loading/hleð
(21) Blaðsíða 15 (21) Blaðsíða 15
15 uppdrætti hússins; og er þaö hverjum manni auð- sætt, aÖ þessliáttar nákvæmni hefur sprottið úr kristilegri fegurðarrót, og af kærleika hans til fs- lendinga, eins og það er nýr vottur þess, hvernig hann let ser annt um að prýða og efla Reykjavík- urbæ, sem liann í mörgu lleiru hefur látið ásannast. jþannig liefur Kristjásí konúngur áttundi með öllu móti reynt til að efla heillir Íslendínga; fyrir hans tilhlutun eru öll þjóðarmálefni komin á ein- hverja hreifingu og livar sem á landið er litið, þá er nafn hans allstaðar ritað með skýru letri, sem heilar aldir fá ekki útskafið; en — grafletur hans er ritað í hjörtum Islendinga með stöfum elskunnar, sem ekki deyr, af því hún er sterkari enn dauðinn. Kristjáiv áttundi efldi ekki einúngis sjálfur Islands heillir,heldur gafhann okkur líka von um, að verkisínu mundi verða haldið áfram, þó sín missti við, meðþví liann optar enn einusinni sagði Íslendíngum, að sonur sinn mundi láta sér um það hugað að efla Islands liag, og þetta voru ekki eintóm fagurmæli; það voru að vísu fögur orð, en þau voru líka efnis mikil og vel til þess fallin, aö gjöra Kristjábí áttunda okkur ennþá minnisstæðari, ef þess væri auðið; því þau sýna okkur, hvernig hann sjálfur leit á aðgjörðir sínar og skoðaði þær eins og byrjun og undirbúníng ókomna tímans, og það líf, sem hann kveikti í þjóðar- málefnum okkar, eins og glæðíngu enn meira fjörs og frelsis; oglíkasýna þau, að niildi hans við okkur Is- lendínga var ekki snögglegt góðvildar uppþot, sem kemur fljótt og fer eins fljótt aptur, líkt og sólarglampi á sjóarbáru; heldur var hún bygð á hyggindum og samfara umhugsun um forlög okkar eptirleidis, hún var djúpt gróðursett og náteingd föðurástinni, rétt eins og hún rinni til okkar um hjarta sonar hans. 3?ess vegna treystum vér því og, að hann, sem byrj-


Sorgar-hátíð í minníngu dauða Kristjáns konúngs áttunda

Höfundur
Ár
1848
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
30


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Sorgar-hátíð í minníngu dauða Kristjáns konúngs áttunda
https://baekur.is/bok/c1067c9d-6052-485a-b460-f1aff2576a41

Tengja á þessa síðu: (21) Blaðsíða 15
https://baekur.is/bok/c1067c9d-6052-485a-b460-f1aff2576a41/0/21

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.