loading/hle�
(48) Blaðsíða 38 (48) Blaðsíða 38
ef framverðir, bakverðir og markvörður sleppa knettinum í gegn í hvert sinn sem mótherjarnir gera upphlaup. Góður markvörður er því jafn þýðingarmikil og á jafnmikla virðingu skilið og góður framherji. Þegar út í lífið kemur, verð- ur hið sama uppi á teningnum: Sá maður, sem rækir starf sitt af kostgæfni og leggur sig fram, þótt verkið sé einfalt og fábreytilegt, hann er meira virði en hinn, sem skipar hátt embætti og sinnir því með hangandi hendi. Annað atriði, eigi minna vert en frammistaða hvers einstaklings innan liðsins, er gildi sam- leiksins eða samvinnu einstaklinganna. Hvert það lið, sem skortir á í samleik, er illa farið, enda þótt það hafi góðum einstaklingum á að skipa. Það lið, sem er vel samæft og kann list samleiksins til hlítar, hefur margfalt meiri sig- urmöguleika en hitt, sem er illa samæft, enda þótt einstaklingar þess séu betri. Þetta gildi samvinnunnar er á sama hátt þýð- ingarmikið á vettvangi lífsins. Á þeim tímum úlfúðar, simdrungar og togstreitu, sem nú ríkja, er ekki hvað sízt ástæða til að brýna fyrir hin- um uppvaxandi æskulýð mátt samtaka og sam- vinnu. Enda þótt við höfum hver og einn sín sérstöku áhugamál og sjónarmið, megum við aldrei gleyma því, að við myndum allir saman eina þjóðarheild, og ef við ekki lærum að ein- beita kröftunum til samvinnu og samstarfs fyr- ir þjóðarheildina, hefur hlutverkið mistekizt. Sé knattspyrnan iðkuð með hliðsjón af fram- angreindum sjónarmiðum, getur hún orðið snar þáttur í uppeldi æskumanna. Það er einlæg ósk mín, að sem slík megi knattspyrnuíþróttin blómgast og vaxa í framtíðinni. Sérstakar árn- aðaróskir sendi ég K.A. í tilefni af afmælinu. Gamlir félagar! Hafið þökk fyrir ánægjulegt samstarf. Það spor, sem þessi látni félagi okkar markaði í sögu félagsins á þeim fimm árum, sem hann var ein aðaldriffjöðrin í félagsskapnum, mun geymast svo lengi sem það verður til. Þórður Jónsson var tólf ára gamall, þegar hann í fyrsta sinn keppti fyrir K.A., og upp frá því er hann ein af stoðum og styttum félagsins, á meðal annars sæti í stjórn félagsins í þrjú ór. Það kom fljótt í ljós, að Þórður var í ríkum mæli gæddur þeim eiginleikum, sem íþróttamenn bezt prýða. Óhætt mun vera að fullyrða, að ef honum hefði enzt aldur til, mundi hann hafa náð lengra í sinni uppáhalds íþrótt, knattspyrnunni, en nokkur annar Akumesingur hefur náð, fyrr og síðar. Þess munu fá dæmi, hér á Akranesi að minnsta kosti, að einn leikmaður í knattspyrnu hafi notið svo óskiptra vinsælda sem Þórður. Og það var ekki aðeins á knattspyrnuvellinum sem hann naut vinsælda, held- ur og ekki síður á leikvelli lífsins, því hann var hvers manns hugljúfi, sem kynntist honum. í sögu K.A. mun 29. september 1937 verða minnzt sem sorgardags félagsins, því þann dag drukknaði Þórður Jónsson, ásamt öðrum félaga okkar, Sigurði Elíassyni, sem einnig var hinn prýðilegasti dreng- ur, er vegna æsku sinnar var ekki búinn að sýna það, sem í honum bjó. Á þessum tímamótum félags okkar minnumst við þeirra og annara látinna félaga okkar með virð- ingu og þakklæti, þakklæti fyrir ánægjulegar sam- verustundir og góðan félagsskap. Sem virðingar- og þakklætisvott við Þórð Jóns- son, var bróðir hans, sem látinn var heita eftir honum, gerður að fyrsta heiðursfélaga K.A. H. S. 38 AFMÆLISBLAÐ K. A.
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða [1]
(4) Blaðsíða [2]
(5) Blaðsíða [3]
(6) Blaðsíða [4]
(7) Blaðsíða [5]
(8) Blaðsíða [6]
(9) Blaðsíða [7]
(10) Blaðsíða [8]
(11) Blaðsíða 1
(12) Blaðsíða 2
(13) Blaðsíða 3
(14) Blaðsíða 4
(15) Blaðsíða 5
(16) Blaðsíða 6
(17) Blaðsíða 7
(18) Blaðsíða 8
(19) Blaðsíða 9
(20) Blaðsíða 10
(21) Blaðsíða 11
(22) Blaðsíða 12
(23) Blaðsíða 13
(24) Blaðsíða 14
(25) Blaðsíða 15
(26) Blaðsíða 16
(27) Blaðsíða 17
(28) Blaðsíða 18
(29) Blaðsíða 19
(30) Blaðsíða 20
(31) Blaðsíða 21
(32) Blaðsíða 22
(33) Blaðsíða 23
(34) Blaðsíða 24
(35) Blaðsíða 25
(36) Blaðsíða 26
(37) Blaðsíða 27
(38) Blaðsíða 28
(39) Blaðsíða 29
(40) Blaðsíða 30
(41) Blaðsíða 31
(42) Blaðsíða 32
(43) Blaðsíða 33
(44) Blaðsíða 34
(45) Blaðsíða 35
(46) Blaðsíða 36
(47) Blaðsíða 37
(48) Blaðsíða 38
(49) Blaðsíða [1]
(50) Blaðsíða [2]
(51) Blaðsíða [3]
(52) Blaðsíða [4]
(53) Blaðsíða [5]
(54) Blaðsíða [6]
(55) Blaðsíða [7]
(56) Blaðsíða [8]
(57) Blaðsíða [9]
(58) Blaðsíða [10]
(59) Kápa
(60) Kápa
(61) Kvarði
(62) Litaspjald


Beinir tenglar

Afmælisblað Knattspyrnufélags Akraness

Höfundur
Ár
1949
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
60