loading/hleð
(6) Blaðsíða 6 (6) Blaðsíða 6
G til þjó'ðarinnar, að hann bæði afsökunar á því, að hann væri til. Það er leiðinlegt, að Kjarval skuli halda að hann þurfi að leggja sig i lima að vera að öllu leyti öðruvísi en aðr- ir menn, þó hann máli öðruvísi en aðrir. Og þó hann halöi að þetta sé „auglýsing“ fyrir sig, að fara laumulega með sýningu, sem hann þarf að fá 5000 gesti til að skoða, þá verður það ekki auglýsing fyrir sýningum hans. — Það er áreiðanlegt. Og vilji hann endilega láta fólk vita, að hann sé sér- kennilegur málari og sérkennilegur maður, þá auglýsir hann það best með því, að fá fólk til að koma á sýning- una í Markaðsskálnum. Mér dettur ekki i hug að dæma hér um listgildi þessara mynda Kjarvals. En það geta menn verið alveg vissir um, að sýningin er skemtileg, hvað sem öðru líður. Á flestöllum myndunum er Vífilsfell í einhVerri mynd, stórt eða smátt, bjart eða dimt, þetta einkennilega fjall, sem séð frá Svínahrauni er eins og hestur sem ennþá er hálfpartinn i kafi í hinu ómótaða fjalli, eins og þetta kletta- hross sé farið að hrista af sér óskapnað fjallsins og muni á næsta augnabliki lyfta hausnum upp og frísa á móti kvöldsólinni. í þessu umhverfi, með þenna hálfmyndaða fjallhest fyr- ir augum, hefir Kjarval verið nótt og nýtan dag undan- farin ár, og leikið sér að því, að mála hraunið, með öll- lun sínum dýrðlegu mosalitum, sem verða eins og kunnugt er ennþá dýrðlegri í pensli Kjarvals en óskáldleg augu geta séð þá. En hraunið hefir haft honum annað að bjóða. Úr þvi hafa orðið hin furðulegustu myndir, fyrir augum Kjarvals, stundum andlit, styndum alls konar fólk — eins og þegar þjóðtrú, myrkfælni eða innblásið ímyndunaraflið gerir alla náttúruna í kringum mann morandi af lifi. Engin ástæða er til að fárast um þó að málarinn hafi ekki gengið nákvæmar frá hverri mynd, en náttúran sjálf gekk frá hestinum í Vífilsfelli. Sýningin er opin í dag. Velunnarar Kjarvals gera ekkert betra með þá stund, sem fer í að sjá sýningu þessa. Og


Málverkasýning Kjarvals

Ár
1939
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
14


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Málverkasýning Kjarvals
https://baekur.is/bok/316b58da-9095-4470-a810-6d879a3e6772

Tengja á þessa síðu: (6) Blaðsíða 6
https://baekur.is/bok/316b58da-9095-4470-a810-6d879a3e6772/0/6

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.