loading/hleð
(20) Blaðsíða 18 (20) Blaðsíða 18
Rannsóknarráði, Eimskip, Pósti og síma og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Framkvæmda- tími er áætlaður þrjú ár, og er því gert ráð fyrir að verkinu ljúki á árinu 2000. Avinningur af verkefninu er m.a. þessi: • Það bætir aðgengi fræðimanna, nemenda og almennings á íslandi og um heim allan að efni safnanna, og þannig greiðist um rannsóknir á efninu og notkun þess við kennslu. • Það er mikilvægur þáttur í að tryggja varðveislu safnkosts stofnananna og greiðir fyrir notkun á efni sem takmarkaður aðgangur er að vegna lélegs ástands eða fágætis. • Það felur í sér fyrsta áfanga tölvuskráningar á handritum Landsbókasafns og Arna- stofnunar, en það eitt bætir mjög aðstöðu fræðinranna til að stunda rannsóknir á handritunum. • Söfnin vinna visst brautryðjendastarf á heimsvísu með því að færa jafn heildstætt efni, prentað og óprentað, í stafrænt form og veita að því víðtækt aðgengi með vandaðar skrár sem hjálpartæki. • Verkefnið á ríkan þátt í því að koma einum mikilvægasta þætti íslenskrar menningar á framfæri við umheiminn með áður óþekktum hætti. • Sú þekking sem verkefnið veitir tækni- lega getur nýst öðrum söfnum á íslandi og styrkt starfsemi þeirra til framtíðar. • Samvinnan við starfsmenn Comellháskólans færir Islendingum þekkingu og reynslu á sviði upplýsingatækni og treystir tengsl Islands við Fiske-safnið í Cornell. Sagnanetið er fyrsti vísir að rafrænu þjóðbókasafni íslendinga. Að því er verulegur fengur fyrir íslenska menningu og til kynningar á Islandi, auk þess sem það vísar veginn til frekari notkunar upplýsingatækni í íslenskum bókasöfnum. Ljósm. H.B. - Landsbókasafn. Sagnanetiö: Islensk handrit fœrð í stafrœnt form. Ritmennt Arið 1996 hóf göngu sína á vegum safnsins nýtt fræðilegt ársrit sem hlaut nafnið Ritmennt. Þar er um að ræða eins konar franrhald Árbókar Landsbókasafns sem komið hafði út í hálfa öld. Skýrsluhlutinn hefur þó verið felldur brott og hönnun ritsins er einnig ólík því sem áður var, m.a. er um að ræða fjögurra lita prentun sem gefur kost á litmyndum hvar sem er í ritinu, og áskrifendur fá það innbundið. Ritmennt birtir fræðilegar ritgerðir, texta úr fórum safnsins ásamt skýringum, margvíslegar skrár og stuttar frásagnir af merkum aðföngum og öðru því sem frásagnarvert þykir í starfi safnsins. Tón- og mynddeild Hlutverk tón- og mynddeildar er í aðalatriðum tvíþætt. Hún sér annars vegar um að safna, varðveita og veita aðgang að öllu útgefnu íslensku tónlistarefni og skapa þar með aðstöðu til rannsókna á íslenskri tónlist. Bókasafnið fær skv. lögum um skylduskil tvö eintök af öllum íslenskum tón- og talupptökum (hljóðritum) og hefur svo verið frá árinu 1977. Deildin sér um að varðveita þetta efni og veita aðgang að því. Hins vegar er hlutverk deildarinnar að veita aðstöðu til að hlusta á og skoða tón- og myndefni sem notað er við kennslu í Háskóla Islands, svo og annað fræðsluefni, og lána það út eftir þörfum. Verð ég þá gleymd - og búin saga. Sýning á vegum Kvennasögusafns, opnuð 5. desember 19 9 8 Lúðvík Kristjánsson lýkur afhendingu handrita sinna til safnsins í janúar Landsvirkjun tilkynnir 20. janúar að fyrirtækið greiði næstu 5 ár allt að 1,8 millj. kr. árlega fyrir aðgang Háskóla Islands að völdum gagnagrunnum Starfræksla viðgerðarstofu hefst 2. febrúar Sýning um Passíusálma Hallgríms Péturssonar opnuð 9. febrúar


Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn fyrstu fimm árin

Ár
1999
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
34


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn fyrstu fimm árin
https://baekur.is/bok/56354b1d-40cb-4d95-8512-268dff5f2972

Tengja á þessa síðu: (20) Blaðsíða 18
https://baekur.is/bok/56354b1d-40cb-4d95-8512-268dff5f2972/0/20

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.