
(6) Blaðsíða 2
2
þungbæru daga, sem þú hcíir látið yfir oss
líða á lyktuðum vetri; en ekki til þess að
mögla við þig, sein einn átt ráð á að
gjöra allt er þú villt, og ekki til þess að
vanþakka þðr, sem ætíð gjörir betur við
oss heldur enn ver vinnum til. Nei, ver
minnumst þeirra einmitt til að þakka þer
fyrir þá af auðmjúku hjarta, til að þakka
þðr fyrir það að þeir eru nú afstaðnir með
öllum þeirra þrautum, og vðr hingað komnir
fyrir krapt þinnar miskunsemi. Ver minn-
umst vetrarins til að þákka þðr fyrir allt
hið góða, sem þú veittir oss á honum,
fyrir það að þú viðhelzt lífi voru og lífs-
björg, heilbrigði vorri og kröptum, fyrir
það að þú varðveittir oss frá svo mörg-
um skaða og háskasemdum, fyrir það að
þú fylgdir oss með þínu orði og anda,
fyrir það að þú enn þá gafst oss dýrmæt-
ar náðarstundir, gafst oss frest til að snúa
oss og bæta ráð vort, gafst oss óteljandi
uppörfanir til að leita þín og frelsa sálir
vorar. Já, ver minnumst sðr í lagi bar-