loading/hleð
(16) Blaðsíða 14 (16) Blaðsíða 14
Safndeildir utan Þjóðarbókhlöðu Bókasafnið starfrækir 18 safndeildir sem eru staðsettar víðs vegar um borgina, bæði á háskólalóðinni og utan hennar. I sumum þeirra er bókavarsla tiltekinn tíma dag hvem. I öðrum er um að ræða umsjón sem felst í reglubundnum eftirlitsferðum einu sinni til tvisvar í viku eða sjaldnar. Sú meginstefna hefur verið mörkuð að safndeildirnar verði handbókasöfn og ritakostur þar ekki til útláns. Þau skulu einkum þjóna kennurum og sérfræðingum, en stúdentum verði fremur beint til aðalsafns. Safndeildimar eru þessar: Bókastofa í Arnagarði Bókasafn Danska lektoratsins Bókasafn enskukennslu Bókasafn Finnska lektoratsins Guðfræðideildarstofa Bókasafn Rannsóknarstofu í heilbrigðisfræði Bókasafn námsbrautar í hjúkrunarfræði Bókasafn í jarð- og landafræði Bókasafn lagadeildar Bókasafn lyfjafræði lyfsala Lesstofa í líffræði Bókasafn Norska lektoratsins Bókasafn Raunvísindastofnunar Fláskólans Bókasafn Rannsóknarstofu í lyfjafræði Námsbraut í sjúkraþjálfun Bókasafn Sænska lektoratsins Bókasafn verkfræði- og raunvísindadeildar (VR II) Bókasafn verkfræði- og raunvísindadeildar (VR III) ISLANDIA. 17 L -1^1 f—■, ' L^\.Frin.nd MARí. SttHTR1OHALE \ ) I<LANDIA.| \U Námsbókasafn Námsbókasafnið er safn bóka, ljósrita og annars efnis sem kennarar við Háskóla Islands hafa óskað eftir að sé aðgengilegt nemendum í sambandi við hin ýmsu námskeið. Námsbóka- safn er á 4. hæð og er aðgangur að því opinn, þ.e. námsbækur og annað efni er geymt í hillum á opnu rými. Sérsöfn Sérsöfnin svokölluðu eru fjórtán talsins og hafa flest verið gefin Landsbókasafni og Háskóla- bókasafni af einstaklingum og stofnunum með þeim skilyrðum að þeim yrði haldið saman. Sum söfnin eru gefin til minningar um fyrri eigendur, en öðrum er ætlað að efla rannsóknir á sínum sviðum. Helstu sérsöfn eru: Safn Benedikts S. Þórarinssonar; Biblíusafn Ragnars Þorsteinssonar; bókasafn Einars Benediktssonar; skákritasafn Willards Fiske; safn Jóns Steffensen um sögu læknisfræðinnar; safn af íslandskortum og ritum um kort og kortagerð; safn af útgáfum á verkum Halldórs Laxness, bæði á frummálinu og erlendum tungumálum; leikbókmenntasafn Lárusar Sigurbjörnssonar; minningarsafn um Jón Sveinsson, Nonna - bækur, bréf, handrit. Forn íslandskort á Netinu Landsbókasafn á gott úrval af sögulegum íslandskortum. Eru þau um 220 talsins og ná yfir tímabilið um 1540 til 1900. Ákveðið var að nota peningagjöf frá NORDINFO til að færa kort þessi á stafrænt form og veita aðgang að þeim um Netið. Auk þess styrkti Nýsköpunarsjóður námsmanna verkefnið. Samstarfsaðili var þjóðbókasafnsdeild Norðmanna í Mo i Rana. Lýsing kortanna á Netinu er bæði á íslensku og ensku. Við lýsinguna var mjög stuðst við Kortasögu íslands eftir Harald Sigurðsson. Auk þess kom að góðu haldi bókasafn það um kort og kortagerð sem Haraldur og kona hans, Sigrún Á. Sigurðardóttir, gáfu hinu nýja safni á opnunardegi þess 1. desember 1994. Slóð íslandskorta á Netinu er: http://www.bok.hi.is/kort Mellonsjóðurinn tilkynnir 24. mars um styrkveitingu að upphæð 42 millj. króna til Sagnanetsins, þ.e. færslu um 500 þús. bls. af handritum og prentuðu efni í stafrænt form Fyrsta tölublað af innanhúss- blaðinu Húsgangi kemur út í mars Safnið gerist aðili að IFLA, alþjóðasamtökum bókavarða og bókasafna í apríl Sýning helguð Halldóru B. Björnsson opnuð 19. apríl Sýningin Asjónur skáldsins opnuð á 95 ára afmælisdegi Halldórs Laxness 23. apríl, sem jafnframt er dagur bókarinnar Úrklippusafn Ólafs Jónssonar gagnrýnanda afhent safninu á degi bókarinnar 23. apríl Safnið gerist í maí aðili að fulltrúaráði Listahátíðar í Reykjavík


Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn fyrstu fimm árin

Ár
1999
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
34


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn fyrstu fimm árin
https://baekur.is/bok/56354b1d-40cb-4d95-8512-268dff5f2972

Tengja á þessa síðu: (16) Blaðsíða 14
https://baekur.is/bok/56354b1d-40cb-4d95-8512-268dff5f2972/0/16

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.