loading/hleð
(23) Blaðsíða 17 (23) Blaðsíða 17
17. ☆ Árið eftir benti raðið á, að æskilegt væri að settar yrðu fastar reglur um rett konu til sameignar og sereignar i hjuskap og við lög- skilnað. Mælt var með því" að ákvæði, þar sem konunni er mismunað að því" er varðar eignarrett verði afnumin ur lögum, og að það sem er sereign við stofnun hjuskapar verði það einnig íhjuskap, en þær eignir sem aðilum kunna að askotnast 1 hjuskap hvorum fyrir sig eða sameiginlega, þeim ráði þau i sameiningu. Við skilnað se eignum, sem þeim hafa áskotnast 1 hjuskap skipt jafnt milli þeirra. ☆ Árið 1954 benti ráðið á, að löggjöf væri sumstaðar á þann veg, að karlmaðurinn geti komið 1 veg fyrir, að konan taki að ser störf upp á eigin spýtur, og sumstaðar reði hann yfir sjálfsaflafe hennar. Mælt var með þvi, að ríkisstjornir gerðu nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja rett giftra kvenna til að taka að ser störf og til að ráða yfir sjalfsaflafe sinu án þess að þar komi til samþykki eiginmannsins. ☆ Sama ár benti ráðið á, að samkvæmt löggjöf margra landa reði lögheimili mannsins lögheimili konunnar, og er stofnað væri til hju- skapar missti konan upphaflegt lögheimili sitt, en öðlaðist við stofnun hjuskapar sama lögheimili og maður hennar, sem hun sí*ðan heidi, þar til hjuskap væri slitið, jafnvel þott þau byggju hvort á sínum stað. Ráðið lýsti þeirri skoðun, að slík lagaákvæði væru osamrýmanleg þeim sjónarmiðum, er fram kæmu 1 mannrettindayfirlýsingunni um jafnretti maka í^hjuskap, og ennfremur var a það bent, að þessi ákvæði hefðu 1 för með ser serstaka erfiðleika fyrir giftar konur 1 löndum þar sem lögsaga dómstóla í'hjuskaparmálum ákvarðaðist af lögheimili málsaðila og þar sem löggjöf á þeim stað er viðkomandi á lögheimili, ræður personulegum málefnum manna. Hvatti ráðið ríkisstjórnir til að beita ser fyrir breytingum á þessu. ☆ Eftir að hafa kynnt ser skýrslu frá aðalframkvæmdastjóranum um slit hjuskapar, ógildingu hjuskapar og lögskilnað lagði Kvenrettinda- nefndin til árið 1965 á vettvangi Efnahags- og felagsmálaráðsins, að ríkisstjornir gerðu allt sem 1 þeirra valdi stæði til að tryggja jafnretti maka við slit hjuskapar, ógildingu hjuskapar og við lögskilnað. ☆ Árið 1972 gerði Efnahags- og felagsmálaráðið að tillögu Kvenrett- indanefndarinnar samþykkt um stöðu einstæðra mæðra. í þessari sam- þykkt eru almenn ákvæði, sem miða að því" að afnema lagalega ogfelags- lega mismunun gagnvart einstæðum mæðrum. Samkvæmt þessari sam- þykkt ber einstæðri móður allur rettur og skyldur sem foreldri að þvf er varðar foreldravald, framfærslu og arf. Ekki má mismuna henni að þvi er varðar felagslega aðstoð og öryggi, ne heldur að því" er varðar atvinnu, menntun og þjálfun. Samkvæmt samþykktinni má barnið bera eftirnafn móður svo ekki se ljóst, að barnið se fætt utan hjónabands.


Kvennaárið 1975

Höfundur
Ár
1976
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
36


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Kvennaárið 1975
https://baekur.is/bok/5290964e-31b8-47b8-8568-d2c499d5e7ad

Tengja á þessa síðu: (23) Blaðsíða 17
https://baekur.is/bok/5290964e-31b8-47b8-8568-d2c499d5e7ad/0/23

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.