loading/hleð
(43) Page 41 (43) Page 41
Það er draumur að vera með dáta og dansa fram á nótt og finna hve ljúft þeir láta þá líður stundin fljótt. Þá verður lífið svo létt, þegar leióumst viö dálítið þétt. Það er draumur að vera með dáta og dansa fram á nótt. 1 Kvennó er yndislegt ungmeyjaskart og ótalmörg hjörtu sem fengu þar start. En nú er þeim bannað að notast við það, sem náttúran gaf þeim og kom þeim af stað. ÞÓ þær megi hermenn ei heyra né sjá, samt hvíslar hún Ingibjörg Há: Það er draumur að vera með dáta og dansa fram á nótt og finna hve ljúft þeir láta þá líður stundin fljótt. Og þá verður hugurinn hlýr, þegar hvísla þeir darling og dear. Það er draumur að vera með dáta og dansa fram á nótt. A æskulýðsfundi var æsingin nóg. Nú átti að sýna hvað I þjóðinni bjó. Þeir héldu þar ræður um ættjarðarást, og bannfærðu þær sem með bretunum sjást. Já, áhuginn hann var hjá strákunum stór en stelpurnar rauluðu í kór: Það er draumur að vera með dáta og dansa fram á nótt og finna hve ljúft þeir láta þá líður stundin fljótt. Að kela og kyssa alein og hvlsla svo : Do it again. Það er draumur að vera með dáta og dansa fram á nótt. Texti Reykjavíkurannáll ÞAÐ SAST EKKI SÆTARI MEY Það lenti I drætti, að móðir mín mig ætti, því hún var svo hyskið grey. En læknirinn var sóttur og loksins ól hún dóttur og það sást ekki sætari mey. En pabbi var sjálfur á sjónum alltaf hálfur svo hann gat ekki lengur sagt nei. Fyrst varð hann mjög sleginn en seinna sagði hann feginn. Nú, það sést ekki sætari mey. ::Sætari mey:: nei, það sést ekki sætari mey.


Links

Syngjandi sokkar

Year
1978
Language
Icelandic
Keyword
Pages
52


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Syngjandi sokkar
https://baekur.is/bok/001411646

Link to this page: (43) Page 41
https://baekur.is/bok/001411646/0/43

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.