loading/hleð
(26) Blaðsíða 22 (26) Blaðsíða 22
22 Svar. Ástkæri vinur! í glcði minni yfir að hafa fengið brjef yðar, flýti jeg mjer að gefa yður það svar, sem jeg ber í hjarta mínu. Jeg er yðar, jeg hefi lengi elskað yður. Yðar trúlynda Svar l. (nafnið) Mesta gæfa, sem hlotnast getur nokkrum manni, er sú, að ía góða, trygga og ástúðlega eiginkonu, og þessa eiginleika hafið þjcr, kæra Elin. þessvegna hika jcg ekki við að bjóða yður hönd mina og hjarta, og með því að jeg veit, að við eigum lund saman, trúi jeg því statt og stöðugt, að hjónaband okkar verði gæfusamlegt. Hvað álítið þjer um þetta, kæra Elín? Jeg þrái svar yðar sem fyrst. Yðar einlægur 15. Elskaða Elín! (nal’nið) Ástkæri Pjetur! Bestu þakkir fyrir ástúðlegt. brjef yðar, sem jeg fjekk á þessari stundu. Jeg vil taka mjcr í munn orð yðar og segja, að mesta gæfa, sem konu geti hlotn- ast, sje sú, að fá góðan mann. Og það veit jeg að þjer eruð, ástkæri vinur, og þessvegna gef jeg yður með innilegri gleði og ánægju hönd mína og hjarta. Yðar trúlynda og hamingjusama (nafnið)


Ástabrjef

Höfundur
Ár
1923
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Ástabrjef
https://baekur.is/bok/44098f83-a3de-47f1-b3dd-bf398fcffb4d

Tengja á þessa síðu: (26) Blaðsíða 22
https://baekur.is/bok/44098f83-a3de-47f1-b3dd-bf398fcffb4d/0/26

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.