gefið meðlimum sínum kost á að stunda fimleika og aðrar inniíþróttir við viðunandi skilyrði, því að þótt nokkur námskeið hafi verið haldin undan- farin ár, þá var það hreinasta neyðarbrauð að notast við Báruhúsið til þeirra hluta. Bæði var það, að húsið var jafnhliða notað til alls konar samkomuhalds, og þó var einna verst að böð- in vantaði. Síðan 1941 er svo árlega haldið uppi íþrótta- iðkunum að vetrinum, sem verður til þess að tengja saman starfsemina árið um kring. 1942 fer aftur að halla á gæfuhliðina, áhugi fer vaxandi, og þó tapar K.A. í öllum flokkum þetta ár. 1943 fara leikar svo, að á vormótinu vinn- ur Kári Akranesbikarinn, en K.A. vinnur bæði 2. og 3. flokk. — Um haustið fer aftur fram keppni á milli félaganna, með þeim árangri, að K.A. vinnur í öllum flokkum. Um sumarið senda félögin úrvalslið til Reykjavíkur, til þess að taka þátt í Islandsmóti 1. flokks í knatt- spyrnu. Fóru þá leikar svo, að Akurnesingar unnu engan leik, og voru dæmdir úr leik, eftir að þeir höfðu tapað fyrir tveim félögum. Árið 1944 stendur félagið á merkum tíma- mótum. Þá eru liðin tuttugu ár frá stofnun þess, og er þess sérstaklega minnzt með af- mælishátíð í Báruhúsinu. Á vormótinu fóru leikar svo, að K.A. vann Akranesbikarinn og hlaut þá jafnframt sæmd- arheitið „bezta knattspyrnufélag Akraness“. Kári vann þá í 2. og 3. fl. Um haustið er svo aftur mót með svipuðum árangri: K.A. vinnur 1. fl. og gerir jafntefli í 3. fl., en Kári vann 2. fl. Á þessu ári eru tveir markverðir viðburðir, sem snerta mjög hag íþróttamanna. Um sum- arið er lokið við smíði Bjarnalaugar og hún tekin í notkun. Hafði K.A. ásamt öðrum félög- um og einstaklingum í bænum stutt að fram- kvæmd þessa þarfa máls, bæði með gjafavinnu og peningum. Gaf félagið 1500 krónur til minn- ingar um Þórð Jónsson frá Reynistað, einn bezta félaga sinn, en hann drukknaði, svo sem kunnugt er, um haustið 1937. önnur stór framkvæmd er einnig tengd við þetta merka ár, því þá um haustið er hafizt handa með byggingu hins glæsilega íþróttahúss, sem félögin K.A. og Kári tóku höndum saman um að hrinda í framkvæmd. Þegar tillit er tekið til fjárhags félaganna, er bygging Iþróttahússins, sem er einhver stærsti íþróttasalur landsins, með öðru tilheyrandi, svo merkilegt mál, að það mun vart eiga sinn líka. Sýnir það og glögglega, hvers æskan er megn- ug, þegar hún er einhuga, samtaka, og veit hvað hún vill, enda vakti þetta fáheyrða afrek ekki aðeins athygli og aðdáun okkar Akurnesinga, heldur var einnig eftir því tekið viðar út um land. Var svo að segja öll vinna við húsbygging- una unnin í sjálfboðavinnu af félagsmönnum, en kostnaðarverð hússins mun hafa verið um 400 þúsund krónur. Svo sem að framan getur höfðu félögin knatt- spyrnumót, bæði um vorið og haustið. Voru þá einnig æfðar frjálsar íþróttir undir leiðsögn Helga Júlíussonar sundlaugarstjóra. Tóku fé- lögin þá þátt í íþróttamóti ungmennafélaganna, sem haldið var á Ferjukotsbökkum, með þeim árangri, að þeir unnu mótið á báðum flokkum, drengja og fullorðinna. Um sumarið eru háðir hér margir kappleik- ir við félögin K.R. og Val frá Reykjavík, í 1., 2. og 3. fl. knattspyrnu, og var árangur all- góður. Þá tóku félögin aftur þátt í Islandsmóti 1. fl. í knattspyrnu og stóðu sig nú mun betur en áður. Unnu leikinn við Víking með 2:0, en með því höfðu þau skapað sér aðstöðu til þess að keppa til úrslita, þó að ekki fengist frekari vinningur á því móti. Allt þetta ár er félagslíf í miklum blóma, og hefur svo haldizt hin síðari ár. Á Iþróttahúsið ábyggilega sinn mikla þátt í því, að svo hefur verið, enda eru nú öll skilyrði til alls konar íþróttaiðkana hin ákjósanlegustu og þegar far- inn að sjást nokkur árangur af því heillavæn- lega starfi. Axel Andrésson var hér á vegum félaganna og kenndi knattspyrnu og handknatt- leik. Þessi þrjú síðastliðin ár skipa stjórn: Sig- urður Guðmundsson, Sveinn Guðmundsson, Þórður Hjálmsson, Ásmundur Guðmundsson og Aðalheiður Ólafsdóttir, að undanskildu því, að 1943 kemur Engilbert Sigurðsson í stað Ás- AFMÆLISBLAÐ K. A. 29
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða [1]
(4) Blaðsíða [2]
(5) Blaðsíða [3]
(6) Blaðsíða [4]
(7) Blaðsíða [5]
(8) Blaðsíða [6]
(9) Blaðsíða [7]
(10) Blaðsíða [8]
(11) Blaðsíða 1
(12) Blaðsíða 2
(13) Blaðsíða 3
(14) Blaðsíða 4
(15) Blaðsíða 5
(16) Blaðsíða 6
(17) Blaðsíða 7
(18) Blaðsíða 8
(19) Blaðsíða 9
(20) Blaðsíða 10
(21) Blaðsíða 11
(22) Blaðsíða 12
(23) Blaðsíða 13
(24) Blaðsíða 14
(25) Blaðsíða 15
(26) Blaðsíða 16
(27) Blaðsíða 17
(28) Blaðsíða 18
(29) Blaðsíða 19
(30) Blaðsíða 20
(31) Blaðsíða 21
(32) Blaðsíða 22
(33) Blaðsíða 23
(34) Blaðsíða 24
(35) Blaðsíða 25
(36) Blaðsíða 26
(37) Blaðsíða 27
(38) Blaðsíða 28
(39) Blaðsíða 29
(40) Blaðsíða 30
(41) Blaðsíða 31
(42) Blaðsíða 32
(43) Blaðsíða 33
(44) Blaðsíða 34
(45) Blaðsíða 35
(46) Blaðsíða 36
(47) Blaðsíða 37
(48) Blaðsíða 38
(49) Blaðsíða [1]
(50) Blaðsíða [2]
(51) Blaðsíða [3]
(52) Blaðsíða [4]
(53) Blaðsíða [5]
(54) Blaðsíða [6]
(55) Blaðsíða [7]
(56) Blaðsíða [8]
(57) Blaðsíða [9]
(58) Blaðsíða [10]
(59) Kápa
(60) Kápa
(61) Kvarði
(62) Litaspjald


Beinir tenglar

Afmælisblað Knattspyrnufélags Akraness

Höfundur
Ár
1949
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
60