loading/hleð
(12) Page 12 (12) Page 12
12 ÞJÓÐVILJINN: Sýning Kjarvals í Markaðsskálanum. Það var lítil, yfirlætislaus auglýsing, sem ég leit í einu dagblaði bæjarins, hún tilkynti opnun á málverkasýningn í Markaðsskálanum. Þess var eigi getið, hver málarinn væri. En það barst út, Kjarval hafði opnað sýningu. Það er altof sjaldgæfur viðburður, að Kjarval haldi sýningu, þó er hann líklega langafkastamestur allra íslenskra málara. Það þekkja allir Kjarval og allir segja af honum siigur og brandara. Hann er engu síður sérkennilegur maður en málari, @g það er þetta sérkennilega við hann, sem menn leggja mis- jafnan skilning í, sem fer eftir greind hvers eins. Háð hans og biturleiki í sviirum er ekki óþekt fyrirbrigði meðal gáfaðra afburðamanna, er lifa við skilningsleysi og ill kjör sína stuttu ævi. Manni dylst það ekki, er maður mætir hinni miklu per- sónu Kjarvals, að yfir henni hvílir sálrænn glæsileiki, sem svo víða kemur fram i verkum þess mikla meistara. Eg lagði leið mína niður í Markaðsskála síðastl. sunnu- dag, það var ekki í þeim tilgangi, að skrifa um sýning- una, heldur til þess að njóta áhrifa listaverkanna. En þrátt fyrir það, þótt vika sé liðin og meir, frá því sýningin var opnuð, þá hefi ég hvergi litið grein um hana i blöðunum. Hvar eru nú allir list-gagnrýnendurnir? Það hefir ekki verið skortur á þeim hjá sumum blöðunum að minsta kosti, og þvi þegir útvarpið um sýninguna; það er þó vant að tala um alt milli himins og jarðar, hvort sem það þekkir það eða ekki, og þó hvað mest, ef engan varð- ar um það. Það er óvenjulegt fyrirkomulag á sýningunni að j)ví leyti lii, að þar er engin sýningarskrá, myndinar eru ónúmer- aðar, það skiftir líka engu máli fyrir listamanninn, sem hlýtur að skilja vel það skilningsleysi, sem hann á við að búa meðal þjóðar sinnar. Yfirleitt eru myndir þær, sem þarna eru, mjög glæsileg- ar. Það er erfitt að tala um einstakar myndir þar, svo ekki valdi misskilningi, þar sem ekki er hægt að gefa upp númer.


Málverkasýning Kjarvals

Year
1939
Language
Icelandic
Pages
14


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Málverkasýning Kjarvals
https://baekur.is/bok/316b58da-9095-4470-a810-6d879a3e6772

Link to this page: (12) Page 12
https://baekur.is/bok/316b58da-9095-4470-a810-6d879a3e6772/0/12

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.