
(15) Blaðsíða 13
Gegnir hýsir jafnframt samskrá um bækur 20
annarra bókasafna og samskrá um erlend tímarit
60 bókasafna.
Auk aðalskrár Gegnis er sérstakt gagnasafn,
nefnt Greinir, þar sem skráðar eru greinar sem
birst hafa í um 190 íslenskum tímaritum, svo
og greinar um íslenskt efni eða eftir íslenska
höfunda í erlendum tímaritum. Skráin nær yfir
um 61 þús. greinar í árslok 1998.
Arið 1997 var tekið í notkun nýtt gagnasafn,
Gelmir, sem tekur til skráðra handrita.
Færslur í Gegni, Greini og Gelmi voru orðnar
samanlagt um 720 þús. í árslok 1998, en voru
um 480 þús. í árslok 1994. Hafði þeim því
fjölgað um 240 þús. á fjórum árum.
Vert er að geta þess að Island er aðili að NOSP,
sem er gagnagrunnur um tímaritaeign bókasafna
á Norðurlöndum, staðsettur í Osló. Færslur úr
Gegni eru sendar í NOSP með reglulegu
millibili. NOSP er mikilvægt hjálpartæki þegar
útvega skal tímaritsgreinar frá bókasöfnum á
Norðurlöndum.
Safnið sendir einnig árlega bókfræðifærslur
um þýðingar erlendra rita á íslensku í gagnasafn
sem nefnist Index translationum (kom fyrst út
1979).
Þjóðbókaskráin
Safnið gefur eins og hið fyrra Landsbókasafn
árlega út skrár um útgáfu liðins árs,
Islenska bókaskrá og Islenska hljóðritaskrá.
Hafa þessi rit komið út með reglubundnum
hætti. Þau eru að sjálfsögðu einnig aðgengileg
í Gegni á Netinu, en safnið stefnir að enn frekari
útgáfu í rafrænu formi.
Sæti fyrir gesti
1 Þjóðarbókhlöðu eru um 700 sæti fyrir þá sem
vilja hafa afnot af gögnum safnsins með einum
eða öðrum hætti. Lessæti við borð (með eða án
tölvu) eru samtals 528. Þar af eru 48 sæti í
lestrarsölum þjóðdeildar og handritadeildar. Auk
þeirra 700 sæta sem hér voru nefnd eru um 80
í fyrirlestrasal, 30 í kennslustofu og 80 í
veitingastofu.
Opnunartími
Árabilið 1995-98 var bókasafnið yfirleitt opið
59 tíma í viku yfir vetrarmánuðina, en 45 tíma
í viku mánuðina júní til ágúst. Á tíma vorprófa
og desemberprófa var þó opið 76 tíma í viku.
Forráðamenn Háskólans og stúdentar hafa um
árabil látið í ljós þá ósk að opnunartími safnsins
yrði lengdur. Hinn 24. september 1998 samþykkti
háskólaráð að skipa nefnd til að ræða við
stjómvöld um auknar fjárveitingar í þessu skyni.
Fyrir atbeina þessarar nefndar fékk Háskólinn
14 millj. kr. á fjárlögum 1999 í þetta verkefni,
en áður var búið að veita bókasafninu 4 millj.
kr. í sama tilgangi. I framhaldi af þessu hefur
Háskólinn samið við bókasafnið um nýtingu
fjárins til að lengja opnunartímann úr 59 tímum
í 80 í viku, níu og hálfan mánuð ársins.
Lenging opnunartímans hefur þann kost m.a. að
stúdentar og kennarar geta enn frekar nýtt sér
þjónustu safnsins, auk þess sem hinum almenna
borgara er gert auðveldara um vik að nota safnið
utan venjulegs vinnutíma.
Opnunartími safnsins 1995-99
Fjöldi tíma í viku
90 •
40 •
30 •
20 ■
I0-
01 i
JFMAMJJÍSONDJFMAMJJÁSONDJFMAMJJÁSONDJFMAMJJÁSONDJFMAMJJÁSOND
1995 1996 1997 1998 1999
Bókasafnið og Háskóli íslands
koma sér saman um að stofna
Ritakaupasjóð (nóvember)
Hátíðarsamkoma í tilefni af opnun
Kvennasögusafns íslands á
afmælisdegi Önnu Sigurðardóttur
5. desember; einnig opnuð sýning
á gögnum úr fórum safnsins
19 9 7
Fjölföldunarstofa tekur til starfa í
safninu í byrjun janúar
Ljóðsýning vegna áttræðisafmælis
Jóns úr Vör opnuð 21. janúar
Sýningin Tarzan á íslandi í 75 ár
opnuð 21. janúar
Tilkynnt 25. mars að lokið sé því
verkefni að færa forn íslandskort í
stafrænt form til birtingar á Netinu
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Kápa
(34) Kápa
(35) Kvarði
(36) Litaspjald
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Kápa
(34) Kápa
(35) Kvarði
(36) Litaspjald