loading/hleð
(17) Blaðsíða 13 (17) Blaðsíða 13
13 það hæli, sem opt verður þeim til Iifsviðurlialds. í sinni eigin sveit var hann lengi álitinn einhver hinn bezti félagsbróðir, og um það langa tímabil, sem hann tók þar þátt í Sveitarstjórn, þótti hann jafnan góðnr liðsmaður, bæði fyrir greind sína, ráðdeild og framkvæmdarsemi. Já, hve mikils met- andi hann var í sinni stétt, það var og opinberlega viðurkennt, því bæði var hann af konungi sæmd- ur með heiðtirsmerki því, semnefnist: »ærnlaun i ðj u og hygginda tii eflingar almennra heilla«, og' hið konunglega landbústjórnarfélag veitti honum einnig heiðursgjöf. Á sínu eigin heimili, þar sem var hið daglega framkvæmdarsvið þessa framliðna, var hann næsta mikilsverður. þar bar flest vitni um hinn góða, atorku- og umhyggjusama húsföður, en margt og svo um hagleik hans og snilld. Og þó var í raun réttri þetta ekki hið mest verða, sem þar var að sjá og ftnna. Hitt var meira í varið, að sjá þá reglu og siðsemi, sem jafnan prýddi heimilið, og um leið hinn sanna mannkærleikann, sem þar bjó. f>ess nutu ekki einungis þeir, sem á einhvern veg stóðu heimilinu nær, heldur einnig gesturinn og hinn framandi. það var hvorttveggja, að þessi fram- liðni var lengi húsfaðir, enda munu fúir hafa hýst Heiri gesti en hann, og heimili hans lááþeim stað, að það voru opt þeir, sem sér í lagi þurflu hjúkr- unar við; enda var hún jafnan látin í té bæði með alúð og nákvæmni; það var gjört af glöðn og fúsu hjarta, að hýsa gestinn , seðja hinn hungraða,


Útfararminning Jóns Jónssonar hreppstjóra á Elliðavatni

Höfundur
Ár
1863
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Útfararminning Jóns Jónssonar hreppstjóra á Elliðavatni
https://baekur.is/bok/349b1cf9-fa83-4079-93b8-1912fae23d57

Tengja á þessa síðu: (17) Blaðsíða 13
https://baekur.is/bok/349b1cf9-fa83-4079-93b8-1912fae23d57/0/17

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.