loading/hleð
(64) Blaðsíða 32 (64) Blaðsíða 32
stöðum í Biskupstungum, leikið á móti henni í kómedíunni „Pak“ eftir Overskou og þá vilj- að fá hennar, en hún hafi ekki viljað. Þor- valdur dó af brjóstveiki þrítugur að aldri, laglegur og efnilegur maður, að því er Grön- dal segir. Jón Thorarensen, sonur Bjarna amtmanns, varð stúdent úr Reykjavíkurskóla 1853 og innritaðist í Hafnarháskóla um haustið, las fyrst lög, síðan læknisfræði og síðast dýra- læknisfræði. Hann trúlofaðist Guðrúnu Thorstensen, og þóttu þau heldur en ekki glæsileg hér á götunum, en það leystist upp, líklega vegna óreglu Jóns og framtaksleysis, því þó hann tæki fyrir læknisfræði í Höfn, þá varð ekkert úr því, og gekk hann síðan á prestaskólann, omnium deperdi- torum refugium [hæli allra úttaugaðra] eins og Ameríka, og varð prestur síðast blindur. (Dægradvöl2 171) Hjónaband Rúmu ári eftir frumsýninguna á Útilegu- mönnunum voru þau gift Guðrún Thorsten- sen og Jón A. Hjaltalín. Þau giftu sig 23. maí 1863, daginn áður en Guðrún varð þrítug. Jón var þá 23 ára gamall, tæpum sjö árum yngri en kona hans. Guðrún Hjaltalín var því ekki óreynd kona, er hún gekk að eiga hinn unga guð- fræðinema. Hún var heldur ekki lítillát kona, enda naumast við því að búast, dóttir fyrrum landlæknis, komin af Stephensenum í móð- urætt og í mægðum við biskupinn og Magnús Stephensen. Hún var fædd að Nesi við Sel- tjöm og alin upp í „Doktorshúsinu“, sem Gröndal segir að hafi verið eitt helsta húsið í Reykjavík á þeirri tíð. Jón A. Hjaltalín mægðist því hinum mestu ættum fyrirmanna og yfirstéttarfólks, og eftir að hann lauk guðfræðiprófi frá Prestaskólan- um, 25. júní 1864, með fyrstu einkunn (47 stigum), hefði hann án efa getað fengið gott brauð eða annað sæmilegt embætti, ef hann hefði eftir því leitað. Helgi biskup Thordarsen var sagður vilhallur frændum konu sinnar í embættisveitingum. Eitt sinn er prestsem- bætti var veitt umsækjanda, sem ekki var af ætt Stephensena var ort: Viti menn, ég ekki er í ætt við biskupsfrúna. Og ófeiminn var Magnús Stephensen, síðar landshöfðingi, sem þessi ár vann í hinni ísl- ensku stjórnardeild í Kaupmannahöfn, að veita frændum sínum og tengdamönnum. En hugur Jóns A. Hjaltalíns stefndi annað. Hann virðist hafa haft mikla útþrá og ef til vill gert sér vonir um frama erlendis, en einkum virðist hugur hans hafa stefnt til frekari mennta. Guðrún Thorstensen var vön sam- kvæmislífi Reykjavíkur og glaumi Kaup- mannahafnar. Hún hefur því ekki haft hug á að setjast að í sveit, síst af öllu í afskekktu brauði í fásinninu, fátæktinni og umkomu- leysinu á síðara hluta 19. aldar. í bréfi, sem hún ritar Jóni Sigurðssyni forseta 26. október 1864, hálfu öðru ári eftir að hún gifti sig, segir hún: Eg skrifa yður þessar fáu línur til að láta yður vita að eg hefi medtekið yðar góða bréf með skipinu núna og jafnframt til að þakka yður innilega fyrir. Það eg hefi aungvu þar við að bæta nema að láta yður vita að eg treysti yður til als hins besta mér og okkur til handa. Ekki býst eg við að maðurinn