loading/hleð
(5) Blaðsíða [3] (5) Blaðsíða [3]
NOKKUR ORÐ UM LIST Þær óvinsældir, sem öll góð list allra tíma hefur átt við að stríða hjá almenningi, er hvorki óeðlilegt né óskiljanlegt fyrirbrigði. Það er ekki eingöngu í nútímanum, að sú list sem sækir á brattann og brýtur í hág við smekk og þekkingu samborgarans, sé talin vitleysa ein og hégómi og jafnvel heila- spuni duttlungafullra listamanna. Mannfólkinu hefur jafnan verið tamara að dæma með fordómum en víðsýni. Það gleymist oft að misjafnt er mönnunum gefnir hæfileikar til hinna ýmsu hluta í þessari veröld. Það bil, sem virðist vera millum hins skapandi listamanns og áhorfandans í dag, er hvorki stærra né minna en verið hefur frá ómunatíð. Ef einhver heldur að þeir gömlu meistarar, sem í dag eru taldir máttarviðir listarinnar, hafi haft almenningshylli og verið skildir af samborgurum sínum, er það algerlega rangt. Hve lengi var ekki tónskáldið Bach gleymt? Hver voru ævikjör Rembrandts? Hvar var hylli Van Gogh og hvar var skilningur Frakka á verkum meistarans Cézanne? Dæmin eru allt að því eins mörg og meistararnir. Það er staðreynd, sem við ættum að muna og læra af. Að vísu stóð mikill ljómi um marga hina gömlu meistara, en ef marka skal umsagnir samtíðarmanna þeirra margra, komumst við að þeirri niðurstöðu, að ljóminn var að- allega fólginn í skilningi samborgara á frásögugildi verkanna en ekki hinu myndræna. I þátíð hafði myndlistin að vísu vafasamt frásögugildi, sem hæglega má sjá á gömlum andlitsmyndum, oft af sama þjóðhöfðingja, gerðum af mismunandi listamönnum á þann hátt, að þessi eina persóna verður hvergi þekkjanleg sem hin sama í mismunandi verkum listamanna.


Septembersýningin 1952.

Ár
1952
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Septembersýningin 1952.
https://baekur.is/bok/525c0e31-f083-453f-9f73-eb6bcfd0a161

Tengja á þessa síðu: (5) Blaðsíða [3]
https://baekur.is/bok/525c0e31-f083-453f-9f73-eb6bcfd0a161/0/5

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.