loading/hleð
(24) Blaðsíða 18 (24) Blaðsíða 18
18. í skýrslu frá 1962, sem byggS var á spurningalista, sem sendur var ríkisstjórnum ýmissa landa var á þaS bent, aS í löggjöf einstöku landa væri réttur sumra kvenna til arftöku ekki hinn sami og karl- manna. í sumum löndum eru karlmenn látnir ganga fyrir konum um arftöku, annarsstaSar er það svo, þegar kona og karl jafnskyld hinum látna taka arf er arfhluti konunnar aSeins brot af hlut karlmannsins. Efnahags- og félagmálaráSiS beindi þeim tilmælum til ríkisstjárna að gera raSstafanir til aS tryggja jafnrétti karla og kvenna aS því" er varð- ar arftöku jafnskyldra erfingja og að afnema öll ákvæði, sem kveða á um forgangsrétt karlmanna aS því er arftöku varSar. Önnur tillaga ECOSOC, Efnahaj;s- og félagsmálaráSsins, sem byggS er á athugunum sérfræSinga 1 skattamálum, varSar nauðsyn þess, að jafnræði sé með konum og körlum að þvi er varðar skattlagningu tekna, og beinir þvi til ríkisstjórna að taka til athugunar að taka upp þá meginreglu að tryggja að ekki séu lagðir hærri skattar á tekjur hjóna, en tekjur einstaklinga. Árið 1949 ákvaS Kvenréttindanefndin að láta fara fram könnun á þvi hvernig hegningarlögum væri beitt gagnvart konum, svo og lögreglu- samþykktum og fangelsisreglum. Árið eftir benti Efnahags- og felags- málaráðið að tillögu Kvenrettindanefndarinnar, þáverandi Félagsmála- ráði (ná: Félagsmála-þróunarráSinu) á að hafa i huga viS athugun sina á aðgerðum til aS koma i veg fyrir afbrot og meðferð afbrotamanna, aS ekki ætti að mismuna konum á neinn hátt ihegningarlögum og beitingu slikra laga, og aS vera ættu ákvæði um sérþarfir kvenna i öllum reglum um náðun, skilyrta náðun, félagslega aSstoð, starfsþjálfun og endur- hæfingu. Kvenréttindanefndin hefur ekki rannsakaS þessi mál, nema þá er veriS var aS undirbua yfirlýsinguna um afnám misréttis gagnvart konum, en þá var bent a, að samkvæmt refstlöggjög ýmissa landa giltu ólík ákvæSi varSandi konur og karla um ýmis afbrot svo sem framhjáhald og jafnvel morð. Í vissum tilvikum voru lagaákvæði á þann veg, að eigin- manninum leyfðist að bera þvi við að hann hefði verið að vernda persónulegan heiSur sinn, til aS réttlæta manndráp. Í 7. grein yfir- lysingarinnar er hvatt til þess, aS afnumin verSi öll ákvæði hegningar- laga er feli i sér misrétti gagnvart konum.


Kvennaárið 1975

Höfundur
Ár
1976
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
36


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Kvennaárið 1975
https://baekur.is/bok/5290964e-31b8-47b8-8568-d2c499d5e7ad

Tengja á þessa síðu: (24) Blaðsíða 18
https://baekur.is/bok/5290964e-31b8-47b8-8568-d2c499d5e7ad/0/24

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.