loading/hleð
(6) Blaðsíða [4] (6) Blaðsíða [4]
Á miðri tuttugustu öldinni hefur myndlistin algerlega tapað frásögugildi sínu, og þar með auðvitað um leið öll fyrri list, en hið myndræna gildi þeirra er það eina sem lifir, og snilld meistaranna vegin og dæmd eftir því. Það er því mikið vafamál hvort þeir nokkru sinni hafa verið skildir á listrænan hátt af samtíð sinni. Jafnvel mjög ólíklegt. 011 góð list er torskiiln fyrir þá, sem ekki hafa kynnt sér tungumál listarinnar sjálfrar. Ekki hvað sízt hin ófrásögukennda nútímalist. Sú meðfædda listgáfa, sem hverri mann- eskju er í blóð borin að einhverju leyti, getur ekki notið sín að neinu gagni sé hún ekki ræktuð og þroskuð eftir beztu getu. En því miður verður oft værð lífsins yfir- sterkari áhuganum, og letin, versti óvinur mannkynsins, verður þess valdandi að slæm list verður til. Óll slæm list er búin til af letingjum fyrir letingja. Það er mikil vinna að skilja og njóta listaverks. Áhrif þau sem listaverk gefur við fyrstu kynni er að jafnaði fyrir þá, sem ekki hafa listþroska, yfirborð eitt. En hinn dýrmæti, sanni unaður listar fæst ekki fyrrihafnarlaust, frekar en annað í þessu lífi. Sá sem sér með auganu kemst aldrei að hinu raunverulegu innihaldi. „Það verður að sjá með vitinu“, sagði hinn mikli Rodin. I allri myndlist hefur aðalatriðið ætíð verið bygging verksins. Ekki hvað sízt í hinu hreina formi nútímalistar. Myndbygging er eingöngu fólgin í meðferð litar, forms og rúms. Hvert tímabil sögunnar hefur þar á sinn skilning og sína þekkingu sem er svo nátengd menningarþroska þess að kalla má myndlistina með sanni óskeikulasta menn- ingarvott hvers tímabils. Að byggja upp listaverk útheimtir ekki aðeins hugmyndaflug og listrænar tilfinningar, heldur einnig að listamaðurinn geti tamið tilfinningar og hugmyndaflug samkvæmt þroska sínum og þekkingu. I stuttu máli sagt, listamaðurinn verður að hafa vald á hugsjón sinni og kunna að notfæra sér hana. Á þann einn máta getur skapast persónu- legur stíll, sem auðvitað jafnframt verður þjóðlegur. Því þjóðlegra fyrirbrigði er ekki til en sá, sem segir algerlega hvað hann hugsar og hvernig. Listamaðurinn verður að þekkja þá möguleika, sem aðrar kynslóðir hafa skapað og bent á. Endurtekning þeirra verður andvana fálm og engin list. Það eitt getur öðlast


Septembersýningin 1952.

Ár
1952
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Septembersýningin 1952.
https://baekur.is/bok/525c0e31-f083-453f-9f73-eb6bcfd0a161

Tengja á þessa síðu: (6) Blaðsíða [4]
https://baekur.is/bok/525c0e31-f083-453f-9f73-eb6bcfd0a161/0/6

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.