loading/hleð
(22) Blaðsíða 16 (22) Blaðsíða 16
16. Á arsfundum ILO hafa allt frá því" á árinu 1930 verið samþykktir fjölmargir sáttmalar er varða rettindi kvenna. Tveir þeir mikilvæg- ustu eru um sömu laun fyrir sömu vinnu (frá 1951) og sáttmáli um afnam misrettis að þvi er varðar starfskjör og ráðningu (frá 1958). Meginhluti starfsemi ILO i hinum ýmsu löndum er i tengslum við mal er varða mannafla og þar er ekki gerður greinarmunur á körlum og konum. Þegar um er að ræða mannaflaáætlanir og mannaflaspár þá er lögð jafnþung áherzla á hlut kvenna og karla. Þessi afstaða hefur i sumum tilvikum gert það að verkum, að ríkisstjórnir hafa gert ser ljosari grein fyrir serþörfum og vandamálum kvenna. Allir þessir alþjóðasáttmálar hafa öðlast gildi. Norðurlöndin öll hafa staðfest báða ILO sáttmálana, en Unesco sáttmálann hafa Dan- mörk, Finnland, Noregur og Svýþjóð þegar staðfest. Tilmæli Kvenrettindanefndin hefur fjallað um lagalega stöðu giftra kvenna allt frá því" að nefndin tók til starfa á árinu 1946. Það ár fór Efnahags- og felagsmálaráðið þess á leit við aðalframkvæmdastjóra samtakanna, "að hann gerði ráðstafanir til þess að gerð yrði nákvæm og ítarleg at- hugun á stöðu kvenna og hvernig löggjöf um það efni væri beitt". Frá aðalframkvæmdastjóranum bárust allmargar skýrslur, sem byggðar voru á svörum við spurningalista, sem ríkisstjórnum var sendur. Á grundvelli þessara skýrslna sendu Sameinuðu þjóðirnar rikisstjórnum siTðan tilmæli um ákveðnar aðgerðir. Árið 1968 taldi nefndin, að þörf væri frekari athugana á þessu mikilvæga sviði og ákvað að ráðast i athugun á stöðu kvenna i einka- málalöggjöf, einkum að þvi er varðaði 6. grein yfirlýsingarinnar um afnám misrettis gagnvart konum, og að athuga serstaklega hvaða breytingar hefðu átt ser stað. Meðal þess sem kannað er, er eftir- farandi: (a) gjörningshæfi (þar meðtalið ferðafrelsi, buseta og fast aðsetur) (b) eignarrettur, (c) ógilding hjuskapar og skilnaður að lögum og (d) foreldravald og skyldur. Buizt er við að þessari könnun á stöðu kvenna á sviði einkamálarettar verði lokið árið 1980. Eftirfarandi er meðal meginatriðanna ifþessu sambandi: ☆ Efnahags- og felagsmálaráðið hefur látið Tljós þá tru, að það að makar deili með ser ábyrgð, forrettindum og skyldum i hjónabandinu, se ekki aðeins konunni til góðs, heldur og allri fjöls.kyldunni. Með það i huga beindi ráðið þeim tilmælum til ríkisstjórna árið 1953, að þær beittu öllum tiltækum ráðum til að tryggja jafnræði um rettindi og skyldur hjá hjónum að því" er varðaði fjölskyldumál og til að tryggja konum gjörningshæfi, rett til að starfa utan heimilis, tryggja þeim rett til jafns við eiginmanninn til að eignast, stjórna, nýta og ráðstafa eignum.


Kvennaárið 1975

Höfundur
Ár
1976
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
36


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Kvennaárið 1975
https://baekur.is/bok/5290964e-31b8-47b8-8568-d2c499d5e7ad

Tengja á þessa síðu: (22) Blaðsíða 16
https://baekur.is/bok/5290964e-31b8-47b8-8568-d2c499d5e7ad/0/22

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.