loading/hleð
(7) Blaðsíða 3 (7) Blaðsíða 3
FORMALSORÐ Grein þessi, Nokkur orð um íslenzkt skrifletur, eftir Björn Karel Þórólfsson, sem hér birtist Ijósprentuð og búin til sérstakrar útgáfu, kom upphaflega fyrir sjónir lesenda í Árbók Landsbókasafns 1948—49, V.-VI. árgangi, Reykjavík 1950, bls. 116- 152. Auk sögulegrar lýsingar á þróun stafagerðar frá fornu fari í hinum íslensku handritum voru einnig birtar skýringarmyndir sem sýnishorn uin þær breytingar er verið var að lýsa, sem og stafrétt umritun á þeim textum til núverandi leturtákna, þar sem jafnframt endurspegluðust aðferðir fræðimanna við útgáfur ritaðs máls frá fyrri öldum. Allt frá þeim tíma sem hér um ræðir hefur þessi grein Björns Karels verið grundvallarefni til leiðbeiningar um handritalestur og handritaútgáfu, meðal annars við Háskóla Islands. Árbókin er hins vegar löngu orðin ófáanleg. Hvað varðar þær Ijósmyndir, sem birtar voru sem lýsandi dæmi um skriftarþróunina, höfðu nokkrar þeirra prentast fremur illa og voru auk þess allar svart-hvítar að tæknilegum hætti síns tíma. Margar þeirra hafa því skilað sér enn verr í ljósritum sem nemendur hafa gjarnan reynt að notast við í námi sínu. Af þessum orsökum hefur því nú verið brugðið á það ráð að mynda á ný öll rithandasýnishomin, vitaskuld í lit, og setja þau í ramma hinna fyrri dæma á viðkomandi stöðum. Eru þessar nýju myndir fengnar hver frá sínu varðveislusafni. Ekki á því lengur við það sem fram kemur um sumar eldri myndskýringanna sem voru teknar úr öðrum útgáfuritum. Þegar hugað er á hinn bóginn að þeim textum, sem fylgt hafa og fylgja handritamyndunum og eiga að vera útgáfuréttar umritanir á því er þar stendur skrif- að, má vera ljóst að ekki er leyst úr öllum rithandafræðilegum viðfangsefnum eins og venja er í nútíma textaútgáfum, auk þess sem þar leynast einnig villur á fleiri en ein um stað, aðrar en þær sem getið er í athugasemdum. Eins og fyrr segir er hér ekki hreyfit við þessum atriðum, enda aðeins um að ræða Ijósprentaða endurútgáfu hins ritaða orðs, þótt skipt hafi verið um myndirnar til stórbóta fyrir hvern þann sem vill kynna sér þetta efni. - Öðru máli gegnir að ekki þykir annað við hæfi en benda á bagalega ónákvæmni sem helst varðar safnmark þeirra handrita er sýnishorn hafa verið tekin úr og varðveitt eru í Landsbókasafni: Undir 14. mynd á að standa Lbs. 1235, 8vo (ekki 4to), 26. mynd 54. ríma (ekki 50. ríma) og þar á stærðartáknið að vera 4to (ekki 40), 30. mynd ÍB 67, 4to (ekki Lbs.), og loks er ekki bent á hvar sé að finna bréfið á 36. mynd, en það er í Lbs. I 830, 4to. - Þá er þess að geta að 7. mynd hefur safnmark AM Fasc. XIII, 4 -en önnur myndasýnishorn þar sem ekki er tilgreindur varðveislustaður, það er nr. 2, 10, 11, 12, 16, 18, 27, 28, 29 og 34, eru úr Þjóðskjalasafni. Ögmundur Helgason 3
(1) Band
(2) Band
(3) Saurblað
(4) Saurblað
(5) Blaðsíða 1
(6) Blaðsíða 2
(7) Blaðsíða 3
(8) Blaðsíða 4
(9) Blaðsíða 5
(10) Blaðsíða 6
(11) Blaðsíða 7
(12) Blaðsíða 8
(13) Blaðsíða 9
(14) Blaðsíða 10
(15) Blaðsíða 11
(16) Blaðsíða 12
(17) Blaðsíða 13
(18) Blaðsíða 14
(19) Blaðsíða 15
(20) Blaðsíða 16
(21) Blaðsíða 17
(22) Blaðsíða 18
(23) Blaðsíða 19
(24) Blaðsíða 20
(25) Blaðsíða 21
(26) Blaðsíða 22
(27) Blaðsíða 23
(28) Blaðsíða 24
(29) Blaðsíða 25
(30) Blaðsíða 26
(31) Blaðsíða 27
(32) Blaðsíða 28
(33) Blaðsíða 29
(34) Blaðsíða 30
(35) Blaðsíða 31
(36) Blaðsíða 32
(37) Blaðsíða 33
(38) Blaðsíða 34
(39) Blaðsíða 35
(40) Blaðsíða 36
(41) Blaðsíða 37
(42) Blaðsíða 38
(43) Blaðsíða 39
(44) Blaðsíða 40
(45) Blaðsíða 41
(46) Blaðsíða 42
(47) Saurblað
(48) Saurblað
(49) Band
(50) Band
(51) Kjölur
(52) Framsnið
(53) Kvarði
(54) Litaspjald


Nokkur orð um íslenskt skrifletur

Ár
2004
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
50


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Nokkur orð um íslenskt skrifletur
https://baekur.is/bok/1da1eeca-1d05-470d-aac4-a8908537b5d7

Tengja á þessa síðu: (7) Blaðsíða 3
https://baekur.is/bok/1da1eeca-1d05-470d-aac4-a8908537b5d7/0/7

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.