
(18) Blaðsíða 16
Biblíusafn
Ragnar Þorsteinsson (1914-99), kennari, gaf
bókasafninu Biblíusafn sitt við opnun
Þjóðarbókhlöðu I. desember 1994. Hafði hann
safnað Biblíunni á ýmsum málum um hálfrar
aldar skeið. Biblíusafnið er á 1.228 tungumálum,
þ.á m. eru mál og mállýskur margra lítilla
málsvæða. Ragnar hafði sjálfur flokkað Biblíur
sínar eftir málaættum og fylgdi gjöfinni nákvæm
spjaldskrá yflr safnið. Þar er greint frá málaflokki
hverrar Biblíu og síðan undirflokki, einnig hve
margir eru mælandi á viðkomandi tungu og á
hvaða svæði hún er töjuð. Safnið hefur enn
fremur verið skráð í Gegni. Ahugi Ragnars á
Biblíunni var málvísindalegur, hann notaði þær
við samanburð á málum og mállýskum.
Handritadeild 150 ára
Hinn 5. júní 1846 gaf Danakonungur yfírvöldum
hérlendis leyfi til þess að kaupa 393ja binda
handritasafn Steingríms biskups Jónssonar.
Stofndagur handritasafnsins, sem síðar varð að
handritadeild, er miðaður við þetta konungsleyfi.
í tilefni þess að 150 ár voru liðin frá þessum
atburði var haldin hátíðarsamkoma í Þjóðarbók-
hlöðu 5. júní 1996. Samadag kom út IV. viðauka-
bindi handritaskrár sem tekin var saman í
deildinni.
Jafnframt var opnuð sýning með sýnishornum
af merkum handritum í eigu deildarinnar. Þessi
sýning var önnur í röð þriggja sýninga á þessu
merkisári. Hin fyrsta var opnuð í mars og náði
yfir handrit úr frumstofni handritasafnsins, sú
síðasta var haldin í nóvember og tók til handrita
Halldórs Laxness.
Á afmælisárinu gaf safnið út í viðhafnarútgáfu
eiginhandarrit Hallgríms Péturssonar af
Passíusálmunum (sjá sérstakan kafla um þessa
útgáfu).
Minnisbók Steingríms
Jónssonar biskups
frá árinu 1835.
(Lbs 341 8vo)
Passíusálmar
Eiginhandarrit Hallgríms Péturssonar að
Passíusálmunum, hið eina sem til er, er einn
mesti dýrgripur Landsbókasafns. Að
undangenginni viðgerð á handritinu var
ákveðið að gefa það út á árinu 1996.
Tímasetningin var ekki tilviljun, því að á
árinu I996fagnaði Landsbókasafn 150 ára
afmæli handritadeildar. Þá voru og liðnar
þrjár aldir síðan Passíusálmarnir komu fyrst
út einir á bók. Hefð er komin á að gefa
sálmana út þegar fjögur ár lifa hverrar aldar,
þ.e. 1696, 1796, 1896 og nú 1996, en þá
var það einnig minnisvert að liðin voru tíu
ár síðan vígð var hin rnikla kirkja sem reist
var í minningu skáldsins á Skólavörðuholti.
Hallgrímskirkja í Reykjavík fór líka fremst
í flokki meðal fjölmargra aðila, einkum
innan þjóðkirkjunnar, sem sýndu útgáfunni
áhuga og styrktu hana myndarlega.
Passíusálmarnir hafa verið gefnir oftar út
en nokkurt annað rit á Islandi, en þessi
útgáfa er ólík öllum hinum fyrri. I henni er
stafréttur texti birtur við hlið eftirmyndar
eiginhandarrits Hallgríms, og því til viðbótar
eru sálmarnir prentaðir með nútímastaf-
setningu í versum og ljóðlínum. Textinn
birtist því í þremur gerðum í einni og sömu
opnunni. Lesendur geta þannig með
stuðningi hinna prentuðu gerða textans fylgt
penna Hallgríms í handritinu og numið
þannig hvernig hann festi hið máttuga
trúarljóð sitt á blað.
Passíusálmarnir kornu fyrst út á Hólum árið
1666. Þessari útgáfu sem er hin 83. í röðinni
fylgir ítarleg skrá um fyrri útgáfur sálmanna
og þýðingar á önnur mál. Einnig er í bókinni
skrá um þá sem lesið hafa sálmana í útvarp
síðan 1944.
Bókin er 240 blaðsíður í stóru broti (30x28
sm) og bundin í alskinn. Hún er ævarandi
eign og hefur ekki síst verið keypt af þeim
sem efna vilja til vandaðrar vinargjafar.
Einnig hefur bókin ratað til páfans í Róm
og erlendra þjóðhöfðingja og þjóðþinga,
svo að eitthvað sé nefnt.
Tónlistarhandrit Árna Bjömssonar
tónskálds afhent safninu 7. ágúst
íslensk bókaskrá 1996 kemur út í
ágúst
Formleg afhending á bókum frá
Beatrice Bixon 26. ágúst, en hún
hefur um margra ára skeið gefið
safninu fjölda rita
Gengið í september frá afhendingu
til safnsins á myndböndum og
bókum úr eigu Menningarstofnunar
Bandaríkjanna sem þar með hættir
starfsemi bókasafns
Sýning á handritum Sigurðar
Nordals opnuð 14. september og
jafnframt tilkynnt um afhendingu
til safnsins á handritum úr hans
eigu
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Kápa
(34) Kápa
(35) Kvarði
(36) Litaspjald
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Kápa
(34) Kápa
(35) Kvarði
(36) Litaspjald