minn sækji samt um brauð að sinni því við höfum eingin efni á þessum árum til að byrja búskap í sveit og erum víst líka hvört öðru óefnilegri til þess og þará ofan bætist að við hvörugt eigum neinn mann að sem getur hjálpað okkur til að reisa bú og til þess seigja menn að nú þurfi að hafa eina 1000 dali ef að það eigi að vera í nokkru standi en svo koma nú inn tektirnar af braudinu sem kanske verda 80 dalir med því sem þarf að halda við stað og Kirkju og gamla Prestinum eda ekkjunni hans fyrir utan alla gesti og gángandi en hvör veit ef heppnin er með manni nema maður fái 100 dala brauð NB eftir 20 ár. Fyrirgefið Besti Herra spaugið. (JS 141 fol) í öðru bréfi, sem skrifað er í Reykjavík 13. september 1864, hafði Guðrún Hjaltalín beðið Jón Sigurðsson að hjálpa manni sínum, sem „lángar mikið til að sjá sig um heiminn áður en hann kemst inní Prestskabin en hann hefur ekki efni til þess nema að hann viti fyrirfram að han gjæti feingið eitthvað að gjöra með sér til hjálpar hann er góður í ensku og hefur kendt hér nokkuð mörgum og tekist vel einnig skrifar han mikið skíra og laglega hönd og í Gudfrædinni hefur hann besta vitnisburð frá Prestaskólanum, — og þó mér sé skylt málið seigir fólkið þá er han eingin letíngi eða óreglu maður með neitt slag.“ (Þjóðskjalasafn) Næstu tvö árin eftir guðfræðipróf stundaði Jón A. Hjaltalín ýmisleg kennslustörf og rit- störf í Reykjavík, en fátt er vitað um þessi fyrstu hjónabandsár þeirra Guðrúnar. Lundúnaár í ágústmánuði 1866 sigldu ungu hjónin hins vegar til Bretlands og settust að í Lundúnum. Mun Jón Guðmundsson ritstjóri Þjóðólfs hafa verið eins konar ábyrgðarmað- ur þeirra, en Hjaltalín hafði unnið fyrir Jón að ritstörfum ásamt kennslunni. í bréfi, er Hjaltalín ritaði Jóni forseta úr Lundúnum 12.
(1) Band
(2) Band
(3) Saurblað
(4) Saurblað
(5) Saurblað
(6) Saurblað
(7) Saurblað
(8) Saurblað
(9) Blaðsíða I
(10) Blaðsíða II
(11) Blaðsíða III
(12) Blaðsíða IV
(13) Blaðsíða V
(14) Blaðsíða VI
(15) Blaðsíða VII
(16) Blaðsíða VIII
(17) Blaðsíða IX
(18) Blaðsíða X
(19) Blaðsíða XI
(20) Blaðsíða XII
(21) Blaðsíða XIII
(22) Blaðsíða XIV
(23) Blaðsíða XV
(24) Blaðsíða XVI
(25) Blaðsíða XVII
(26) Blaðsíða XVIII
(27) Blaðsíða XIX
(28) Blaðsíða XX
(29) Blaðsíða XXI
(30) Blaðsíða XXII
(31) Blaðsíða XXIII
(32) Blaðsíða XXIV
(33) Blaðsíða 1
(34) Blaðsíða 2
(35) Blaðsíða 3
(36) Blaðsíða 4
(37) Blaðsíða 5
(38) Blaðsíða 6
(39) Blaðsíða 7
(40) Blaðsíða 8
(41) Blaðsíða 9
(42) Blaðsíða 10
(43) Blaðsíða 11
(44) Blaðsíða 12
(45) Blaðsíða 13
(46) Blaðsíða 14
(47) Blaðsíða 15
(48) Blaðsíða 16
(49) Blaðsíða 17
(50) Blaðsíða 18
(51) Blaðsíða 19
(52) Blaðsíða 20
(53) Blaðsíða 21
(54) Blaðsíða 22
(55) Blaðsíða 23
(56) Blaðsíða 24
(57) Blaðsíða 25
(58) Blaðsíða 26
(59) Blaðsíða 27
(60) Blaðsíða 28
(61) Blaðsíða 29
(62) Blaðsíða 30
(63) Blaðsíða 31
(64) Blaðsíða 32
(65) Blaðsíða 33
(66) Blaðsíða 34
(67) Blaðsíða 35
(68) Blaðsíða 36
(69) Blaðsíða 37
(70) Blaðsíða 38
(71) Blaðsíða 39
(72) Blaðsíða 40
(73) Blaðsíða 41
(74) Blaðsíða 42
(75) Blaðsíða 43
