loading/hleð
(21) Blaðsíða 19 (21) Blaðsíða 19
Deildin er vel búin hljómflutnings- og myndbandstækjum. Safngestir eiga þess nú kost að hlusta á geisladiska, snældur og plötur, einnig að horfa á myndbönd og sjónvarp. I safninu eru 18 sæti til þessara nota sérstaklega. Islensk hljóðrit eru stærsti hlutinn af efniskosti deildarinnar, einkum þau sem komið hafa út eftir 1977, en einnig eldri útgáfur. Af öðrum safnkosti má nefna íslenskar og erlendar nótur, smáprent og blaðaúrklippur sem varða íslenskt tónlistarlíf, gömul plötusöfn, erlenda geisla- diskagjöf og handbókasafn um tónlist. Af myndefni ber helst að nefna fræðsluefni á myndböndum. Tón- og mynddeild hefur farið hægt af stað. Deildin er enn í mótun og er raunar aðeins vísir þess sem menn sjá fyrir sér. Þess er vænst að hún geti í framtíðinni orðið myndarleg upplýsinga- og rannsóknarmiðstöð um íslenska tónlist. Til þess eru allar forsendur því að auk þess efnis og þeirrar aðstöðu sem að ofan getur er mikinn tónlistararf að finna í þeim handritum íslenskum sem varðveitt eru í handritadeild safnsins. Kvennasögusafn íslands Kvennasögusafn íslands var stofnað í upphafi kvennaárs 1975. Helsti frumkvöðull að stofnun þess var dr. Anna Sigurðardóttir. Hýsti hún safnið á heimili sínu og veitti því forstöðu í 21 ár, eða þar til hún lést í ársbyrjun 1996. Frá upphafi var það vilji Önnu og annarra aðstandenda safnsins að því yrði fundinn staður í Þjóðarbókhlöðu. Þetta var endanlega afráðið með samningi árið 1996 og var safnið opnað í nýju húsnæði í bókhlöðunni með samkomu 5. desember 1996, daginn sem Anna hefði orðið 88 ára gömul. Kvennasögusafnið er séreining innan Landsbókasafns og er staðsett á 4. hæð. Forstöðumaður er eini starfsmaður safnsins, en honum til halds og trausts er þriggja manna stjórnarnefnd. Markmið Kvennasögusafnsins eru hin sömu og við stofnun þess árið 1975: Að safna, skrá og varðveita heimildir um sögu kvenna, að leiðbeina rannsakendum um heimildaöflun, standa fyrir útgáfu fræðslurita og heimildaskráa og afla vitneskju um heimildir um sögu kvenna. Anna Sigurðardóttir stofnandi Kvennasögusafns Islands. ISBN á íslandi Landsbókasafn sér um úthlutun alþjóðlegra bóknúmera (ISBN) hér á landi. Alþjóðlegt bóknúmer er notað víða um heim. Um er að ræða eins konar kennitölu fyrir hverja einstaka útgefna bók. Slík tala gagnast m.a. við söludreifingu og birgðahald. Bókasafnið annast kynningu á ISBN hér á landi og sér um útbreiðslu þess. Úthlutun og ráðgjöf varðandi þetta kerfi er útgefendum að kostnaðarlausu. Aðstaða fyrir fundi, sýningar og kennslu í bókasafninu - eða öllu heldur framan við sjálft safnið, næst inngangi - er góð aðstaða til samkomuhalds. Á þessu svæði er salur til funda- eða ráðstefnuhalds og er hann vel búinn tækjum. Framan við salinn er aðstaða til að setja upp sýningu eða kynningu í tengslum við samkomur. Á sömu hæð er stærra sýningarsvæði sem hægt er að fá leigt eftir samkomulagi. Á 4. hæð hússins er kennslustofa sem tekur 30 manns í sæti og tölvuver á 3. hæð með 10 tölvum. Við hliðina á fyrirlestrasalnum er veitingastofa sem rúmar álika marga og salurinn. Veitinga- stofan getur tekið að sér hvers konar veitingar: Kaffi eða hádegisverð á fundarstað, síðdegisboð og/eða matarveislu í fundarlok. Afhent handrit að verkum Victors Urbancic 27. febrúar til viðbótar þeim sem fyrr voru komin Bókasafn Hagstofu Islands gerist aðili að Gegni í mars Sýning um Sigurð Breiðfjörð opnuð 4. mars Keypt í apríl hjá Sotheby’s í London breskt ferðabókarhandrit frá 1833, með stuðningi nokkurra banka og fyrirtækja Gögn úr fórum Haralds Björnssonar leikara afhent í apríl Fundur norrænna þjóð- og ríkisbókavarða haldinn í Landsbókasafni 17.-18. apríl Minningarsýning um Harald Sigurðsson bókavörð opnuð í safninu 4. maí, en hann hefði orðið níræður sama dag


Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn fyrstu fimm árin

Ár
1999
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
34


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn fyrstu fimm árin
https://baekur.is/bok/56354b1d-40cb-4d95-8512-268dff5f2972

Tengja á þessa síðu: (21) Blaðsíða 19
https://baekur.is/bok/56354b1d-40cb-4d95-8512-268dff5f2972/0/21

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.