
(14) Blaðsíða 12
1 2
Landsbókasafns, skrá þau í Gegni, fá mörgum
þeirra nýjar umbúðir, gera við þau sem eru verst
farin o.s.frv. Þessi vinna, svo og flutningarnir
sjálfir og frágangur ritanna á staðnum, er
viðamikil og kostnaðarsöm framkvæmd. Bíður
hún ársins 2000 og fer vel á því að þessi kaflaskil
verði í sögu safnsins á því tímamótaári.
Helstu deildir safnsins
Aðfangadeild. Markmið aðfangadeildar er
að annast uppbyggingu safnkosts bóka-
safnsins. Deildin annast val og kaup á bókum,
tímaritum og öðrum safngögnum. Hún sér
um skylduskil íslenskra prentaðra gagna, svo
og um ritaskipti og þær gjafir sem berast
bókasafninu. Samskrá um erlend tímarit er
á vegum deildarinnar, og hún sér fyrir Islands
hönd um úthlutun á alþjóðabóknúmerum
(ISBN) og alþjóðlegum númerum tímarita
(ISSN).
Handritadeild. Markmið handritadeildar er
að annast söfnun, varðveislu, skráningu og
rannsóknir íslenskra handrita sem ekki heyra
undir lögbundin skylduskil til Þjóðskjalasafns
eða héraðsskjalasafna. Deildin sér til þess
að sem tryggilegast sé búið um þennan
safnkost og greiðir fyrir notkun hans, m.a.
með útgáfu handritaskráa og með því að færa
handrit á aðra miðla eftir þörfum. Jafnframt
annast deildin kynningu á handritum og
þjónustu við safngesti.
Skráningardeild. Markmið skráningar-
deildar er að sjá til þess að gögn safnsins
séu efnisgreind og skráð samkvæmt
viðurkenndum reglum og stöðlum. Deildin
sér m.a. um uppbyggingu gagnasafna í
bókasafnskerfinu Gegni. Deildin annast
þróun skráningarsniðs og útgáfu flokkunar-
kerfis á íslensku. Hún sér einnig um útgáfu
þjóðbókaskrár og leggur til íslenskt efni í
erlendar skrár. Deildin lætur öðrum
bókasöfnum í té samskrárþjónustu og veitir
aðstoð og ráðgjöf á sviði efnisgreiningar og
skráningar.
Upplýsingadeild. Markmið upplýsingadeildar
er að veita safngestum sem besta
upplýsingaþjónustu og nýta í því skyni
möguleika upplýsingatækninnar. Meðal
viðfangsefna deildarinnar eru tölvuleitir,
notendafræðsla, uppbygging handbókakosts,
almannatengsl og útgáfa ýmissa upplýsinga-
bæklinga. A vegum deildarinnar er starfrækt
tón- og mynddeild sem m.a. annast söfnun,
varðveislu og miðlun efnis á sviði íslenskrar
tónlistar, svo og efnis á myndmiðlum.
Útlánadeild. Markmið útlánadeildar er að
sjá um lánastarfsemi bókasafnsins og gæta
þess að fylgt sé settum reglum í því efni.
Deildin starfrækir m.a. námsbókasafn og sér
um almenna upplýsingaþjónustu á 3. og 4.
hæð, varðveitir safn lokaritgerða nemenda
við Háskóla Islands og hefur umsjón með
lesrýmum, bókarýmum og úthlutun
lesherbergja. Millisafnalán eru á vegum
deildarinnar, og hún hefur jafnframt umsjón
með safndeildum utan aðalsafns.
Þjóðdeild. Markmið þjóðdeildar er að
varðveita íslenskan ritakost, fornan og nýjan,
og veita aðgang að honum. Þjóðdeild hefur
m.a. umsjón með aðaleintaki og varaeintaki
íslenskra rita, sér um lestrarsal deildarinnar
og þjónustu við fræðimenn sem þangað leita.
Deildin annast um sérsöfn bókasafnsins.
Gegnir, Greinir, Gelmir
Gegnir er tölvukerfi Landsbókasafns Islands
- Háskólabókasafns, en auk þess eiga nokkur
önnur bókasöfn fulla aðild að kerfinu. Er þá
átt við að bókasöfnin noti bókasafnskerfið sem
heimakerfi sitt og beiti því við fleiri eða færri
þætti í safnrekstrinum. I ársbyrjun 1995 voru
aðildarsöfn Gegnis átta talsins, en eru tíu í
árslok 1998. Auk Landsbókasafns eru
aðildarsöfnin þessi:
Bókasafn Kennaraháskóla íslands
Bókasafn Stofnunar Arna Magnússonar
Bókasafn Seðlabanka Islands
Bókasafn Háskólans á Akureyri
Bókasafn Stjórnarráðs íslands
Bókasafn Listaháskóla íslands
Bókasafn Þjóðminjasafns íslands
Bókasafn Alþingis
Bókasafn Hagstofu íslands
Dr. Hermes Massimo frá Vínarborg
afhendir safninu 350 bækur að gjöf
27. ágúst
Safnið opnað kl. 8:15 mánud-
föstud. í stað kl 9:00 áður, frá 1.
september
Dr. Theodore R. Beck frá Seattle
afhendir safninu um 1.000 rit að
gjöf 15. október
Sýning í október í tilefni af 200
ára afmæli Bólu-Hjálmars
Handrit Halldórs Laxness afhent
safninu á hátíðarsamkomu á degi
íslenskrar tungu 16. nóvember
Þriðja og síðasta sýning sern tengist
afmælisári handritadeildar opnuð
16. nóvember og tekur til handrita
Halldórs Laxness
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Kápa
(34) Kápa
(35) Kvarði
(36) Litaspjald
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Kápa
(34) Kápa
(35) Kvarði
(36) Litaspjald