loading/hleð
(23) Blaðsíða 21 (23) Blaðsíða 21
sem hann hafði tekið á ferðum sínum um landið. Hann hafði einnig gert ráðstafanir til þess að álitleg peningaupphæð sem hann lét eftir sig hér á landi rynni tii safnsins. Hennes var einstakt ljúfmenni, og hans er sárt saknað af samstarfs- mönnum við safnið og fjölmörgum vinum sem hann eignaðist hér á landi. Ljósm. Páll Stefánssón. Ljósm. H.B. - Landsbókasafn. Frá vinstri: Martti Ahtisaari forseti Finnlands, Erkki Fredrikson safnvördur, Einar Sigurðsson landsbókavörður, frú Eeva Ahtisaari, Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands, Jóhannes Nordal formaður stjórnar Landsbókasafns Islands - Háskólabókasafns og Páll Pétursson félagsmálaráðherra. I ávarpi sínu sagði forsetinn m.a.: „A fyrri hluta miðalda skipti þessar þjóðir, Finnland og Island, miklu að vitneskja um þær yrði almenn og þær hlytu þannig viðurkenningu sem sérstakar þjóðir. Með fyrstu kortunum fengu evrópskir mennta- menn undirstöðuvitneskju um tilveru og lífshætti norrænna þjóða.“ Forsetaheimsókn frá Finnlandi Þegar forseti Finnlands, Martti Ahtisaari, kom í opinbera heimsókn til Islands í september 1995 heimsótti hann Landsbókasafn og opnaði þar farandsýningu á finnskum landakortum við sérstaka athöfn í safninu, að viðstöddum fjölda gesta. Systursafn Landsbókasafns í Helsingfors hafði í tengslum við opnunina í desember 1994 gengist fyrir bókagjöf til hins nýja safns, og var hún höfð til sýnis þegar forsetinn heimsótti safnið. Sendiherra Finnlands á íslandi, Tom Södermann, hefur og alla tíð sýnt safninu mikla ræktarsemi og fært því finnskar bækur. Ljósm. Guðmundur Ingólfsson. Ný og fullkomnari símstöð var sett upp í Háskóla Islands og þar með Landsbókasafni 4. júlí Islensk bókaskrá 1997 kemur út í júlí Arlöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna kemur út á vegum Kvennasögusafns í ágúst Ný stjóm safnsins tekur til starfa 1. september Sýning á þýðingum íslenskra bókmennta á önnur mál opnuð 14. september Sýning opnuð á handritum dagbóka í fórum safnsins í tilefni af degi dagbókarinnar 15. október Sýning opnuð með hátíðardagskrá 10. október í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá stofnun rannsóknadeildar við Landspítalann og 100 ár frá stofnun Holdsveikraspítalans í Laugarnesi


Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn fyrstu fimm árin

Ár
1999
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
34


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn fyrstu fimm árin
https://baekur.is/bok/56354b1d-40cb-4d95-8512-268dff5f2972

Tengja á þessa síðu: (23) Blaðsíða 21
https://baekur.is/bok/56354b1d-40cb-4d95-8512-268dff5f2972/0/23

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.