loading/hleð
(19) Blaðsíða 15 (19) Blaðsíða 15
þeirra velferðar gat heyrt. En nóttin kom og því verki varð ekki lengur unnið, en vitum það og treystum því, að því verður fram haldið af hon- um, sem hefur myndað hið góða föðurhjarta, og er sjálfur vor allra góður og miskunnsamur faðir. þannig var það í öllu falli merkur og mikils-- verður meðbróðir, sem liér hefur burt kallazt, ástsæli og vel virtur fyrir mannkosti sína og alla fram- göngu, sem á hvern veg bar vitni um hinn sanna heiðursmann. Dagsverk hans var mikið, og það; var að því skapi heiðarlega unnið; hjá honum skart- aði, i hverri köllun sem honum var fengin, hin sanna skyldurækt; hana geymdi hann allt til endar hverjir örðugleikar sem honum svo mættu. Og það er þetta, með hverju maðurinn s)'nir það í verki, að liann varðveitir trúna og berst hinni góðu baráttu; og fagurt horflr uppskerudagsins morgun- við hverjum þeim, sem bjó sig undir hann með því, að verja þannig lífsstundum sínum, Hins aldr- aða manns, sem hér hafði unnið trúr allt til dauð- ans í heiðarlegri köllun, verður saknað af oss öll- um. En gætum þess, að við þær tilflnningar sam- einum vér og svo þakklætið til Drottins, því það er mikil gjöf frá honum, að fá lengi notið þeirra, sem með hinni sönnu trú og dyggð prýddu félagið og unnu öðrum til gagns. Og þegar þeir saddir líf- daganna hverfa frá oss, þökkum og svo Drottni, sem kallar hinn trúlynda á æfinnar kveldi til síns fagnaðar, og gefur honum þá réttlætisins kórónu,- sem honum var afsíðis lögð


Útfararminning Jóns Jónssonar hreppstjóra á Elliðavatni

Höfundur
Ár
1863
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Útfararminning Jóns Jónssonar hreppstjóra á Elliðavatni
https://baekur.is/bok/349b1cf9-fa83-4079-93b8-1912fae23d57

Tengja á þessa síðu: (19) Blaðsíða 15
https://baekur.is/bok/349b1cf9-fa83-4079-93b8-1912fae23d57/0/19

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.