loading/hleð
(12) Blaðsíða [12] (12) Blaðsíða [12]
BÓK A SÝ N1N G Þessari bókasýningu er aetlað að veita nokkra hugmynd um bækur, sem nýlega hafa komið út í Bretlandi um ýmisleg efni. Það er alkunna, að mik- ill forði brezkra bóka hefur týnzt síðan styrjöldin hófst. Vegna pappírs- eklu eru nú bækur ekki eins fallega prentaðar og bundnar eins og áð- ur var, og Bretar voru svo frægir fyrir. Sýningin er því merkari að efni en útliti. Til hægðarauka er bókunum skipað í flokka eftir efni. HEIMSPEKI. Þessar bækur sýna sérkennilegar enskar stefnur í heim- speki og sálarfræði á seinni árum. LÆKNISFRÆÐI. I þessum flokki eru mörg ný vísindarit, og auk þess margar alþýðlega ritaðar bækur um sama efni. Einnig er hér fjöldi bóka um hjúkrun. 3. LOGFRÆÐI. I þessari deild eru bækur helzt við hæfi lögfræðinga, þótt þar séu nokkrar alþýðlega ritaðar bækur. 4. GUÐFRÆÐI. Auk þess sem þessi flokkur inniheldur rit um hreina guðfræði, eru og í honum merkileg rit um efni, sem er sí og æ að verða mikilsverðara í augum Breta, þ. e. a. s., viðhorf kirkjunnar við erfið- leikum þeim, sem einstaklingar og heilar þjóðir eiga nú við að stríða, bæði í stjórnmálum og þjóðfélagsmálum. 5. ENGLAND OG ENGLENDINGAR. Nokkrir bókaútgefendur, sérstak- lega Batsford, hafa ávallt gert tiltölulega mjög mikið að því að gefa út bækur um enskar sveitir og líf ensku þjóðarinnar. Þetta litla safn sýnir fáeinar þessara fagurlega rituðu og myndum prýddu bóka. 6. “DISCUSSION BOOKS”. Frjálsar, krítiskar umræður um stjórnmál og þjóðfélagsmál hefur alla stund verið einkenni Breta. Þessari útgáfu, sem hafin var fyrir nokkrum árum, og heldur enn áfram, er ætlað að veita almenningi skýrar og áreiðanlegar. upplýsingar um mörg þau vandamál nútímans, sem öllum koma við. 1. 2.


Sýning brezkra listmynda og bóka

Ár
1943
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
16


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Sýning brezkra listmynda og bóka
https://baekur.is/bok/6125c9ca-9339-4806-9e18-375137d5f6d0

Tengja á þessa síðu: (12) Blaðsíða [12]
https://baekur.is/bok/6125c9ca-9339-4806-9e18-375137d5f6d0/0/12

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.