
(8) Blaðsíða 4
4
um fest augu vor við þessa jörð og það
sem vðr á henni reiknum hlutskipti vort,
ef ver í stað þess að upphefja höfuð vor,
sem þeir er í serhverri þrenging vita það
að endurlausn þeÍTra tekur að nálgast,
höfum verið hreldir og hugsjökir, eins og
þeir sem enga von hafa. 0 faðir, fyrir-
gef oss, þínum breisku börnum alla fast-
heldni vora við hin fallvöltu gæði þessa
heims, allan vorn óþarfa kvíða, þegar vðr
höldum þau verði frá oss tekin, alian vorn
ótilhlýðilega söknuð, þegar ver erum búnir
að missa þau. Fyrirgef oss hina miklu
synd óánægju vorrar og vanþakklætis, þeg-
ar dagarnir eru öðruvísi enn vðr óskum oss;
fyrirgcf oss hina miklu synd óþolinmæði
vorrar, þegar hönd þín leiðir oss örðuga
vegu um dimma dali. Fyrirgef oss hina
miklu synd vantrúar vorrar, að vðr ekki
ætíð skulum framganga með öruggu trausti
til þinnar alvísu umhyggju, fagnandi af
þinni föðurclsku, óhultir í þínum föður-
faðmi. 0, skapaðu nú í oss með nýu