(76) Blaðsíða 44
(77) Blaðsíða 45
(78) Blaðsíða 46
(79) Blaðsíða 47
(80) Blaðsíða 48
(81) Blaðsíða 49
(82) Blaðsíða 50
(83) Blaðsíða 51
(84) Blaðsíða 52
(85) Blaðsíða 53
(86) Blaðsíða 54
(87) Blaðsíða 55
(88) Blaðsíða 56
(89) Blaðsíða 57
(90) Blaðsíða 58
(91) Blaðsíða 59
(92) Blaðsíða 60
(93) Blaðsíða 61
(94) Blaðsíða 62
(95) Blaðsíða 63
(96) Blaðsíða 64
(97) Blaðsíða 65
(98) Blaðsíða 66
(99) Blaðsíða 67
(100) Blaðsíða 68
(101) Blaðsíða 69
(102) Blaðsíða 70
(103) Blaðsíða 71
(104) Blaðsíða 72
(105) Blaðsíða 73
(106) Blaðsíða 74
(107) Blaðsíða 75
(108) Blaðsíða 76
(109) Blaðsíða 77
(110) Blaðsíða 78
(111) Blaðsíða 79
(112) Blaðsíða 80
(113) Blaðsíða 81
(114) Blaðsíða 82
(115) Blaðsíða 83
(116) Blaðsíða 84
(117) Blaðsíða 85
(118) Blaðsíða 86
(119) Blaðsíða 87
(120) Blaðsíða 88
(121) Blaðsíða 89
(122) Blaðsíða 90
(123) Blaðsíða 91
(124) Blaðsíða 92
(125) Blaðsíða 93
(126) Blaðsíða 94
(127) Blaðsíða 95
(128) Blaðsíða 96
(129) Blaðsíða 97
(130) Blaðsíða 98
(131) Blaðsíða 99
(132) Blaðsíða 100
(133) Blaðsíða 101
(134) Blaðsíða 102
(135) Blaðsíða 103
(136) Blaðsíða 104
(137) Blaðsíða 105
(138) Blaðsíða 106
(139) Blaðsíða 107
(140) Blaðsíða 108
(141) Blaðsíða 109
(142) Blaðsíða 110
(143) Blaðsíða 111
(144) Blaðsíða 112
(145) Blaðsíða 113
(146) Blaðsíða 114
(147) Blaðsíða 115
(148) Blaðsíða 116
(149) Blaðsíða 117
(150) Blaðsíða 118
(151) Blaðsíða 119
(152) Blaðsíða 120
(153) Blaðsíða 121
(154) Blaðsíða 122
(155) Blaðsíða 123
(156) Blaðsíða 124
(157) Blaðsíða 125
(158) Blaðsíða 126
(159) Blaðsíða 127
(160) Blaðsíða 128
(161) Blaðsíða 129
(162) Blaðsíða 130
(163) Blaðsíða 131
(164) Blaðsíða 132
(165) Blaðsíða 133
(166) Blaðsíða 134
(167) Blaðsíða 135
(168) Blaðsíða 136
(169) Blaðsíða 137
(170) Blaðsíða 138
(171) Blaðsíða 139
(172) Blaðsíða 140
(173) Blaðsíða 141
(174) Blaðsíða 142
(175) Blaðsíða 143
(176) Blaðsíða 144
(177) Blaðsíða 145
(178) Blaðsíða 146
(179) Blaðsíða 147
(180) Blaðsíða 148
(181) Blaðsíða 149
(182) Blaðsíða 150
(183) Blaðsíða 151
(184) Blaðsíða 152
(185) Blaðsíða 153
(186) Blaðsíða 154
(187) Blaðsíða 155
(188) Blaðsíða 156
(189) Blaðsíða 157
(190) Blaðsíða 158
(191) Blaðsíða 159
(192) Blaðsíða 160
(193) Blaðsíða 161
(194) Blaðsíða 162
(195) Blaðsíða 163
(196) Blaðsíða 164
(197) Blaðsíða 165
(198) Blaðsíða 166
(199) Blaðsíða 167
(200) Blaðsíða 168
(201) Blaðsíða 169
(202) Blaðsíða 170
(203) Blaðsíða 171
(204) Blaðsíða 172
(205) Blaðsíða 173
(206) Blaðsíða 174
(207) Blaðsíða 175
(208) Blaðsíða 176
(209) Blaðsíða 177
(210) Blaðsíða 178
(211) Blaðsíða 179
(212) Blaðsíða 180
(213) Blaðsíða 181
(214) Blaðsíða 182
(215) Blaðsíða 183
(216) Blaðsíða 184
(217) Blaðsíða 185
(218) Blaðsíða 186
(219) Blaðsíða 187
(220) Blaðsíða 188
(221) Blaðsíða 189
(222) Blaðsíða 190
(223) Blaðsíða 191
(224) Blaðsíða 192
(225) Blaðsíða 193
(226) Blaðsíða 194
(227) Blaðsíða 195
(228) Blaðsíða 196
(229) Blaðsíða 197
(230) Blaðsíða 198
(231) Blaðsíða 199
(232) Blaðsíða 200
(233) Blaðsíða 201
(234) Blaðsíða 202
(235) Blaðsíða 203
(236) Blaðsíða 204
(237) Blaðsíða 205
