loading/hleð
(9) Blaðsíða 9 (9) Blaðsíða 9
9 VÍSIR: Hjlómleikar á sýningu Kjarvals. í gærkvöldi kl. ö—7 léku Billich og Valenta á mála- verkasýningu Kjarvals í Markaðsskálanum. Virtist ný- breytni þessi vel þegin af bæjarbúum, því að þeir fjöl- mentu mjög á sýninguna. Er nýbreytni þessi hin athyglisverðasta og listunnend- ur munu kunna Kjarval miklar þakkir fyrir að ríða þarna á vaðið. Öllum, sem á sýningunni voru, meðan á bljóm- leikunum stóð, mun hafa verið það ljóst, hve fagrir hljóm- ar eiga vel við lili, En manni er samt næst að halda, að hljómar eigi alveg sérstaklega vel við málverk Kjarvals, því það er því líkast, sem þau séu hygð upp af „músik“ i hiinun fjölþættustu blæbrigðum og tóntegundum. Það er hljómrænn hrynjandi í málverkunum hans, stundum vold- ugur symfoniskur kraftur, sem alt ætlar um koll að keyra, en svo þess á milli mjúk og angurvær kyrð, ljúf og dreym- andi eins og seyðandi kvöldóður í rökkri. Hugmyndaflugið og æfintýrablærinn í málverkum Kjar- vals nýtur sín alveg sérstaklega vel í samræmi við hljóma og það er eins og þeir knýi mann ósjálfrátt lil að sjá hin- ar sömu sýnir og listamaðurinn, sjá þær dularfullar, en samt Ijóslifandi fyrir hugskotssjónum sínum. Þannig þyrftu menn oftar að njóta málverka — og sér- staklega málverka Kjarvals. VÍSIR: Málverkasýningin í Markaðsskálanum. Þegar Jóhannes Sveinsson Kjarval varð fimtugur, beittu nokkrir góðvinir hans sér fyrir því, að mikil sýning var haldin í Mentaskólanum á verkum hans. Gaf sú sýning liina ágætustu hugmynd um list og afköst þessa einstaka


Málverkasýning Kjarvals

Ár
1939
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
14


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Málverkasýning Kjarvals
https://baekur.is/bok/316b58da-9095-4470-a810-6d879a3e6772

Tengja á þessa síðu: (9) Blaðsíða 9
https://baekur.is/bok/316b58da-9095-4470-a810-6d879a3e6772/0/9

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.