loading/hleð
(8) Blaðsíða 6 (8) Blaðsíða 6
6 í Formáli landsbókavaröar Þetta rit er í senn ágrip af ársskýrslu og afmælisrit fyrstu fimm ára hins sameinaða bókasafns, Landsbókasafns Islands - Háskólabókasafns. Bókasafnið er ein stærsta menningarstofnun landsins. Hún varðveitir meginhluta hins ritaða menningararfs, starfsmenn eru um eitt hundrað og safngestir nema mörgurn hundruðum dag hvern, jafnvel þúsundum þegar mest er. Eins og að líkum lætur hafa fyrstu fimm starfsár hinnar nýju stofnunar verið viðburðarík. í því yfirliti sem hér fer á eftir er brugðið upp svipmyndum af því helsta sem lýtur að starfrækslu safnsins þetta tímabil. Efnið er sett fram bæði í myndum og máli, en aftast eru tölulegar upplýsingar sem taka til meiri hluta starfstímans, eða frá 1. desember 1994 til ársloka 1998. Miklar breytingar hafa orðið á starfsumhverfi safnsins þennan tíma eins og flestra annarra ríkisstofnana, og er það í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um nýskipan í ríkisrekstri. Stofnanimar hafa hlotið meira sjálfstæði en áður var og ábyrgð stjórnenda þeirra hefur aukist að sama skapi. Meðferð launamála er nú á hendi stofnananna í miklu meira mæli en áður, og bókasafnið er eins og fjölmargar aðrar stofnanir að gera svokallaðan árangursstjórn- unarsamning við ráðuneyti sitt. Mikil umsvif fylgdu eðlilega vinnunni við sameiningu Landsbókasafns og Háskólabóka- safns og flutning safnanna í nýja byggingu. Á þeim tíma var hafin hin hraðfara þróun í notkun upplýsingatækni í bókasöfnum. Samvinna hafði verið milli stofnananna tveggja um tölvu- væðingu þeirra, og má heita að spjaldskrár hafi þegar verið af lagðar í söfnunum þegar þau sameinuðust. En hið nýja safn fór þegar á fyrsta starfsári sínu inn á enn nýjar brautir í beitingu upplýsingatækninnar er það hóf að færa hluta af safnkostinum í stafrænt form, fyrst forn Islandskort, en síðan handrit fornsagna ásamt prentuðu efni á því sviði. Forsenda þess verkefnis var hár erlendur styrkur sem safninu tókst að afla. Hin nýju húsakynni gera safninu kleift að leggja aukna rækt við almenna menningarstarfsemi, bæði með sýningarhaldi og samkomum. Meðal annars var 150 ára afmæli handritadeildar haldið hátíðlegt á árinu 1996. í framhaldi af því var ráðist í að gefa einn mesta dýrgrip safnsins út með veglegum hætti, eiginhandarrit Hallgríms Péturssonar að Passíusálmunum. Sama ár hófst útgáfa fræðilegs ársrits. Starfsmenn safnsins hafa verið þátttakendur í mótun nýrrar stofnunar sem um flest er ósambærileg við hin fyrri bókasöfn, umsvifin eru svo miklu meiri og margvíslegri. Því veldur meðal annars stærð hússins og langur þjónustutími. Safnið hefur svarað vel þörf háskólastúdenta fyrir lestraraðstöðu, en ýmiss annars er vant, svo sem meiri ritakosts og ekki síst aukins aðgengis að rafrænum gögnum á neti. Þar þarf úr að bæta því að stefnt er að rannsóknarbóka- safni sem verði virkt afl í því fræðslu- og rannsóknarstarfi sem Háskólinn stendur fyrir, jafnframt því sem það nýtist almennum þörfum fræðasamfélagsins. Nýlega lauk vinnu við stefnumótun fyrir bókasafnið, að svo rniklu leyti sem slíkri vinnu verður yfir höfuð lokið, því að stefna lifandi stofnunar þarf vitaskuld að vera stöðugt til endurskoðunar. Sú ákvörðun var snemma tekin að hafa stefnumótunarskjalið sem ítarlegast, þannig að það gæti komið að sem bestum notum við hin innri störf í safninu. Jafnframt var ákveðið að draga meginatriði stefnumótunar- innar fram í miklu styttra máli til víðtækari kynningar, þannig að sem flestir fengju kynnst þeirri framtíðarsýn sem safnið vill hafa að leiðarljósi inn í 21. öldina. Einar Sigurðsson íslensk bókaskrá 1992 kemur út í maí Samband íslenskra sveitarfélaga gefur safninu 12 fslandskort úr safni Kjartans Gunnarssonar (júnQ Sýning um sögu læknisfræðinnar helguð Jóni Steffensen opnuð í júní Bókbandsvinnan flyst í Þjóðarbókhlöðu í júní, einnig starfsemi myndastofu að hluta til íslensk bókaskrá 1993 kemur út í júlí Flutningi 60-70 þús. rita úr geymslu að Tryggvagötu 15 lýkur íjúlí Sjö vikulegir þættir um safnið á Rás 1 í júlí og ágúst Lokið við frágang bílastæða í ágúst


Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn fyrstu fimm árin

Ár
1999
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
34


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn fyrstu fimm árin
https://baekur.is/bok/56354b1d-40cb-4d95-8512-268dff5f2972

Tengja á þessa síðu: (8) Blaðsíða 6
https://baekur.is/bok/56354b1d-40cb-4d95-8512-268dff5f2972/0/8

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.