(238) Blaðsíða 206
(239) Blaðsíða 207
(240) Blaðsíða 208
(241) Blaðsíða 209
(242) Blaðsíða 210
(243) Blaðsíða 211
(244) Blaðsíða 212
(245) Blaðsíða 213
(246) Blaðsíða 214
(247) Blaðsíða 215
(248) Blaðsíða 216
(249) Blaðsíða 217
(250) Blaðsíða 218
(251) Blaðsíða 219
(252) Blaðsíða 220
(253) Blaðsíða 221
(254) Blaðsíða 222
(255) Blaðsíða 223
(256) Blaðsíða 224
(257) Blaðsíða 225
(258) Blaðsíða 226
(259) Blaðsíða 227
(260) Blaðsíða 228
(261) Blaðsíða 229
(262) Blaðsíða 230
(263) Blaðsíða 231
(264) Blaðsíða 232
(265) Blaðsíða 233
(266) Blaðsíða 234
(267) Blaðsíða 235
(268) Blaðsíða 236
(269) Blaðsíða 237
(270) Blaðsíða 238
(271) Blaðsíða 239
(272) Blaðsíða 240
(273) Blaðsíða 241
(274) Blaðsíða 242
(275) Blaðsíða 243
(276) Blaðsíða 244
(277) Blaðsíða 245
(278) Blaðsíða 246
(279) Blaðsíða 247
(280) Blaðsíða 248
(281) Blaðsíða 249
(282) Blaðsíða 250
(283) Blaðsíða 251
(284) Blaðsíða 252
(285) Blaðsíða 253
(286) Blaðsíða 254
(287) Blaðsíða 255
(288) Blaðsíða 256
(289) Blaðsíða 257
(290) Blaðsíða 258
(291) Blaðsíða 259
(292) Blaðsíða 260
(293) Blaðsíða 261
(294) Blaðsíða 262
(295) Blaðsíða 263
(296) Blaðsíða 264
(297) Blaðsíða 265
(298) Blaðsíða 266
(299) Blaðsíða 267
(300) Blaðsíða 268
(301) Blaðsíða 269
(302) Blaðsíða 270
(303) Blaðsíða 271
(304) Blaðsíða 272
(305) Blaðsíða 273
(306) Blaðsíða 274
(307) Blaðsíða 275
(308) Blaðsíða 276
(309) Blaðsíða 277
(310) Blaðsíða 278
(311) Blaðsíða 279
(312) Blaðsíða 280
(313) Blaðsíða 281
(314) Blaðsíða 282
(315) Blaðsíða 283
(316) Blaðsíða 284
(317) Blaðsíða 285
(318) Blaðsíða 286
(319) Blaðsíða 287
(320) Blaðsíða 288
(321) Blaðsíða 289
(322) Blaðsíða 290
(323) Blaðsíða 291
(324) Blaðsíða 292
(325) Blaðsíða 293
(326) Blaðsíða 294
(327) Blaðsíða 295
(328) Blaðsíða 296
(329) Blaðsíða 297
(330) Blaðsíða 298
(331) Blaðsíða 299
(332) Blaðsíða 300
(333) Blaðsíða 301
(334) Blaðsíða 302
(335) Blaðsíða 303
(336) Blaðsíða 304
(337) Blaðsíða 305
(338) Blaðsíða 306
(339) Blaðsíða 307
(340) Blaðsíða 308
(341) Blaðsíða 309
(342) Blaðsíða 310
(343) Blaðsíða 311
(344) Blaðsíða 312
(345) Blaðsíða 313
(346) Blaðsíða 314
(347) Blaðsíða 315
(348) Blaðsíða 316
(349) Blaðsíða 317
(350) Blaðsíða 318
(351) Blaðsíða 319
(352) Blaðsíða 320
(353) Blaðsíða 321
(354) Blaðsíða 322
(355) Blaðsíða 323
(356) Blaðsíða 324
(357) Blaðsíða 325
(358) Blaðsíða 326
(359) Blaðsíða 327
(360) Blaðsíða 328
(361) Saurblað
(362) Saurblað
(363) Saurblað
(364) Saurblað
(365) Saurblað
(366) Saurblað
(367) Band
(368) Band
(369) Kjölur
(370) Framsnið
(371) Kvarði
(372) Litaspjald


Saga Menntaskólans á Akureyri 1880-1980

Ár
1981
Tungumál
Íslenska
Bindi
3
Blaðsíður
988


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Saga Menntaskólans á Akureyri 1880-1980
https://baekur.is/bok/6aa4ac41-7c68-4c20-8c93-380d02b91cff

Tengja á þetta bindi: 1. b.
https://baekur.is/bok/6aa4ac41-7c68-4c20-8c93-380d02b91cff/1

Tengja á þessa síðu: (64) Blaðsíða 32
https://baekur.is/bok/6aa4ac41-7c68-4c20-8c93-380d02b91cff/1/64

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.