
(22) Blaðsíða 20
Listskreytingar
I Þjóðarbókhlöðu eru fjölmörg listaverk. M.a.
má nefna veggteppi eftir norsku listakonuna
Synnpve Anker Aurdal, stórar glermyndir eftir
Leif Breiðfjörð, Sigríði Asgeirsdóttur og
Gunnlaug SE Briem, höggmynd eftir Helga
Gíslason og málverk eftir Eirík Smith, Kristján
Davíðsson, Hring Jóhannesson, Nínu
Tryggvadóttur og Halldór Pétursson. Einnig
eru í safninu brjóstmyndir nokkurra merkra
manna, m.a. eftir Einar Jónsson og Ríkarð
Jónsson.
Mannsandinn:
Fortíð - nútíð - framtíð.
Glermynd eftir Leif Breiðfjörð.
Ljósm. H.B. - Landsbókasafn.
Starfsmannafélag
Starfsmannafélag Þjóðarbókhlöðu var stofnað
25. apríl 1995. Tilgangur félagsins er m.a. að
hyggja að ýmsum hagsmunamálum starfs-
manna, stuðla að viðhaldi faglegrar menntunar
þeirra, gæta að öryggismálum á vinnustaðnum
og halda uppi almennri félagsstarfsemi. Félagið
hefur m.a. staðið fyrir samkomum, ferðalögum
og leikhúsferðum, að ógleymdum gjöfum til
félagsmanna á sérstökum tímamótum.
Þjóðarátak stúdenta 1994-95
Fyrsta desember 1995, á ársafmæli bóka-
safnsins, var við athöfn í safninu afhjúpaður
veggskjöldur í viðurkenningarskyni fyrir söfnun
sem Stúdentaráð Háskóla Islands gekkst fyrir
og nefndist „Þjóðarátak til eflingar nýju
þjóðbókasafni". Um var m.a. að ræða bækur,
hljómdiska og myndbönd, en meirihlutinn var
í formi fyrirheita ýmissa fyrirtækja og stofnana
um að greiða áskriftir tiltekinna tímarita nokkur
komandi ár. Aðstandendur þjóðarátaksins mátu
árangur söfnunarinnar svo, að hún hefði skilað
jafnvirði allt að þrjátíu milljóna króna.
Gjafir Austurríkismanna
Austurríski menningarmálaráðherrann, frú
Elisabeth Gehrer, afhenti Landsbókasafni bækur
og tónlistarefni að gjöf frá austurrískum
stjórnvöldum við sérstaka athöfn í safninu 31.
maí 1996. Gjöfin var til komin fyrir atbeina
Austurrísk-íslenska félagsins í Vínarborg.
Forseti þess, Helmut Neumann, gaf við sama
tækifæri safninu lágmynd eftir Einar Jónsson
af austurríska menningarfrömuðinum J.C.
Poestion sem á sínum tíma gekk ötullega fram
í því að kynna löndum sínum íslensk málefni.
í átthagasafni fæðingarbæjar J.C. Poestions,
Bad Aussee, eru m.a. varðveittar dagbækur hans
úr Islandsferð 1906. Evrópusambandsþing-
maðurinn Erhard Meier frá Bad Aussee afhenti
Landsbókasafni ljósrit af dagbókunum þegar
hann var hér á ferð í júlí 1996.
Ljósm. H.B. - Landsbókasajh.
Dr. Hermes Massimo afhendir
Landsbókasafni bœkur sínar 27. ágúst 1996.
Menningarmáladeild austumska utanríkisráðu-
neytisins hefur tvívegis fært safninu bókagjafir
sem sendiherrar Austurríkis á Islandi afhentu,
fyrst í nóvember 1995, síðan í júní 1997, samtals
um 250 bækur og myndbönd.
Ógetið er þó enn þess velgjörnings af
austurrískum toga sem sérstæðastur er. Hermes
Massimo frá Vínarborg, doktor í heimspeki og
bókavörður, hóf íslandsheimsóknir árið 1974
og stundaði upp frá því á sumri hverju um tólf
ára skeið gönguferðir um Island, ávallt einn
síns liðs. Eftir það stundaði hann sumarvinnu
ár hvert í Háskólabókasafni og síðan í hinu nýja
safni í Þjóðarbókhlöðu. Hann færði Landsbóka-
safni einkabókasafn sitt sumarið 1996, um 350
bindi. Hermes lést í apríl 1999 og auðnaðist því
ekki að fljúga til íslands það vorið eins og hann
hafði ætlað sér. En þó að andlát Hermesar bæri
brátt að hafði hann þegar gengið svo frá að
Landsbókasafn fengi mikið safn litskyggna
Samþykkt í ríkisstjórn 12. maí að
taka skólahúsið í Reykholti undir
varaeintaka- og geymslusafn
Stofnað í maí til fjögurra manna
nefndar í safninu vegna sýningar
árið 2000 í samvinnu við þrjú
bókasöfn vestanhafs
Samkoma í safninu 30. maí í
samvinnu við Collegiunr Musicum
og opnuð sýning í tengslum við
Listahátíð, Trú og tónlist í
íslenskum handritum fyrri alda
Bókverk listamanna, sýning í
tengslum við ráðstefnu
ARLIS/Norden opnuð 12. júní
Sýning í tilefni af 350 ára ártíð
Arngríms lærða (1568-1648)
opnuð 27.júní
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Kápa
(34) Kápa
(35) Kvarði
(36) Litaspjald
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Kápa
(34) Kápa
(35) Kvarði
(36) Litaspjald