loading/hleð
(11) Blaðsíða 9 (11) Blaðsíða 9
9 Ljósm. H.B.- Landsbókasafn. Almenn menningarstarfsemi Safnið kappkostar að verða við réttmætum þörfurn landsmanna um aðstöðu til fræðslu og rannsókna. Það vill sinna senr best öflun þeirra gagna sem heyra þjóðararfinum til, varðveita hann tryggilega og veita að honum aðgang, m.a. með því að nýta til þess nýjustu upplýsingatækni. Safnið hóf á öðru starfsári sínu útgáfu á fræðilegu ársriti, Ritmennt, en það er vettvangur bæði starfsmanna safnsins og notenda þess til að koma á framfæri fræðilegum skrifum sem tengjast efniskosti safnsins, ekki síst þeim sem handritadeild varðveitir. Safnið lét á fyrsta starfsári sínu gera við eiginhandarrit Hallgríms Péturssonar að Passíusálmunum. I framhaldi af því efndi safnið til vandaðrar útgáfu á handritinu. Safnið lítur á það sem sjálfsagðan þátt í starfi sínu sem ein af helstu safnastofnunum þjóðarinnar að efna til sýninga. Hefur verið urn hvort tveggja að ræða, að safnið veiti öðrum aðstöðu til sýningarhalds og efni sjálft til sýninga á menningararfi sínum. Safnið hefur reyndar verið vanbúið til þessa bæði að búnaði og mannafla, en nú hefur verið keyptur vandaður sýningarbúnaður eins og áður er getið, og aukið hefur verið við starfsmanni tímabundið vegna sýningarhalds, enda mikið af sýningum fram undan í tengslum við árið 2000. Nýtur safnið styrkja til þeirra sýninga að hluta til. Þróunarverkefni „Rafrænt bókasafn“ er ekki gamalt hugtak en lætur þó orðið kunnuglega í eyrum. Miklu fé er í grannlöndunum ráðstafað til bókasafna vegna þeirra viðfangsefna sem á bak við þetta hugtak standa - og þá ekki síst til þjóðbóka- safnanna. í okkar nýju stofnun hafa þarfirnar verið svo margar og brýnar, að lítið fé hefur verið aflögu af rekstrarfé safnsins til þróunar- verkefna á sviði rafræns bókasafns og til upplýsingatækninnar almennt. í þeim efnum hefur því meira verið treyst á styrkjafé. Fyrsta hvatningin að því leyti var eins konar tannfé sem stofnunin hlaut á opnunardegi frá NORDINFO (Norrænu samvinnunefndinni um vísindalegar upplýsingar). Með því fé var grunnurinn lagður að færslu gamalla Islands- korta í stafrænt form. Næsta verkefni markar þó meiri tímamót, en það er fólgið í því að færa íslenskt fomsagnaefni í stafrænt form. Tókst að útvega til þess bandarískan styrk sem nernur tugum milljóna íslenskra króna, og er það langhæsti styrkur sem íslensku bókasafni hefur hlotnast til þessa. Menntamálaráðuneytið veitti myndarlegt mótframlag til verkefnisins, svo og nokkrir aðilar aðrir, en samstarfsaðilar eru Cornellháskóli í Bandaríkjunum og Stofnun Áma Magnússonar á Islandi. Nú, þegar um eitt ár er eftir af styrktímabilinu, vinna um átta manns að verkefninu hér í safninu. Ljósm. H.B. - Landsbókasafn. Þriðja verkefnið af svipuðu tagi er færsla íslenskra tímarita og blaða í stafrænt form, tilraunaverkefni sem norræn þjóðbókasöfn hafa samvinnu um, en Landsbókasafn hefur fengið styrk frá Rannsóknarráði og fleiri aðilum til síns þáttar. Safnið kostar vissulega töluverðu til af eigin fjárveitingu vegna ofangreindra þróunarverk- efna, svo og til annarra skyldra viðfangsefna. En það hefur fullan hug á að sækja um frekari styrki. Það er hins vegar hamlandi þáttur hve mikla vinnu þarf að leggja fram til undirbúnings slíkra umsókna ef árangur á að nást. Sýning í desember um Carl Chr. Rafn (1795-1864), frumkvöðul að stofnun Landsbókasafns Endurbótum á aðalhæð Aragötu 3, gjöf Jóns Steffensen, lokið í desember. Háskólinn tekur hæðina á leigu frá ársbyrjun 1996 19 9 6 Sá háttur tekinn upp að hafa safnið lokað fyrsta vinnudag ársins. hann nýttur til innri starfa og landsbóka- vörður flytur yfirl itserindi á samkomu starfsmanna síðdegis Sýning á frumstofni handritadeildar opnuð í mars. Fyrsta sýning af þremur í tilefni af 150 ára afmæli deildarinnar


Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn fyrstu fimm árin

Ár
1999
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
34


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn fyrstu fimm árin
https://baekur.is/bok/56354b1d-40cb-4d95-8512-268dff5f2972

Tengja á þessa síðu: (11) Blaðsíða 9
https://baekur.is/bok/56354b1d-40cb-4d95-8512-268dff5f2972/0/11

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.