loading/hleð
(28) Blaðsíða 24 (28) Blaðsíða 24
24 17. Hjartans clsku ungfrú Karen! Frá sólarupprás til sólarlags eruð þjer ávalt í huga mjer. Ó, að jeg gœti sagt yður, hve heitt jeg elska yður, og hve hamingjusamur jeg væri, ef þjer gæf- uð mjer hjarta yðar og traust. Hjartkæra ungfrú Karen! .Teg fell til fóta yðar og kyssi í lotning hinar fögru hendur yðar, í þeirri leyndu von, að þjer veit- ið hjarta mínu þá sælu, að verða mín um alla eilífð. Bænheyrið mig, elsku Karen, og jeg mun verða yður tryggur og ástúðlegur eiginmaður. Alt skal jeg gera til þess að gera yður lífið bjart og hamingju- samt. Sendið mjer svar — fyrir aila muni. Yðar til dauðans trúlyndi og einlægi vinur (nafnið) Svar. Herra (nafnið) Brjef yðar hefir haft djúp áhrif á mig, og jeg bið yður að vera sannfærðan um einlæga virðingu mína fyrir yður, en hjarta mitt er ekki óbundið. Æskuvin- ur minn, sem farinn er til Ameríku fyrir nokkrum árum, tók fyrir burtför sína það loforð af mjer, að jeg skyldi biða hans þangað til hann kæmi aftur og ekki heitast nokkrum öðrum manni. petta loforð vil jeg ekki rjúfa, og verð því að segja yður, hversu þungt sem mjer fellur það, að jeg get ekki orðið við bón yðar. í von um, að þjer virðið trygð mína við gefin lof-


Ástabrjef

Höfundur
Ár
1923
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Ástabrjef
https://baekur.is/bok/44098f83-a3de-47f1-b3dd-bf398fcffb4d

Tengja á þessa síðu: (28) Blaðsíða 24
https://baekur.is/bok/44098f83-a3de-47f1-b3dd-bf398fcffb4d/0/28

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.