
(17) Blaðsíða 15
Ljósm. H.B. - Landsbókasafn.
Birgir Isleifur Gunnarsson seölabankastjóri
skýrir jrá kortagjöf sjö banka og greidslukortafyrirtœkja.
Verðmætt safn íslandskorta
Samband íslenskra sveitarfélaga afhenti
Landsbókasafni að gjöf hluta af kortasafni
Kjartans Gunnarssonar lyfsala á 50 ára afmæli
sambandsins íjúní 1995. Á ársafmæli safnsins,
1. desember 1995, gáfu sjö bankar og greiðslu-
kortafyrirtæki safninu önnur kort Kjartans og
hafði það þá eignast kortasafn hans í heild, um
níutíu kort.
Kortasafn Kjaitans Gunnarssonar er hið stærsta
sinnar tegundar sem einstaklingur hefur saman
dregið hérlendis. Kortin eru vel valin og í góðu
ásigkomulagi. Að þeim er hinn mesti fengur
fyrir bókasafnið - og raunar ekki fyrir það eitt,
því að kortin hafa ásamt öðrum íslandskortum
safnsins verið færð yfir í tölvutækt form og er
veittur aðgangur að þeim á Netinu.
Nonnasafn
Árið 1987 afhenti Haraldur Hannesson
(1912-89), hagfræðingur og bókavörður,
ríkisstjórn Islands minningarsafn um
rithöfundinn Jón Sveinsson (Nonna). Safnið
var sameiginleg gjöf hans og Jesúítareglunnar
og skyldi það varðveitt í Þjóðarbókhlöðu. í
safninu eru rit Nonna í velflestum útgáfum,
innlendum og erlendum, bækur og blaða-
úrklippur um hann og fjöldi mynda, einnig
handrit, dagbækur, bréf og minnisbækur.
Gjöf Jóns Steffensen
Jón Steffensen (1905-91), prófessor við
læknadeild Háskóla íslands, ánafnaði, ásanrt
konu sinni Kristínu Björnsdóttur (1905-72),
Háskólabókasafni allt bókasafn sitt árið 1982.
Bókagjöfin er allt að 6.000 bindi. Þar er að
finna allflest rit sem út hafa komið urn íslensk
heilbrigðisfræði. Einnig eru í safninu rit um
náttúrufræði og sagnfræði, enn fremur
ferðabækur, fornrit og skáldrit. Safn Jóns stendur
sem sérstök eining í þjóðdeild safnsins. Bókagjöf
þessari fylgdi jafnframt húseign þeirra hjóna
að Aragötu 3.
1 5
Safn Gunnars Gunnarssonar
Árið 1979 gáfu erfingjar Gunnars Gunnarssonar
skálds Stofnun Árna Magnússonar á Islandi
bækur Gunnars, handrit hans og ýmis önnur
gögn og muni. Gjöfin var afhent á þeirri forsendu
að stofnunin kæmi upp Gunnarsstofu, en aðstaða
hefur ekki leyft slíkt. Að þessum tuttugu árurn
liðnum hafa gefendur og Árnastofnun komið
sér saman um að það efni sem stofnunin veitti
viðtöku mundi njóta sín betur í Þjóðarbókhlöðu
í varðveislu Landsbókasafns. Árnastofnun
afsalaði sér því gjöfinni í hendur Landsbókasafns
sem veitti henni viðtöku 20. janúar 1999. Nær
hún yfir eigin verk Gunnars Gunnarssonar,
handrit hans, safn hans af norrænunr bókiuennt-
um, bréfa- og skjalasafn hans og úrklippusafn,
svo og ljósmyndasafn Gunnars og konu hans,
Franziscu Gunnarsson.
Leikbókmenntasafn Lárusar
Sigurbjörnssonar
Árið 1993 ánöfnuðu börn Lárusar Sigurbjörns-
sonar (1903-74), fyrrum skjala- og minjavarðar
Reykjavíkurborgar, Landsbókasafni og Háskóla-
bókasafni allt leikritasafn hans. Lárus var einn
af brautryðjendum íslenskrar leiklistar og safnaði
öllu því sem laut að sögu hennar. I safni hans
eru handrit að flestöllum íslenskum og þýddum
leikritum sem sýnd höfðu verið hér á landi
meðan hann lifði, einnig leikbókmenntir,
leikskrár og úrklippur auk annars sem tengist
leiklist.
Ljósm. H.B.- Landsbókasafn.
Islensk dagblöð
og ýmis önnur gögn
eru varðveitt á örfilmum.
Háskólinn tekur á leigu kjallara
Aragötu 3 frá 1. maí. (Sjá einnig
við desember 1995.)
Sumarsýning safnsins ísland-
himnaríki eða helvíti? opnuð 2. júní
Sendiherra Austurríkis, dr. Robert
Marschik, afhendir safninu
bókagjöf 16. júní
íslenski hlutinn af Norræna
vefþjóninum settur upp í safninu
27. júní
Keypt í júlí þriðja eintak Libertas-
kerfisins, til skráningar á
handritum, nefnt Gelmir
Samkomulag safnsins og Háskóla
Islands um þjónustu og samskipti
undirritað 8. júlí
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Kápa
(34) Kápa
(35) Kvarði
(36) Litaspjald
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Kápa
(34) Kápa
(35) Kvarði
(36) Litaspjald