
(7) Blaðsíða 5
5
Ávarp stjórnarformanns
Opnun Þjóðarbókhlöðu fyrsta desember 1994 og sameining Landsbókasafns
og Háskólabókasafns markaði stærsta áfangann í safnamálum íslendinga síðan
Safnahúsið við Hverfisgötu var reist af miklum stórhug á fyrsta áratug
aldarinnar. A þeim fimm árum sem síðan eru liðin hefur starfslið og stjórn
safnsins einbeitt sér að því að móta starfsemina í nýjum og glæsilegum
húsakynnum og veita notendum þá auknu og bættu þjónustu sem nýtt umhverfi
og tækni hafa upp á að bjóða.
Aðdragandinn að stofnun safnsins og byggingu bókhlöðunnar varð mun lengri
en upphaflega var ráð fyrir gert, og reyndi það mjög á þolinmæði þeirra sem
biðu eftir lausn á aðkallandi vanda í rekstri Landsbókasafns og Háskólabóka-
safns. Það má þó með nokkrum rétti segja að sú bið hafi ekki verið að öllu
leyti til skaða og að lokaáfangi verksins hafi komið á heppilegum tíma með
tilliti til þess að tryggja að allt skipulag safnsins og búnaður tæki mið af
ýtrustu notkun upplýsinga- og tölvutækni til hagræðingar og bættrar þjónustu
við notendur.
Það hefur því orðið eitt af meginviðfangsefnum þessara fyrstu ára að gera
safninu kleift að rækja sem best veigamikið hlutverk sitt í upplýsingavæðingu
landsins, bæði með samtengingu safnasamfélagsins innanlands og tengslum
við bókasöfn annarra landa. Hið tvíþætta hlutverk safnsins, annars vegar sem
þjóðbókasafn og varðveislustaður hins ritaða menningararfs, en hins vegar
sem háskólabókasafn og tæknivædd upplýsingamiðstöð, skapar því einnig þá
sérstöku ábyrgð að vera virkur tengiliður milli ritmenningar horfinna kynslóða
hér á landi og hins tölvuvædda alþjóðlega samfélags sem nú er í mótun.
Mikið starf er enn óunnið til þess að tryggja að safnið geti gegnt þessu tvíþætta
hlutverki á þann hátt sem æskilegt væri. í því skyni að móta það starf hefur
stjórn safnsins nú samþykkt stefnumótun fyrir starfsemi þess næstu árin og
framtíðarsýn undir heitinu Þekking, vísindi og menning við aldaskil. Er þar
bæði reynt að greina helstu markmiðin í starfsemi safnsins til framtíðar og
setja um leið fram raunhæfa áætlun um það sem unnt á að vera að hrinda í
framkvæmd á allra næstu árum. Vonandi fellur þessi stefnumótun í góðan
jarðveg hjá notendum safnsins og eykur skilning almennings og stjórnvalda
á hlutverki þess og þörfum.
Jóhannes Nordal
19 9 4
Ný stofnun, Landsbókasafn Islands
- Háskólabókasafn. opnuð
fimmtudaginn l. desember við
hátíðlega athöfn. Bókasafninu berst
fjöldi gjafa. Sýning sett upp á þeim
gjöfum sem borist hafa
Bókasafnið opnað almenningi
2. desember
Opið hús í Þjóðarbókhlöðu helgina
3. og 4. desember
19 9 5
Samþykkt í janúar að Bókasafn
Háskólans á Akureyri fái fulla aðild
að Gegni
Fyrsta sinn lengur opið á próftíma,
í apríl og maí
Lokið flutningi rita úr geymslum
í Alþýðuhúsi í apríl
Starfsmannafélag stofnað í safninu
25. apríl
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Kápa
(34) Kápa
(35) Kvarði
(36) Litaspjald
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Kápa
(34) Kápa
(35) Kvarði
(36) Litaspjald