loading/hleð
(13) Blaðsíða 11 (13) Blaðsíða 11
Samkomulag við Háskóla íslands Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn er sjálfstæð háskólastofnun sem hefur á hendi tvö höfuðverkefni eins og heiti hennar bendir til: Að vera í senn þjóðbókasafn og bókasafn Háskóla Islands. Veigamikill þáttur í starfsemi bóka- safnsins er því þjónusta við starfsmenn og nemendur Háskólans. Til þess að skilgreina og árétta hin fjölþættu tengsl milli bókasafnsins og skólans gerðu stofnanirnar með sér samkomulag, undirritað 8. júlí 1997, um samvinnu vegna fjármála og þjónustu. Þar er gerð grein fyrir gagnkvæmum skyldum þeirra og þeirri þjónustu sem bókasafnið innir af hendi. Ljósm. H.B. - Landsbókasafn. Ritakaupasjóður Hið tvíþætta hlutverk bókasafnsins kallar á að það afli rita annars vegar til að rækja hlutverk sitt sem þjóðbókasafn og hins vegar í þágu kennslu og rannsókna í Háskóla Islands. Á árinu 1996 áttu sér stað viðræður milli bókasafnsins og Háskólans um hvernig best yrði staðið að ritakaupum í framtíðinni með hliðsjón af naumum fjárveitingum til þessa þáttar í rekstri safnsins. Niðurstaðan varð sú að stofnanirnar lögðu sameiginlega til að stofnaður yrði innan Háskólans sérstakur ritakaupasjóður. Skyldi hann kosta öll rit sem keypt eru vegna óska skólans og teljast umfram þau rit sem bókasafnið sækir um fé til á fjárlögum og kaupir vegna almennra þarfa og hlutverks síns sem þjóðbókasafn. Þetta þýðir að Háskólinn aflar sjálfur fjár til kaupa á ritum í eigin þágu og sér um skiptingu þess milli deilda, en bókasafnið annast innkaupin og alla meðferð ritanna. Greiðslurnar koma til safnsins frá Háskólanum sem sértekjur. Stjórnvöld samþykktu þessa tilhögun, og hefur verið tekið tillit til hennar í fjárveitingum frá árinu 1997. Hefur hún gefist vel. Bókasafnsfulltrúar, bókasafnsnefndir Árið 1998 samþykkti háskólaráð tillögu um að í hverri deild skólans yrði skipaður bókasafns- fulltrúi, eða bókasafnsnefnd í deildum þar sem eru margar skorir. Hlutverk þeirra væri: (a) að hafa yfirsýn yfir þarfir viðkomandi deildar fyrir þjónustu safnsins og leita samráðs við safnið um hvemig megi efla hana, og (b) að gera tillögu fyrir hönd deildar um skiptingu og ráðstöfun ritakaupafjár. Forstöðumenn útlánadeildar, upplýsingadeildar og aðfangadeildar eru tengiliðir safnsins við þessa aðila. Reykholt Eftir að Landsbókasafn og Háskólabókasafn höfðu verið sameinuð árið 1994 í Þjóðarbók- hlöðu kom brátt í ljós að sitthvað af efni Landsbókasafns yrði ekki flutt í hið nýja hús, m.a. rýmisins vegna. Þetta efni var flutt úr Safnahúsinu við Hverfisgötu í árslok 1998 og komið fyrir til bráðabirgða í húsi ríkisins að Laugamesvegi 91. Aðallega var hér um að ræða varaeintök (varðveislueintök) íslenskra rita, en einnig lítið notuð rit safnsins, aukaeintök og lager af útgáfuritum. Fljótlega eftir flutning safnanna í bókhlöðuna varð ljóst að mikil þörf var á því að koma á fót geymslusafni sem hýst gæti annars vegar varaeintök íslenskra rita við bestu skilyrði og hins vegar ýmis lítið notuð rit, aukaeintök o.s.frv. I nóvember 1995 var forði varaeintaka í Safnahúsinu mældur og reyndist hann ná yfir 5.300 hillumetra. Stjórnvöldunr var gert viðvart um þann vanda sem hér var á ferðum. Eftir nokkra leit að geymsluhúsnæði tóku stjórnvöld þá ákvörðun 12. maí 1998 í samráði við stjórnendur bókasafnsins að nýta skólahúsið í Reykholti til þessara þarfa. Um var að ræða austurálmu hússins sem getur ágætlega rúmað varaeintaka- safnið, en ekki mikið umfram það. Þarfir fyrir geymslusafn annarra rita voru því óleystar í þessari lotu. Frainkvæmdir við austurálmuna standa nú yfir og miðast við kröfur sem gerðar eru um varðveisluskilyrði og öryggi varaeintaka. Áætlað er að framkvæmdum við húsið verði lokið fyrri hluta ársins 2000. Þá er ýmis undirbúningur eftir. Áður en ritin verða flutt í Reykholt þarf að hreinsa þau, bera þau saman við önnur eintök Afhent minningargjöf um Aðalheiði Friðþjófsdóttur 17. maí Menntamálaráðherra Austurríkis, Elisabeth Gehrer, afhendir bókagjöf við athöfn í safninu .31. maí Handriladeild 150 ára 5. júní. Hátíðarsamkoma. Útgáfudagur IV. viðaukabindis handritaskrár. Opnuð sýning á kjörgripum hand- ritadeildar, önnur af þremur í tilefni af afmælinu. Formleg afhending á handritum Jóns Leifs Opnuð sýning um William Morris (1896-1996) 8. júní Atta póstkort gefin út í júní með myndum af bókhlöðunni og gögnum í eigu safnsins. hin fyrstu í númeraðri röð Vikulegir viðtalsþættir hefjast í júní á Rás 1 tengdir handritadeild (urðu alls 17) Islensk bókaskrá 1995 kom út í ágúst


Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn fyrstu fimm árin

Ár
1999
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
34


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn fyrstu fimm árin
https://baekur.is/bok/56354b1d-40cb-4d95-8512-268dff5f2972

Tengja á þessa síðu: (13) Blaðsíða 11
https://baekur.is/bok/56354b1d-40cb-4d95-8512-268dff5f2972/0/13

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.