loading/hleð
(12) Page [12] (12) Page [12]
BÓK A SÝ N1N G Þessari bókasýningu er aetlað að veita nokkra hugmynd um bækur, sem nýlega hafa komið út í Bretlandi um ýmisleg efni. Það er alkunna, að mik- ill forði brezkra bóka hefur týnzt síðan styrjöldin hófst. Vegna pappírs- eklu eru nú bækur ekki eins fallega prentaðar og bundnar eins og áð- ur var, og Bretar voru svo frægir fyrir. Sýningin er því merkari að efni en útliti. Til hægðarauka er bókunum skipað í flokka eftir efni. HEIMSPEKI. Þessar bækur sýna sérkennilegar enskar stefnur í heim- speki og sálarfræði á seinni árum. LÆKNISFRÆÐI. I þessum flokki eru mörg ný vísindarit, og auk þess margar alþýðlega ritaðar bækur um sama efni. Einnig er hér fjöldi bóka um hjúkrun. 3. LOGFRÆÐI. I þessari deild eru bækur helzt við hæfi lögfræðinga, þótt þar séu nokkrar alþýðlega ritaðar bækur. 4. GUÐFRÆÐI. Auk þess sem þessi flokkur inniheldur rit um hreina guðfræði, eru og í honum merkileg rit um efni, sem er sí og æ að verða mikilsverðara í augum Breta, þ. e. a. s., viðhorf kirkjunnar við erfið- leikum þeim, sem einstaklingar og heilar þjóðir eiga nú við að stríða, bæði í stjórnmálum og þjóðfélagsmálum. 5. ENGLAND OG ENGLENDINGAR. Nokkrir bókaútgefendur, sérstak- lega Batsford, hafa ávallt gert tiltölulega mjög mikið að því að gefa út bækur um enskar sveitir og líf ensku þjóðarinnar. Þetta litla safn sýnir fáeinar þessara fagurlega rituðu og myndum prýddu bóka. 6. “DISCUSSION BOOKS”. Frjálsar, krítiskar umræður um stjórnmál og þjóðfélagsmál hefur alla stund verið einkenni Breta. Þessari útgáfu, sem hafin var fyrir nokkrum árum, og heldur enn áfram, er ætlað að veita almenningi skýrar og áreiðanlegar. upplýsingar um mörg þau vandamál nútímans, sem öllum koma við. 1. 2.


Sýning brezkra listmynda og bóka

Year
1943
Language
Icelandic
Pages
16


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Sýning brezkra listmynda og bóka
https://baekur.is/bok/6125c9ca-9339-4806-9e18-375137d5f6d0

Link to this page: (12) Page [12]
https://baekur.is/bok/6125c9ca-9339-4806-9e18-375137d5f6d0/0/12

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.