loading/hleð
(10) Blaðsíða [10] (10) Blaðsíða [10]
Uppgötvum heiminn! Það er hlutskipti hverrar nýrrar kynslóðarað uppgötva heiminn upp á nýtt. Þann heim sem er og þann heim sem var. Þegar nokkrir skólapiltar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti uppgötvuðu tungumál súrrealismans á kvöldvökum og klíkufundum í fjölbýlishúsi einu í Asparfellinu í lok 8. áratugarins, og reyndu að tileinka sér það, þá voru þeir að tileinka sér yfir hálfrar aldar gamalt tungumál sem hafði á sínum tíma verið róttækt andsvar við því samskipta- og tjáningamynstri evrópskrar borgarastéttar, sem hafði beðið skipbrot í heimsstyrjöldinni fyrri. Þessi enduruppgötvun skólapiltanna í Breiðholtinu bar í sjálfu sér lofsvert vitni um vakandi áhuga og gagnrýnan skilning á takmörkum þess oft og tíðum dauða og klisjukennda tungumáls, sem hinn hefðbundni skóli býður nemendum sínum til skilnings og tjáningar á veruleikanum. Því þótt það hafi orðið hlutskipti súrrealismans að verðagildur þáttur í sögu evrópskrar menningar á20. öld, þá hefurtungumál hans enn ekki náð að rjúfa múra íslenska skólakerfisins að ráði. Fyrir bragðið var þettatungumál eins og forboðinn og freistandi ávöxtur fyrir íslenska skólapilta árið 1979, þótt það ætti sér yfir hálfrar aldar sögu og hefð í evrópsku menningarlífi. Súrrealisminn var einn af ávöxtum hinnar framsýnu og frjóu hreyfingar dadaistanna frá styrjaldarárunum fyrri. Flugmyndir súrrealistanna fólu ekki bara í sér nýjan skilning á listinni, heldur á allri mannlegri tjáningu og samskiptum. í stað þess að ganga út frá vitundinni og þeim rökrétta og sögulega skilningi sem hún gaf á veröldinni, var horft til draumsins og dulvitundarinnar, þar sem allar rökrænar og sögulegar þversagnir leystust af sjálfu sér og samskipti einstaklingsins við umheiminn fengu nýjan og óheftan grundvöll, sem átti að byggja á nánast lífeðlisfræðilegri þörf mannsins. Dulvitundinvarsaklausafallri sögulegrinauðhyggju,stéttaskiptingu,þjóðrembu,kynþáttahyggju eða öðru oki siðmenningarinnar, sem hafði leitt mannkynið út í heimsstyrjöldina. Tungumál dulvitundarinnar byggði á hreinum lífeðlisfræðilegum hvötum mannsins.


Líksneiðar og aldinmauk

Höfundur
Ár
1993
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Líksneiðar og aldinmauk
https://baekur.is/bok/5a5b402a-0e56-4f73-8d38-15e55607978b

Tengja á þessa síðu: (10) Blaðsíða [10]
https://baekur.is/bok/5a5b402a-0e56-4f73-8d38-15e55607978b/0/10

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.