loading/hleð
(10) Blaðsíða 6 (10) Blaðsíða 6
6 lim þeim, sem harma hinn framliðna. Og Guði sé lof! J)ó hér sé mikið sorgarefni, þá er hér líka mikið, sem sætta má alla við þennan sorgaratburð. J.Ó hér sé eptir þeim manni að sjá, sem að mörgu var merkur, og margur má sárt sakna, þá er frá- fall hans þó ekki eins sorglegt eins og það er opt annars, þegar dauðinn sveiflar sigðinnií flokk hinna lifandi. Að vísu gátu menn vonað, að dvöi hans hér í heimi kynni enn að vara nokkra stund, ná- nngum hans og ástvinum til yndis og aðstoðar; en honum var þó ekki, eins og opt ber annars við, burtu svipt á vordögum lífsins eða um hásumar æf- innar, heldur hafði hann þegar náð elliárunum, þegar náð þeirri áratölu, sem Móses til nefnir í sálmi sínum, er hann segir: »Vorir æfidagar eru sjötíu ár« (Sálm. 90, 10.). Kveldið var hér komið, svo nóttin hlaut að vera í nánd. Að vísu hefði hann enn getað mikið framkvæmt og mörgu góðu til leiðar komið, ef Guði hefði þóknazt, að veita honum lengur líf og krapta; en hann er þó ekki burtkallaður að nýbyrjuðu eða hálfunnu dagsverki æflnnar, heldur hafði hann þegar af lokið miklu, fögru og gagnlegu lífssfhrfl. Vinnutíminn var orð- inn langur og iðnin hafði verið einstök; þess vegna var hann orðinn þreyttur og þurfti hvíldarinnar við. Að vísu hefur það félag, sem hann lifði í, við frá- fall hans misst góðan og uppbyggilegan félagsmann. En þó hann sé horfinn úr þessu félagi, þá eru verk hans þó ekki horfin og dæmi hans ekki liðið undir lok, heldur getur það enn um langa tíma verið til


Útfararminning Jóns Jónssonar hreppstjóra á Elliðavatni

Höfundur
Ár
1863
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Útfararminning Jóns Jónssonar hreppstjóra á Elliðavatni
https://baekur.is/bok/349b1cf9-fa83-4079-93b8-1912fae23d57

Tengja á þessa síðu: (10) Blaðsíða 6
https://baekur.is/bok/349b1cf9-fa83-4079-93b8-1912fae23d57/0/10

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.