
(9) Blaðsíða 7
7
Opnunarhátíð
Hið nýja bókasafn, Landsbókasafn Islands -
Háskólabókasafn, var opnað við hátíðlega
athöfn fimmtudaginn 1. desember 1994, að
viðstöddum forseta Islands, stjómmálamönnum,
embættismönnum, fulltrúum erlendra ríkja,
forstöðumönnum systursafna á Norðurlöndum,
starfsmönnum bókasafnsins og fjölmörgum
öðrum gestum.
Bókasafninu bárust fjölmargar gjafir á þessum
tímamótum. Auk þeirra sem tilkynnt var um í
heyranda hljóði bárust safninu margar aðrar,
svo og fyrirheit um gjafir sem síðar yrðu
afhentar. Landsbókavörður þakkaði gefendum
öllum með sérstöku ávarpi.
Daginn eftir var bókavörðum hvaðanæva af
landinu boðið sérstaklega að skoða safnið, og
helgina sem í hönd fór var opið hús. Sýndi
aðsóknin að marga fýsti að sjá að innan það
stóra hús sem svo lengi hafði staðið fullbúið
hið ytra.
Ljósm. Guömundur Ingólfsson.
Byggingin
Framkvæmdir við Þjóðarbókhlöðu tóku langan
tíma eins og kunnugt er, en höfðu sóst vel
síðustu þrjú til fjögur árin áður en opnað var.
Eigi að síður var þá eftir að hnýta ýmsa lausa
enda, að því er tók til byggingar og búnaðar,
auk þess sem reynslan hlaut að kalla á nokkrar
minni háttar breytingar. Endanlegur sýningar-
búnaður var sá þáttur sem lengst dróst að útvega
og komst loks í gagnið vorið 1999. Þar með
má kalla að eiginiegum byggingarframkvæmd-
um hafi verið lokið.
Byggingin hefur í öllum meginatriðum reynst
vel og hefur hlotið lof fjölmargra dómbærra
aðila, innlendra og erlendra.
Stjórn
Bókasafnið heyrir stjórnarfarslega undir
menntamálaráðheiTa. Hann skipar fimm manna
stjórn þess til fjögurra ára í senn. Landsbóka-
vörður situr fundi stjórnar, svo og einn fulltrúi
starfsmanna bókasafnsins.
Fyrsta stjórn safnsins var skipuð frá miðjum
ágúst 1994.1 henni áttu sæti: Formaður, skipaður
án tilnefningar, Jóhannes Nordal; varaformaður
Þorsteinn Ingi Sigfússon, tilnefndur af Háskóla
Islands; Egill Skúli Ingibergsson, tilnefndur af
Rannsóknarráði íslands; Kristín Indriðadóttir,
tilnefnd af Bókavarðafélagi Islands, og Vésteinn
Olason, tilnefndur af Háskóla Islands. Kristín
var fjarverandi um eins árs skeið frá 1. október
1997 að telja og tók þá Anna Torfadóttir sæti
hennar sem varamaður. Stjórnin hélt 79 fundi
á starfstímabili sínu.
Ný stjórn tók við 1. september 1998 og er hún
þannig skipuð: Formaður, skipaður án
tiinefningar, Jóhannes Nordal; varaformaður
Vésteinn Ólason, tilnefndur af Háskóla íslands;
Margrét S. Björnsdóttir, tilnefnd af Háskóla
Islands; Kristín Indriðadóttir, tilnefnd af
Bókavarðaféiagi íslands, og Vilhjálmur
Lúðvíksson, tilnefndur af Rannsóknarráði
Islands.
Fulitrúi starfsmanna í stjórn safnsins er Sjöfn
Kristjánsdóttir. Aður hafa Auður Gestsdóttir og
Ingibjörg Gísladóttir setið sem fulltrúar
starfsmanna í stjórn.
Ljósm. K.B. - Landsbókasafn.
Upplýsingar um bygginguna
Arkitektar:
Manfreð Vilhjálmsson
Porvaldur S. Þorvaldsson
Gólfflölur: 13.000fermetrar
Rúmmál: 51.000 rúmmetrar
Fjöldi binda: Rými fyrir um
900 þús. bindi
Fjöldi lessœta: 700
Einmenningstölvur
fyrir gesti: 70
Fundur ífyrri stjórn.
Frá vinstri: Ingibjörg Gísla-
dóttir, Egill Skúli lngibergsson,
Einar Sigurðsson, Jóhannes
Nordal (form.), Þorsteinn I.
Sigfússon, Kristín Indriðadóttir
og Vésteinn Olason.
Fundur í núverandi stjórn.
Frá vinstri: Ingibjörg Gísla-
dóttir, Vilhjálmur Lúðvíksson,
Einar Sigurðsson, Jóhannes
Nordal (formf, Margrét S.
Björnsdóttir, Kristín
Indriðadóttir og Vésteinn
Olason.
Magnús Blöndal Jóhannsson
afhendir handrit 66 verka sinna 21.
ágúst
Finnlandsforseti opnar
kortasýningu í safninu í september
Fjölþjóðlegt skákmót, Fnðriksmót,
haldið í safninu í september
Lokið viðgerð á eiginhandarriti
Hallgríms Péturssonar að
Passíusálmunum í október
Prófverkefni flutt úr Bóksölu
stúdenta í safnið í október og liggja
þar frammi til ljósritunar
Sýningar á bókagjöfum frá
Bandaríkjunum og Japan í
nóvember
Sendiherra Austurríkis, Franz
Schmid, afhendir safninu bókagjöf
í nóvember
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Kápa
(34) Kápa
(35) Kvarði
(36) Litaspjald
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Kápa
(34) Kápa
(35) Kvarði
(36) Litaspjald