loading/hleð
(9) Blaðsíða [7] (9) Blaðsíða [7]
SOFN KREFJAST FRELSIS LISTUNUM TIL HANDA Fyrir NOKKRIJ birtist eftirfarandi yfirlýsing í ameríska dagblaðinu New York Times, sem vegna hins almenna gildis á einnig er- indi til íslenzkra lesenda. Að yfirlýsingunni standa forstöðumenn eftirtalinna lista- safna: The Museum Of Modern Art í New York, Whitney Museum Of American Art í New York og Institute of Contemporary Art í Boston. Yfirlýsingin hljóðar á þessa leið: Yfirlýsing þessi er gerð í þeirri von að henni mætti takast að skýra algengar mót- sagnir í ummælum um nútímalist sem rugla almenning og skaða listamanninn. Til- gangur hennar er ekki að hindra heiðarlegan skoðanamun, heldur einungis að setja fram meginreglur, sem vér erum ásáttir um. Athafnasvið nútímalistar er afar umfangs- mikið og gætir þar margra mismunandi sjónarmiða og stíltegunda. Vér mótmælum sérhverri tilraun til að nota orð vor til framdráttar neinu einu einstöku sjónarmiði. Vér lýsum yfir trausti voru á varanlegu gildi hinnar svokölluðu nútímalistar, þeirri fjölbreytilegu stefnu, er hófst við upphaf tuttugustu aldarinnar og skapað hefur frum- legustu og markverðustu listaverk okkar tíma. Vér álítum, að nútímastefnan í listum hafi ekki einungis verið lífrænt afl á brautryðjendastigi sínu, heldur sé hún það einnig nú í dag, eins og sannast á því, að listamenn ungu kynslóðarinnar hafa varðveitt hæfi- Ieikann til að finna ný form fyrir nýjar hugmyndir. Vér höldum því þó ekki fram, að nýjungin í sjálfu sér sé nokkur trygging fyrir list- gildinu. Vér álítum það frumskyldu nútímalistasafns að veita viðtöku nýjum stefnum og hæfi- leikum. Reynsla sögunnar kennir oss, að í listum, eins og á öðrum sviðum skap- andi starfsemi, nýtur hið nýja í fyrstu einungis stuðnings tiltölulega lítils hluta almenn-


Septembersýningin 1952.

Ár
1952
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Septembersýningin 1952.
https://baekur.is/bok/525c0e31-f083-453f-9f73-eb6bcfd0a161

Tengja á þessa síðu: (9) Blaðsíða [7]
https://baekur.is/bok/525c0e31-f083-453f-9f73-eb6bcfd0a161/0/9

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.