loading/hleð
(47) Page 37 (47) Page 37
□ LAFUR BJARNASDN læknir: ^JJnattópi^mafdtac^ jt, ópijmaj 25 dra. raaeóó Útgáfustjórn afmælisblaðs K.A. hefur beðið mig að senda blaðinu nokkrar línur, í tilefni af 25 ára starfsafmæli félagsins, og er mér Ijúft að verða við því. Á uppvaxtarárum mínum var knattspyrna iðkuð af kappi á Akranesi, þótt um skipulegar æfingar væri ekki að ræða lengi vel. Mörg knattspyrnufélög voru stofnuð og flest heitin eftir hetjum fornsagnanna, svo sem Gunnar Há- mundarson, Kári, Njörður o. s. frv. Félag það, sem ég starfaði fyrst í, var nefnt Skarphéðinn. Mótherjum okkar þótti nafnið of virðulegt og gáfu félaginu annað heiti, sem dregið var af því, að við notuðum úttroðna hrútspunga fyrir knetti. Við félagar í Skarphéðni létum okkur engu skipta nafngift þessa, en ákváðum að ryðja orsök hennar úr vegi og afla okkur leðurknattar. Slíkir knettir voru dýrir á þeirra tíma mæli- kvarða, en við heldur félitlir. Það var ekki í samræmi við hugsunarhátt fornkappa að flýja á náðir annarra, og ákváðum við því að efna til skemmtunar á heimili eins félagans. En þar eð við vorum ungir að árum, líklega 7—9 ára, var ekki álitið leyfilegt, að við tækjum beina peninga í aðgangseyri. Krókaleiðir voru því farnar, og aðgangseyrir ákveðinn tvö tíu- gramma glös, sem við síðar seldum Sigurði gamla hómópata. Glasapeningarnir hrukku þó ekki fyrir knett- inum, og urðum við þvi að fara á stúfana á ný. Var ákveðið að efna til hlutaveltu, þar eð meiri gróðavon þótti vera í því. Fengum við formlegt leyfi hjá Sveini hreppstjóra í Mörk, til að selja dráttinn á tíu aura. Með þessu móti öfluðum við nægilegs fjár fyrir leðurknetti og þóttumst þar með hafa afmáð tilefnið til hinnar óvirðu- legu nafngiftar, sem af notkun hrútspunganna leiddi. Félagslíf í Skarphéðni stóð með miklum blóma um hríð, en síðan gengum við Héðins- menn í einum hóp í Knattspyrnufélag Akra- ness. Það mun hafa verið 1926 eða ’27. Þegar hér var komið sögu, voru aðeins tvö knattspyrnufélög á Akranesi, K.A. og Kári. Keppni var oft hörð á milli þessara félaga, en ekki minnist ég annars en menn lékju drengi- lega á þeim kappleikjum, sem ég tók þátt í. Knattspyrnan var fyrir okkur sem skemmti- legur leikur, er jafnframt eggjaði til einbeiting- ar vits og vöðva. Því að það þekkja þeir, sem knattspyrnu hafa iðkað, að ekki nægir að sparka eitthvað út í loftið. Það, sem mest ríð- ur á, er að byggja upp leikinn af viti með sam- stillingu allra leikmanna og sameiginlegu átaki, til að ná settu marki. En það er einmitt þetta, sem ég tel einn höf- uðkost knattspyrnunnar, kost, sem hún hefur fram yfir margar íþróttagreinir: Eigi einhver árangur að fást, verða allir að leggjast á eitt og vinna saman að úrlausn verkefnisins. Að þessu leyti getur knattspyrnuíþróttin haft mikla uppeldislega þýðingu, sem góðum þjálfara ætti ekki að sjást yfir. Enda þótt hér sé um leik að ræða, verður að leggja þátttakendum sömu skyldur á herðar og krafizt er af mönnum í alvöru lífsbaráttunnar, þ. e. a. s. að hver inni sitt hlutverk af hendi eftir beztu getu. Piltar metast oft á um það, hver staða á vellinum sé þýðingarmest og eftirsóknarverðust. En það er ekki mest um vert, hverja stöðu leikmenn skipa, heldur hitt, að þeir standi vel í stöðu sinni, hver sem hún er. Það er ekki nóg, að sóknarlínan sé góð, ef vörnin bilar, þegar á reynir. Það er ekki nóg, að miðframherjinn skori mörg mörk, AFMÆLISBLAÐ K. A. 37
(1) Front Cover
(2) Front Cover
(3) Page [1]
(4) Page [2]
(5) Page [3]
(6) Page [4]
(7) Page [5]
(8) Page [6]
(9) Page [7]
(10) Page [8]
(11) Page 1
(12) Page 2
(13) Page 3
(14) Page 4
(15) Page 5
(16) Page 6
(17) Page 7
(18) Page 8
(19) Page 9
(20) Page 10
(21) Page 11
(22) Page 12
(23) Page 13
(24) Page 14
(25) Page 15
(26) Page 16
(27) Page 17
(28) Page 18
(29) Page 19
(30) Page 20
(31) Page 21
(32) Page 22
(33) Page 23
(34) Page 24
(35) Page 25
(36) Page 26
(37) Page 27
(38) Page 28
(39) Page 29
(40) Page 30
(41) Page 31
(42) Page 32
(43) Page 33
(44) Page 34
(45) Page 35
(46) Page 36
(47) Page 37
(48) Page 38
(49) Page [1]
(50) Page [2]
(51) Page [3]
(52) Page [4]
(53) Page [5]
(54) Page [6]
(55) Page [7]
(56) Page [8]
(57) Page [9]
(58) Page [10]
(59) Back Cover
(60) Back Cover
(61) Scale
(62) Color Palette


Afmælisblað Knattspyrnufélags Akraness

Author
Year
1949
Language
Icelandic
Pages
60


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Afmælisblað Knattspyrnufélags Akraness
https://baekur.is/bok/4d9c5aaf-bc08-4aae-8017-1503fbc0a613

Link to this page: (47) Page 37
https://baekur.is/bok/4d9c5aaf-bc08-4aae-8017-1503fbc0a613/0/47

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.