loading/hleð
(12) Blaðsíða 10 (12) Blaðsíða 10
Fjármál Um útgjöld safnsins vísast í Töflu 14. Megintekjur safnsins eru framlög ríkisins á fjárlögum. Auk þess nýtur það styrkja til ákveðinna sérverkefna og aflar sértekna fyrir þá þjónustu sem látin er í té. Þjónustutekjur hafa numið 7,8-1 i ,0% af heildargjöldum stofnunarinnar árabilið 1995-98. sambandið að því er varðar bókasöfn og skyld málefni. ESB leggur nú æ meira upp úr samstarfi bókasafna, skjalasafna og minjasafna við styrkveitingar, og þarf Landsbókasafn að taka tillit til þess. Nýskipan í rekstri Safnið starfar samkvæmt lögum nr. 71 /1994 og reglugerð nr. 706/1998. Það hefur eins og flestar aðrar ríkisstofnanir hlotið aukið sjálfstæði samkvæmt stefnu ríkisstjórnarinnar um nýskipan í ríkisrekstri. Þar á meðal hefur framkvæmd kjaramála að verulegu leyti verið færð til stofnunarinnar, og verið er að ganga frá svokölluðum árangursstjórnunarsamningi við menntamálaráðuneytið. Bakhjarl hans er stefnumótun fyrir safnið til tíu ára, svo og nánari skilgreining markmiða í framkvæmdaáætlun sem tekur til þriggja ára. Stefnumótunarskjalið hefur verið gefið út undir heitinu Þekking,vísindi og menning við aldaskil. Fjölþjóðleg samvinna Samkvæmt lögum er safninu ætlað að taka þátt í fjölþjóðlegu samstarfi á sviði rannsóknar- bókasafna. Það hefur því lagt sig eftir samstarfi við hliðstæðar stofnanir erlendis, og sem þjóðbókasafn sinnir það ákveðnum þáttum upplýsingamála á landsvísu. Nærtækasta dæmið urn slíkt samstarf eru fundir þjóðbókavarða á Norðurlöndum tvisvar á ári. Safnið á aðild að IFLA (International Federation of Library Associations and Institulions), enn fremur að alþjóðabóknúmerakerflnu (ISBN) og alþjóðlegu númerakerfi tímarita (ISSN). Safnið hefur jafnframt farið með tengsl íslands við Evrópu- Þjóðbókasöfn í Evrópu og vefsetrið Gabriel Þjóðbókasöfn í Evrópu hafa með sér formlegt samstarf, og er haldin ráðstefna árlega þar sem þjóðbókaverðir bera saman bækur sínar (Conference of European National Librarians - CENL). Síðasta ráðstefna, hin þrettánda í röðinni, var haldin í Tallinn í Eistlandi í byrjun október 1999. Meðal verkefna sem CENL hefur hrundið af stað er vefþjónusta fyrir þjóðbókasöfnin undir heitinu Gabriel. Þar er að finna allar helstu upplýsingar um söfnin, auk vtsana til fjölda vefsetra varðandi þau. Segja má að Gabriel opni nýjar víddir með því að bjóða einn sameiginlegan aðgang að þjóðbóka- söfnum Evrópu, kynna þau sem heild og stuðla þannig að samvinnu þeirra. Sumir ala með sér þá von að Gabriel sé fyrsta skref að „sam-evrópsku sýndarbókasafni“. Árið 1998 var af hálfu CENL stofnað til eins konar netsýningar á Gabriel, sem nefnist „Treasures from Europe’s National Libraries“. Þangað voru sendar myndir af tveimur dýrgripum í eigu Landsbókasafns, Kringlublaðinu og Guðbrandsbiblíu (titilsíðunni). Slóð Gabriels er: http://www.konbib.nl/gabriel/ Ljósm. H.B. - Landsbókasafn. Gabriel Gateway to Europe ’s National Libraries Lokafundur byggingarnefndar Þjóðarbókhlöðu 15. mars. Greinargerð send Framkvæmdasýslunni Samningur um Kvennasögusafn íslands undimtaður 26. mars Sýningin Mannlífí Kalaharí opnuð í mars Afhent handrit Þórunnar Elfu Magnúsdóttur 5. mars Dagur bókarinnar 23. apríl haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn, m.a. með sýningu helgaðri Halldóri Laxness Örfilmumyndavél sett upp í aprfl, myndastofa þá fullbúin tækjum Aðaiframkvæmdastjóri Unesco, Federico Mayor, heimsækir safnið 12. apríl


Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn fyrstu fimm árin

Ár
1999
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
34


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn fyrstu fimm árin
https://baekur.is/bok/56354b1d-40cb-4d95-8512-268dff5f2972

Tengja á þessa síðu: (12) Blaðsíða 10
https://baekur.is/bok/56354b1d-40cb-4d95-8512-268dff5f2972/0/12

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.