loading/hleð
(11) Blaðsíða 7 (11) Blaðsíða 7
7 I. INNGANGSBRJEF TIL ÁSTAMÁLA. Karlmaður óskar þess brjeflega, að kynnast nánar ungri stúlku. 1. Háttvirta ungfrú! þjer hafið haft mikil áhrif á huga minn, og þess- vegna leyfi jeg mjer með línum þessum að spyrjast fyrir um, hvort mjer megi hlotnast sá heiður og gæfa, að kynnast yður nánar. Bið jeg yður þess, að taka þetta brjef ekki sem vott um framhleypni af minni hálfu, en í hjarta mínu finn jeg, að mjer muni verða það til gleði, ef þjer vilduð leyfa mjer að hitta yður. Jeg híð svars yðar með óþreyju. Yðar með virðingu (nafnið) Eins og sjá má af þessu brjefi, eru orðin fá og setningarnar stuttar, og þannig á bónorðsbrjef að vera nú á tímum. Brjefið verður viðfeldnast á þann hátt. I gamla daga höfðu menn mörg orð og mælgi, er biðill gæti ómögulega notað nú,nema að gera sig hlægi legan. Mörgu orðin hafa líka þreytandi áhrif á þann, sem les. Brjef verður því jafnan að vera svo stutt- ort sem mögulegt er, en þó vitanlega ekki svo, að til þess verði tekið. Alt er undir því komið, að finna fá en rjett orð, og segja það í fáum línum, sem manni


Ástabrjef

Höfundur
Ár
1923
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Ástabrjef
https://baekur.is/bok/44098f83-a3de-47f1-b3dd-bf398fcffb4d

Tengja á þessa síðu: (11) Blaðsíða 7
https://baekur.is/bok/44098f83-a3de-47f1-b3dd-bf398fcffb4d/0/11

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.